Enski boltinn

Segir Ronaldo-fagnið hafa verið gert af virðingu við átrúnaðargoð

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Andros Townsend fagnaði að hætti Ronaldo þegar hann skoraði jöfnunarmark Everton í gær.
Andros Townsend fagnaði að hætti Ronaldo þegar hann skoraði jöfnunarmark Everton í gær. Tony McArdle/Everton FC via Getty Images

Andros Townsend skoraði jöfnunarmark Everton er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Manchester United á Old Trafford í gær. Fagn hans vakti athygli, en hann hermdi eftir frægu fagni Cristiano Ronaldo sem var nýkominn inn á sem varamaður fyrir andstæðingana.

Jöfnunarmarkið kom á 65. mínútu þegar að Townsend batt endahnútinn á vel útfærða skyndisókn gestanna. Hann tók svo sprettinn í átt að stuðningsmönnum Everton, hoppaði í hálfhring, og lenti með hendur fyrir aftan bak, líkt og Ronaldo gerir gjarnar þegar hann skorar.

Townsend segir fagnið þó ekki hafa verið meint sem skot á portúgalska sóknarmanninn, heldur hafi þetta verið gert til að sýna átrúnaðargoði sínu virðingu.

„Þetta var virðingarvottur við mann sem hafði mikil áhrif á ferilinn minn,“ sagði Townsend eftir leikinn.

„Ég eyddi mörgum klukkustundum á æfingasvæðinu og að skoða myndbönd til að greina aukaspyrnurnar hans, skærin hans og hvernig hann helgar segi fótboltanum.“

„Þannig að þetta var ekki skot á hann, heldur var þetta virðingarvottur við eitt af átrúnaðargoðum mínum. Ég gerði það [fagnið] líklega ekki nógu vel, og framkvæmdin var ekki fullkomin.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×