Erlent

Telja líkamshlutana tilheyra grænlenskum manni

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglan hefur ekki sagt af hverju þau telja sig vita að líkamshlutarnir tilheyri grænlenskum manni.
Lögreglan hefur ekki sagt af hverju þau telja sig vita að líkamshlutarnir tilheyri grænlenskum manni. Getty/Mario Tama

Lögreglan á Grænlandi telur sig nærri því að bera kennsl á líkamshluta sem fundust á brennslustöð í bænum Ilulissat. Grunur leiki á að um grænlenskan karlmann sé að ræða en tveir líkamshlutar hafa fundist.

Á blaðamannafundi í gær vildi Jan Lambertsen frá lögreglunni ekki segja til um af hverju þau teldu sig nærri því að bera kennsl á líkamspartana, samkvæmt frétt Sermitsiaq. Áður hafði lögreglan sagt að ekki væri vitað til þess að nokkurs væri saknað.

Eftir að fyrsti líkamshlutinn fannst síðasta sunnudag hefur umfangsmikil leit átt sér stað í brennslustöðinni.

Lögreglan hefur ekki sagt hvaða líkamshlutar hafi fundist á brennslustöðinni né um hvers konar líkamshluta sé að ræða. Hvort bein hafi fundist eða eitthvað annað eða hvort líkamshlutarnir hafi fundist eftir að hafa verið brenndir.

Lögregluþjónar og réttarmeinafræðingar frá lögreglunni í Danmörku eru komnir til Grænlands til aðstoðar lögreglunni þar.

Í frétt KNR segir að enginn hafi verið handtekinn. Verið sé að skoða lista yfir týnt fólk í Grænlandi og í Danmörku.


Tengdar fréttir

Fleiri líkamshlutar finnast á Grænlandi

Lögreglan á Grænlandi fann á laugardaginn líkamshluta við brennslustöð í bænum Ilulissat. Síðan þá hafa fleiri líkamshlutar fundist þar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×