Ástfanginn Guardiola: „Ég elska ensku úrvalsdeildina“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. október 2021 18:25 Pep eftir leik dagsins. Michael Regan/Getty Images Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, opinberaði ást sína á ensku úrvalsdeildinni eftir 2-2 jafntefli sinna manna gegn Liverpool er liðin mættust á Anfield í stórleik helgarinnar. „Ég elska ensku úrvalsdeildina. Ég vil óska Liverpool og leikmönnum þeirra til hamingju. Þetta er ástæðan fyrir því að bæði lið voru að berjast um titilinn á síðustu leiktíð. Ég er almennt sáttur með vikuna sem við áttum,“ sagði Pep Guardiola að leik loknum. „Í hálfleik töluðum við um að við gætum ekki spilað næstu 45 mínúturnar eins og við höfðum gert síðustu 30 í fyrri hálfleik. Eina eftirsjáin sem við höfum sem lið er að þegar staðan var 2-0 í París misstum við tökin á leiknum og héldum að hann væri búinn. Ég dag sjáið þið frábært lið þó við séum 2-1 undir. Ég hefði elskað að vinna en eins og venjulega var þetta mjög jafn leikur gegn Liverpool.“ „Þetta er af því að hann er á réttum stað. Hann gefur allt í sig og lifir sig inn í aðstæður,“ sagði Pep um frábæra tæklingu spænska miðjumannsins Rodri. „Þetta er gult spjald. Gegn þessum stóru liðum skipta svona ákvarðanir sköpum. Ég geri mér grein fyrir því að það er erfitt fyrir dómara að dæma á svona á Anfield og Old Trafford,“ sagði þjálfarinn aðspurður út í hvort James Milner hefði átt að fá sitt annað gula spjald er hann stöðvaði Bernardo Silva í leik dagsins. Að lokum hrósaði Pep heimaliðinu eftir að atvik kom upp varðandi stuðningsmann Liverpool og starfslið City. „Ég reikna með að Liverpool taki á þessu máli. Liverpool er stærra og meira heldur en þessi eini aðili. Í gegnum söguna hefur Liverpool hjálpað til við að gera íþróttina betri. Það verður hins vegar alltaf til fólk sem hagar sér svona.“ Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ Sjá meira
„Ég elska ensku úrvalsdeildina. Ég vil óska Liverpool og leikmönnum þeirra til hamingju. Þetta er ástæðan fyrir því að bæði lið voru að berjast um titilinn á síðustu leiktíð. Ég er almennt sáttur með vikuna sem við áttum,“ sagði Pep Guardiola að leik loknum. „Í hálfleik töluðum við um að við gætum ekki spilað næstu 45 mínúturnar eins og við höfðum gert síðustu 30 í fyrri hálfleik. Eina eftirsjáin sem við höfum sem lið er að þegar staðan var 2-0 í París misstum við tökin á leiknum og héldum að hann væri búinn. Ég dag sjáið þið frábært lið þó við séum 2-1 undir. Ég hefði elskað að vinna en eins og venjulega var þetta mjög jafn leikur gegn Liverpool.“ „Þetta er af því að hann er á réttum stað. Hann gefur allt í sig og lifir sig inn í aðstæður,“ sagði Pep um frábæra tæklingu spænska miðjumannsins Rodri. „Þetta er gult spjald. Gegn þessum stóru liðum skipta svona ákvarðanir sköpum. Ég geri mér grein fyrir því að það er erfitt fyrir dómara að dæma á svona á Anfield og Old Trafford,“ sagði þjálfarinn aðspurður út í hvort James Milner hefði átt að fá sitt annað gula spjald er hann stöðvaði Bernardo Silva í leik dagsins. Að lokum hrósaði Pep heimaliðinu eftir að atvik kom upp varðandi stuðningsmann Liverpool og starfslið City. „Ég reikna með að Liverpool taki á þessu máli. Liverpool er stærra og meira heldur en þessi eini aðili. Í gegnum söguna hefur Liverpool hjálpað til við að gera íþróttina betri. Það verður hins vegar alltaf til fólk sem hagar sér svona.“
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ Sjá meira