Erlent

Fá Nóbelinn í eðlis­fræði fyrir lofts­lags­rann­sóknir

Atli Ísleifsson skrifar
Bandaríkjamaðurinn Syukuro Manabe, Þjóðverjinn Klaus Hasselmann og Ítalinn Giorgio Parisi eru nýir Nóbelsverðlaunahafar.
Bandaríkjamaðurinn Syukuro Manabe, Þjóðverjinn Klaus Hasselmann og Ítalinn Giorgio Parisi eru nýir Nóbelsverðlaunahafar. Nóbelsverðlaunin

Bandaríkjamaðurinn Syukuro Manabe, Þjóðverjinn Klaus Hasselmann og Ítalinn Giorgio Parisi hafa fengið Nóbelsverðlaun í eðlisfræði í ár fyrir smíði líkana og loftslagsrannsóknir sínar.

Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi Nóbelsnefndarinnar í Stokkhólmi í morgun. 

Í rökstuðningi nefndarinnar segir að þeir fái verðlaunin fyrir framlag sitt til að auka grundvallarskilning á eðlisfræðilegum kerfum.

Manabe og Hasselmann deila helming verðlaunanna fyrir að þróa áreiðanleg líkön sem geta spáð fyrir um hlýnun loftslags af mannavöldum. Hagnýtt gildi uppgötvana þrímenninganna er mikið þar sem við finnum fyrir áhrifum loftslagsbreytinga af mannavöldum og þurfum því að geta spáð fyrir um þær og áhrif þeirra í nútímanum og framtíðinni. 

Parisi far hinn helming verðlaunanna fyrir uppgötvun sína um samspil óreiðu og sveiflna í eðlisfræðilegum kerfum á öllum stærðarskalanum. Lofthjúpur jarðarinnar er flókið kerfi svo uppgötvanirnar tengjast.

Nefndin segir uppgötvanirnar enn eina viðurkenninguna á að þekking okkar á loftslagi jarðar og loftslagsbreytingum af mannavöldum byggi á traustum vísindalegum grunni, mælingum og athugunum og túlkunum.

Handhafarnir munu deila verðlaunafénu, alls tíu milljónum sænskra króna, um 147 milljónum íslenskra króna.

Alls hafa nú 218 manns hlotið Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði frá því að þau voru fyrst afhent árið 1901.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×