Ég hafði alltaf góða tilfinningu Árni Konráð Árnason skrifar 2. október 2021 18:16 Jón Þór Hauksson er að gera góða hluti á Ísafirði og vill halda áfram með liðið. Facebook/@Vestri.Knattspyrna „Mér fannst við byrja þennan leik frábærlega, fyrstu tuttugu mínúturnar. Ég er ógeðslega svekktur með fyrsta markið,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari Vestra eftir súrt tap gegn Íslandsmeisturum Víkings í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta. Vestri og Víkingur Reykjavík mættust í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á Meistaravöllum í dag. Víkingar unnu öruggan 3-0 sigur þar sem að Kristall Máni gerði öll mörkin. Fyrsta markið kom á 26. mínútu leiksins en það kom eftir skyndisókn þar sem að Pétur Bjarnason hafði fallið inn í teig Víkinga, Egill Arnar dómari leiksins hefði hæglega getað flautað vítaspyrnu en aðhafðist ekkert. Þetta var í annað skipti sem að hann hefði getað dæmt víti á Víkinga. „Mér fannst við eiga að fá víti mér fannst við líka eiga að fá víti þegar að Nicolaj fer niður fyrir það. Það eru tvö víti áður en að þeir skora fyrsta markið. Sérstaklega með Pétur að hann klobbar hann og hann setur hnéð út og mér finnst það bara „púra“ víti og þeir bruna upp og setja fyrsta markið,“ sagði Jón Þór og hélt áfram. „Mér fannst í hálfleiknum þrátt fyrir það, við hafa fín tök á leiknum. Mér fannst við eiga góða möguleika til að koma til baka í seinni hálfleik, en aftur setja þeir annað markið og brjóta á Pétri út á kanti og bruna upp og skora. Það er ofboðslega erfitt að eiga við Víkingana þegar að þú tapar boltanum. Þeir eru ofboðslega góðir í þeirri stöðu þegar að þeir koma hratt upp völlinn og gera það best allra liða á Íslandi.“ Vestri fékk fá færi í leiknum en Víkingar voru mjög þéttir fyrir. „Þau voru ekki mörg. Mér fannst samt fyrstu 25 mínúturnar, mér fannst við byrja þann kafla mjög vel. Það er fínt færi ef að þú færð vítaspyrnu, mér fannst við koma okkur í þá stöðu. Við vorum ekkert að vaða í færum og við áttum ekkert von á því að slá eitthvað markamet í þessum leik en Víkingur er með feikilega öfluga varnarmenn og það er erfitt að eiga við þetta lið.“ „Ég hafði alltaf góða tilfinningu, mér fannst við aldrei missa nein tök á þessum leik eða þeir að valta eitthvað yfir okkur. Mér fannst það aldrei fyrr en í blálokin þegar að við vorum búnir að missa hausinn,“ sagði Jón og var afar svekktur að hafa ekki fengið meira út úr leiknum. Tímabilinu er nú formlega lokið hjá Vestra og Jón vonast til þess að halda áfram með liðið á næsta tímabili en á þó eftir að klára samninga við félagið sem og fjölskylduna sína. Hann telur raunhæft að halda í sama leikmannahóp á næsta tímabili. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Íslenski boltinn Vestri Mjólkurbikarinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Vestri og Víkingur Reykjavík mættust í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á Meistaravöllum í dag. Víkingar unnu öruggan 3-0 sigur þar sem að Kristall Máni gerði öll mörkin. Fyrsta markið kom á 26. mínútu leiksins en það kom eftir skyndisókn þar sem að Pétur Bjarnason hafði fallið inn í teig Víkinga, Egill Arnar dómari leiksins hefði hæglega getað flautað vítaspyrnu en aðhafðist ekkert. Þetta var í annað skipti sem að hann hefði getað dæmt víti á Víkinga. „Mér fannst við eiga að fá víti mér fannst við líka eiga að fá víti þegar að Nicolaj fer niður fyrir það. Það eru tvö víti áður en að þeir skora fyrsta markið. Sérstaklega með Pétur að hann klobbar hann og hann setur hnéð út og mér finnst það bara „púra“ víti og þeir bruna upp og setja fyrsta markið,“ sagði Jón Þór og hélt áfram. „Mér fannst í hálfleiknum þrátt fyrir það, við hafa fín tök á leiknum. Mér fannst við eiga góða möguleika til að koma til baka í seinni hálfleik, en aftur setja þeir annað markið og brjóta á Pétri út á kanti og bruna upp og skora. Það er ofboðslega erfitt að eiga við Víkingana þegar að þú tapar boltanum. Þeir eru ofboðslega góðir í þeirri stöðu þegar að þeir koma hratt upp völlinn og gera það best allra liða á Íslandi.“ Vestri fékk fá færi í leiknum en Víkingar voru mjög þéttir fyrir. „Þau voru ekki mörg. Mér fannst samt fyrstu 25 mínúturnar, mér fannst við byrja þann kafla mjög vel. Það er fínt færi ef að þú færð vítaspyrnu, mér fannst við koma okkur í þá stöðu. Við vorum ekkert að vaða í færum og við áttum ekkert von á því að slá eitthvað markamet í þessum leik en Víkingur er með feikilega öfluga varnarmenn og það er erfitt að eiga við þetta lið.“ „Ég hafði alltaf góða tilfinningu, mér fannst við aldrei missa nein tök á þessum leik eða þeir að valta eitthvað yfir okkur. Mér fannst það aldrei fyrr en í blálokin þegar að við vorum búnir að missa hausinn,“ sagði Jón og var afar svekktur að hafa ekki fengið meira út úr leiknum. Tímabilinu er nú formlega lokið hjá Vestra og Jón vonast til þess að halda áfram með liðið á næsta tímabili en á þó eftir að klára samninga við félagið sem og fjölskylduna sína. Hann telur raunhæft að halda í sama leikmannahóp á næsta tímabili. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Íslenski boltinn Vestri Mjólkurbikarinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira