Enski boltinn

Rani­eri lík­legast með enn eina endur­komuna í enska boltann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ítalinn Claudio Ranieri stýrði Leicester City í mesta Öskubuskuævintýri knattspyrnusögunnar. Litla liðið sló öllum risunum í enska boltanum við og varð Englandsmeistari. Afrek sem seint verður leikið eftir.
Ítalinn Claudio Ranieri stýrði Leicester City í mesta Öskubuskuævintýri knattspyrnusögunnar. Litla liðið sló öllum risunum í enska boltanum við og varð Englandsmeistari. Afrek sem seint verður leikið eftir. Getty/Shaun Botterill

Watford er komið langt í viðræðum við Ítalann Claudio Ranieri um að hann gerist knattspyrnustjóri liðsins.

Watford rak Xisco Munoz í gær eftir aðeins tíu mánuði í starfi. Hann var þrettándi stjórinn sem hefur tekið pokann sinn hjá félaginu síðan að nýju eigendurnir í Pozzo fjölskyldunni tóku við árið 2012.

Watford hefur unnið tvo af fyrstu sjö leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni en liðið er í fimmtánda sæti. Síðasti leikur Munoz var 1-0 tap á útivelli á móti Leeds.

Ranieri var fyrsti kostur hjá Pozzo fjölskyldunni og breska ríkisútvarpið hefur heimildir fyrir því að viðræðurnar gangi vel og því eru allar líkur á því að fyrrum stjóri Englandsmeistara Leicester City snúi aftur í ensku deildina.

Ranieri er í guðatölu hjá Leicester City eftir kraftaverkið sem var Englandsmeistaratitill félagsins tímabilið 2015-16.

Hann var hins vegar rekinn á tímabilinu á eftir og þessi 69 ára gamli stjóri hefur síðan reynt sig hjá Nantes, Fulham, Roma og Sampdoria þar sem hann var á síðustu leiktíð.

Ranieri reyndi fyrst fyrir sér í ensku úrvalsdeildinni með Chelsea á árunum 2000 til 2004 en síðan kom hann aftur til að taka við Leicester City 2015 og svo aftur árið 2018 til að taka við Fulham.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.