Enski boltinn

Segir fyrri hálf­leik sinna manna hafa verið miðlungs

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Klopp að leik loknum.
Klopp að leik loknum. Robbie Jay Barratt/Getty Images

„Mögulega minna en miðlungs, við vorum of afslappaðir, bæði með og án bolta,“ sagði Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, eftir 2-2 jafntefli lærisveina sinna gegn Manchester City.

„Ég var mjög sáttur þegar dómari leiksins flautaði til hálfleiks því við þurfum að lagfæra fullt af hlutum, sem við og gerðum. Manchester City gerði margt rétt í fyrri hálfleik og viðkomumst aldrei í takt við leikinn. Við náðum aldrei að spila okkar leik.“

„Í síðari hálfleik gjörbreyttum við spilamennsku okkar. Ef við hefðum spilað allan leikinn eins og við spiluðum síðari hálfleik hefði ég elskað að vinna leikinn, en miðað við fyrri hálfleikinn er ég sáttur með stigið.“

„Við spiluðum vel í síðari hálfleik og skoruðum frábær mörk. Skilaboðin voru að spila boltanum betur milli manna, við gerðum það ekki í fyrri hálfleik.“

„Þetta er ekki fyrsta svona markið sem Mo Salah skorar. Mig rámar í að hann hafi skorað svipuð mörk gegn Napoli og Tottenham Hotspur. Salah er einn af bestu leikmönnum í heimi í dag, það er bara þannig.“

„Ef Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hefðu skorað þessi mörk hefði verið sagt að hann væri í heimsklassa því þetta var frábært mark. Hann lagði upp fyrra markið á Sadio Mané sem var einnig frábært mark,“ sagði Klopp aðspurður út í magnað mark Salah í dag.

„Pep (Guardiola) var nokkuð brjálaður yfir því. Ég sá ekki atvikið en ég sá viðbrögð Pep en sá auðvitað ekki nákvæmlega hvað (James) Milner gerði. Milly gerði vel í fyrri hálfleik því það er ekki auðvelt að verjast þessum gaurum,“ sagði Klopp að endingu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.