Kóreumenn hóta öryggisráðinu Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2021 20:00 Norður-Kórea hefur gert fjórar eldflaugatilraunir á nokkrum vikum. AP/KCNA Ráðamenn í Norður-Kóreu hafa brugðist reiði við ályktunartillögu Frakka til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og hótuðu ráðinu í dag fyrir að gagnrýna eldflaugavopnaáætlun ríkisins. Talsmaður utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu sagði í tilkynningu í dag að öryggisráðinu væri hollast að hugsa um afleiðingar gjörða þeirra og hætta að skipta sér af fullveldi einræðisríkisins. Það er í kjölfar þess að Frakkar lögðu fram tillögu á föstudaginn um að lýsa yfir áhyggjum af eldflaugatilraunum Norður-Kóreu og kalla eftir því að þeim yrði hætt í samræmi við fyrri ályktanir ráðsins. Talsmaðurinn sakaði öryggisráðið einnig um tvískinnung fyrir að gagnrýna ekki sambærilegar eldflaugatilraunir Bandaríkjanna og bandamanna þeirra. Jo Chol Su (til vinstri) sem stýrir Norður-Ameríkudeild utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu, var harðorður í garð öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.AP/Kyodo News Ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hóf tilraunir með eldflaugar í síðasta mánuði, eftir um hálfs árs hlé. Fjórum eldflaugum hefur verið skotið á loft frá Norður-Kóreu og þar á meðal eldflaug sem getur borið kjarnorkuvopn. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur beitt umfangsmiklum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gegn Norður-Kóreu vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins og viðleitni ráðamanna þar til að þróa eldflaugar sem geti borið kjarnorkuvopn langar vegalengdir. Samkvæmt ályktunum öryggisráðsins má ekki gera tilraunir með eldflaugar í Norður-Kóreu. Viðræður um kjarnorkuvopnaáætlunina strönduðu árið 2019. Norður-Kórea Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Gerðu tilraun með nýja eldflaug Ráðamenn í Norður-Kóreu segjast hafa gert tilraun með nýja tegund eldflauga sem hafi verið þróaðar til að skjóta niður flugvélar og aðrar eldflaugar. Nýju eldflauginni var skotið á loft í gær og var það í fjórða sinn á nokkrum vikum sem Kóreumenn skjóta eldflaug á loft. 1. október 2021 09:46 Sakar Bandaríkin um leikaraskap en vill opna aftur á samskiptin við Suður-Kóreu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, segir tilboð Bandaríkjamanna um viðræður og sættir leikrit en hann hafi fyrirskipað embættismönnum að opna aftur fyrir samskiptalínur við Suður-Kóreu til að „stuðla að friði“. 30. september 2021 07:35 Norður-Kórea skaut upp hljóðfrárri eldflaug Herinn í Norður-Kóreu tilkynnti fyrir stundu að hann hefði skotið á loft hljóðfrárri eldflaug sem gæti borið kjarnaodda. 28. september 2021 22:53 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fleiri fréttir Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Sjá meira
Talsmaður utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu sagði í tilkynningu í dag að öryggisráðinu væri hollast að hugsa um afleiðingar gjörða þeirra og hætta að skipta sér af fullveldi einræðisríkisins. Það er í kjölfar þess að Frakkar lögðu fram tillögu á föstudaginn um að lýsa yfir áhyggjum af eldflaugatilraunum Norður-Kóreu og kalla eftir því að þeim yrði hætt í samræmi við fyrri ályktanir ráðsins. Talsmaðurinn sakaði öryggisráðið einnig um tvískinnung fyrir að gagnrýna ekki sambærilegar eldflaugatilraunir Bandaríkjanna og bandamanna þeirra. Jo Chol Su (til vinstri) sem stýrir Norður-Ameríkudeild utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu, var harðorður í garð öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.AP/Kyodo News Ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hóf tilraunir með eldflaugar í síðasta mánuði, eftir um hálfs árs hlé. Fjórum eldflaugum hefur verið skotið á loft frá Norður-Kóreu og þar á meðal eldflaug sem getur borið kjarnorkuvopn. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur beitt umfangsmiklum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gegn Norður-Kóreu vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins og viðleitni ráðamanna þar til að þróa eldflaugar sem geti borið kjarnorkuvopn langar vegalengdir. Samkvæmt ályktunum öryggisráðsins má ekki gera tilraunir með eldflaugar í Norður-Kóreu. Viðræður um kjarnorkuvopnaáætlunina strönduðu árið 2019.
Norður-Kórea Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Gerðu tilraun með nýja eldflaug Ráðamenn í Norður-Kóreu segjast hafa gert tilraun með nýja tegund eldflauga sem hafi verið þróaðar til að skjóta niður flugvélar og aðrar eldflaugar. Nýju eldflauginni var skotið á loft í gær og var það í fjórða sinn á nokkrum vikum sem Kóreumenn skjóta eldflaug á loft. 1. október 2021 09:46 Sakar Bandaríkin um leikaraskap en vill opna aftur á samskiptin við Suður-Kóreu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, segir tilboð Bandaríkjamanna um viðræður og sættir leikrit en hann hafi fyrirskipað embættismönnum að opna aftur fyrir samskiptalínur við Suður-Kóreu til að „stuðla að friði“. 30. september 2021 07:35 Norður-Kórea skaut upp hljóðfrárri eldflaug Herinn í Norður-Kóreu tilkynnti fyrir stundu að hann hefði skotið á loft hljóðfrárri eldflaug sem gæti borið kjarnaodda. 28. september 2021 22:53 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fleiri fréttir Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Sjá meira
Gerðu tilraun með nýja eldflaug Ráðamenn í Norður-Kóreu segjast hafa gert tilraun með nýja tegund eldflauga sem hafi verið þróaðar til að skjóta niður flugvélar og aðrar eldflaugar. Nýju eldflauginni var skotið á loft í gær og var það í fjórða sinn á nokkrum vikum sem Kóreumenn skjóta eldflaug á loft. 1. október 2021 09:46
Sakar Bandaríkin um leikaraskap en vill opna aftur á samskiptin við Suður-Kóreu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, segir tilboð Bandaríkjamanna um viðræður og sættir leikrit en hann hafi fyrirskipað embættismönnum að opna aftur fyrir samskiptalínur við Suður-Kóreu til að „stuðla að friði“. 30. september 2021 07:35
Norður-Kórea skaut upp hljóðfrárri eldflaug Herinn í Norður-Kóreu tilkynnti fyrir stundu að hann hefði skotið á loft hljóðfrárri eldflaug sem gæti borið kjarnaodda. 28. september 2021 22:53