Kóreumenn hóta öryggisráðinu Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2021 20:00 Norður-Kórea hefur gert fjórar eldflaugatilraunir á nokkrum vikum. AP/KCNA Ráðamenn í Norður-Kóreu hafa brugðist reiði við ályktunartillögu Frakka til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og hótuðu ráðinu í dag fyrir að gagnrýna eldflaugavopnaáætlun ríkisins. Talsmaður utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu sagði í tilkynningu í dag að öryggisráðinu væri hollast að hugsa um afleiðingar gjörða þeirra og hætta að skipta sér af fullveldi einræðisríkisins. Það er í kjölfar þess að Frakkar lögðu fram tillögu á föstudaginn um að lýsa yfir áhyggjum af eldflaugatilraunum Norður-Kóreu og kalla eftir því að þeim yrði hætt í samræmi við fyrri ályktanir ráðsins. Talsmaðurinn sakaði öryggisráðið einnig um tvískinnung fyrir að gagnrýna ekki sambærilegar eldflaugatilraunir Bandaríkjanna og bandamanna þeirra. Jo Chol Su (til vinstri) sem stýrir Norður-Ameríkudeild utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu, var harðorður í garð öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.AP/Kyodo News Ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hóf tilraunir með eldflaugar í síðasta mánuði, eftir um hálfs árs hlé. Fjórum eldflaugum hefur verið skotið á loft frá Norður-Kóreu og þar á meðal eldflaug sem getur borið kjarnorkuvopn. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur beitt umfangsmiklum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gegn Norður-Kóreu vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins og viðleitni ráðamanna þar til að þróa eldflaugar sem geti borið kjarnorkuvopn langar vegalengdir. Samkvæmt ályktunum öryggisráðsins má ekki gera tilraunir með eldflaugar í Norður-Kóreu. Viðræður um kjarnorkuvopnaáætlunina strönduðu árið 2019. Norður-Kórea Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Gerðu tilraun með nýja eldflaug Ráðamenn í Norður-Kóreu segjast hafa gert tilraun með nýja tegund eldflauga sem hafi verið þróaðar til að skjóta niður flugvélar og aðrar eldflaugar. Nýju eldflauginni var skotið á loft í gær og var það í fjórða sinn á nokkrum vikum sem Kóreumenn skjóta eldflaug á loft. 1. október 2021 09:46 Sakar Bandaríkin um leikaraskap en vill opna aftur á samskiptin við Suður-Kóreu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, segir tilboð Bandaríkjamanna um viðræður og sættir leikrit en hann hafi fyrirskipað embættismönnum að opna aftur fyrir samskiptalínur við Suður-Kóreu til að „stuðla að friði“. 30. september 2021 07:35 Norður-Kórea skaut upp hljóðfrárri eldflaug Herinn í Norður-Kóreu tilkynnti fyrir stundu að hann hefði skotið á loft hljóðfrárri eldflaug sem gæti borið kjarnaodda. 28. september 2021 22:53 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Talsmaður utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu sagði í tilkynningu í dag að öryggisráðinu væri hollast að hugsa um afleiðingar gjörða þeirra og hætta að skipta sér af fullveldi einræðisríkisins. Það er í kjölfar þess að Frakkar lögðu fram tillögu á föstudaginn um að lýsa yfir áhyggjum af eldflaugatilraunum Norður-Kóreu og kalla eftir því að þeim yrði hætt í samræmi við fyrri ályktanir ráðsins. Talsmaðurinn sakaði öryggisráðið einnig um tvískinnung fyrir að gagnrýna ekki sambærilegar eldflaugatilraunir Bandaríkjanna og bandamanna þeirra. Jo Chol Su (til vinstri) sem stýrir Norður-Ameríkudeild utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu, var harðorður í garð öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.AP/Kyodo News Ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hóf tilraunir með eldflaugar í síðasta mánuði, eftir um hálfs árs hlé. Fjórum eldflaugum hefur verið skotið á loft frá Norður-Kóreu og þar á meðal eldflaug sem getur borið kjarnorkuvopn. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur beitt umfangsmiklum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gegn Norður-Kóreu vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins og viðleitni ráðamanna þar til að þróa eldflaugar sem geti borið kjarnorkuvopn langar vegalengdir. Samkvæmt ályktunum öryggisráðsins má ekki gera tilraunir með eldflaugar í Norður-Kóreu. Viðræður um kjarnorkuvopnaáætlunina strönduðu árið 2019.
Norður-Kórea Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Gerðu tilraun með nýja eldflaug Ráðamenn í Norður-Kóreu segjast hafa gert tilraun með nýja tegund eldflauga sem hafi verið þróaðar til að skjóta niður flugvélar og aðrar eldflaugar. Nýju eldflauginni var skotið á loft í gær og var það í fjórða sinn á nokkrum vikum sem Kóreumenn skjóta eldflaug á loft. 1. október 2021 09:46 Sakar Bandaríkin um leikaraskap en vill opna aftur á samskiptin við Suður-Kóreu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, segir tilboð Bandaríkjamanna um viðræður og sættir leikrit en hann hafi fyrirskipað embættismönnum að opna aftur fyrir samskiptalínur við Suður-Kóreu til að „stuðla að friði“. 30. september 2021 07:35 Norður-Kórea skaut upp hljóðfrárri eldflaug Herinn í Norður-Kóreu tilkynnti fyrir stundu að hann hefði skotið á loft hljóðfrárri eldflaug sem gæti borið kjarnaodda. 28. september 2021 22:53 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Gerðu tilraun með nýja eldflaug Ráðamenn í Norður-Kóreu segjast hafa gert tilraun með nýja tegund eldflauga sem hafi verið þróaðar til að skjóta niður flugvélar og aðrar eldflaugar. Nýju eldflauginni var skotið á loft í gær og var það í fjórða sinn á nokkrum vikum sem Kóreumenn skjóta eldflaug á loft. 1. október 2021 09:46
Sakar Bandaríkin um leikaraskap en vill opna aftur á samskiptin við Suður-Kóreu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, segir tilboð Bandaríkjamanna um viðræður og sættir leikrit en hann hafi fyrirskipað embættismönnum að opna aftur fyrir samskiptalínur við Suður-Kóreu til að „stuðla að friði“. 30. september 2021 07:35
Norður-Kórea skaut upp hljóðfrárri eldflaug Herinn í Norður-Kóreu tilkynnti fyrir stundu að hann hefði skotið á loft hljóðfrárri eldflaug sem gæti borið kjarnaodda. 28. september 2021 22:53