„Dómarinn þekkir ekki okkar leikmenn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. október 2021 22:25 Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, hrósaði sínu liði og stuðningsmönnum þess í leikslok. vísir/hulda margrét Þrátt fyrir 4-0 tap fyrir Breiðabliki í úrslitaleik Mjólkurbikarsins var Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, sáttur með sitt lið og frammistöðu þess. Hann hafði eitt og annað við dómgæsluna í leiknum að athuga. „Við spiluðum vel og 85 prósent af leiknum vorum við mjög góðar. Við breyttum leikáætluninni aðeins og reyndum að þvinga þær í mistök sem við gerðum en nýttum okkur það ekki. En þegar við gerðum mistök nýttu þær sér það,“ sagði Nik eftir leik. Hann hefði viljað fá aukaspyrnu í aðdraganda fyrsta marks leiksins sem Karítas Tómasdóttir skoraði á 26. mínútu. „Í fyrsta markinu var brotið á Katie [Cousins] á miðjunni, brot sem hún fékk tveimur mínútum á undan. Allt í einu vorum við 1-0 undir því dómarinn var ekki samkvæmur sjálfum sér sem gerist svo oft,“ sagði Nik. Hann sagði að dómari leiksins, Sigurður Hjörtur Þrastarson, þekki einfaldlega ekki sína leikmenn. „Það getur vel verið að hann sé góður en hann hefur aldrei dæmt hjá okkur í sumar þannig að hann þekkir ekki okkar leikmenn. Katie er lágvaxin, kemur sér í stöðu, það er brotið á henni og það er aukaspyrna. Hann veit það ekki því hann hefur ekki dæmt hjá okkur í sumar. Í framtíðinni þarf að velja dómara sem þekkja leikmennina í báðum liðum svo það sé samræmi.“ Þróttur var 2-0 undir í hálfleik en átti góðan kafla í upphafi seinni hálfleiks án þess þó að skapa sér mörg afgerandi færi. „Ég bað leikmennina bara að halda áfram. Þetta var í fínu lagi. Þær fengu ekki haug af færum. Við ætluðum bara að gera það sem við höfðum gert og bíða eftir tækifærunum. Fram að þriðja markinu vorum við ofan á í leiknum. En þær nýttu sér mistök okkar. Þú gefur þeim eitt hálffæri og þær nýta sér það til fullnustu,“ sagði Nik. Þrátt fyrir tapið í kvöld gengur Nik sáttur frá tímabilinu enda náði Þróttur sínum besta árangri frá upphafi; endaði í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar og komst í bikarúrslit. „Að sjálfsögðu. Fyrir tveimur árum voru þessir leikmenn í Lengjudeildinni og væntingarnar voru ekki miklar. En við unnum hana auðveldlega og höfum byggt ofan á það. Þetta er örugglega eitt af yngstu liðunum sem hefur komist í bikarúrslit og ég er mjög stoltur af því,“ sagði Nik. Þjálfarinn hrósaði stuðningsmönnum Þróttar í hástert eftir leikinn en þeir fjölmenntu á leikinn og létu vel í sér heyra. „Þetta var ótrúlegt. Ég vissi að við ættum frábæra stuðningsmenn en þetta var á allt öðrum skala. Fyrir Þrótt sem félag er þetta örugglega besti dagurinn sem þeir hafa átt, jafnvel þótt við höfum tapað. Þeir héldu alltaf áfram að syngja. Þetta er stuðningur sem á engan sinn líkan,“ sagði Nik að lokum. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Þróttur Reykjavík Mjólkurbikar kvenna Tengdar fréttir „Ógeðslega stolt af liðinu“ Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum hin kátasta eftir úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem Blikar unnu Þróttara, 4-0. 1. október 2021 22:02 „Hún er magnaður leikmaður“ Vilhjálmur Kári Haraldsson var stoltur af sínum konum í Breiðabliki eftir 4-0 sigurinn gegn Þrótti í bikarúrslitaleiknum í kvöld. Hann segist ekki vera hættur. 1. október 2021 21:16 Umfjöllun: Breiðablik - Þróttur 4-0 | Bikarinn í Kópavog Breiðablik jafnaði í kvöld met Vals yfir flesta bikarmeistaratitla kvenna í fótbolta með því að vinna sinn þrettánda titil með 4-0 sigri á Þrótti í úrslitaleik á Laugardalsvelli. 1. október 2021 21:38 Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
„Við spiluðum vel og 85 prósent af leiknum vorum við mjög góðar. Við breyttum leikáætluninni aðeins og reyndum að þvinga þær í mistök sem við gerðum en nýttum okkur það ekki. En þegar við gerðum mistök nýttu þær sér það,“ sagði Nik eftir leik. Hann hefði viljað fá aukaspyrnu í aðdraganda fyrsta marks leiksins sem Karítas Tómasdóttir skoraði á 26. mínútu. „Í fyrsta markinu var brotið á Katie [Cousins] á miðjunni, brot sem hún fékk tveimur mínútum á undan. Allt í einu vorum við 1-0 undir því dómarinn var ekki samkvæmur sjálfum sér sem gerist svo oft,“ sagði Nik. Hann sagði að dómari leiksins, Sigurður Hjörtur Þrastarson, þekki einfaldlega ekki sína leikmenn. „Það getur vel verið að hann sé góður en hann hefur aldrei dæmt hjá okkur í sumar þannig að hann þekkir ekki okkar leikmenn. Katie er lágvaxin, kemur sér í stöðu, það er brotið á henni og það er aukaspyrna. Hann veit það ekki því hann hefur ekki dæmt hjá okkur í sumar. Í framtíðinni þarf að velja dómara sem þekkja leikmennina í báðum liðum svo það sé samræmi.“ Þróttur var 2-0 undir í hálfleik en átti góðan kafla í upphafi seinni hálfleiks án þess þó að skapa sér mörg afgerandi færi. „Ég bað leikmennina bara að halda áfram. Þetta var í fínu lagi. Þær fengu ekki haug af færum. Við ætluðum bara að gera það sem við höfðum gert og bíða eftir tækifærunum. Fram að þriðja markinu vorum við ofan á í leiknum. En þær nýttu sér mistök okkar. Þú gefur þeim eitt hálffæri og þær nýta sér það til fullnustu,“ sagði Nik. Þrátt fyrir tapið í kvöld gengur Nik sáttur frá tímabilinu enda náði Þróttur sínum besta árangri frá upphafi; endaði í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar og komst í bikarúrslit. „Að sjálfsögðu. Fyrir tveimur árum voru þessir leikmenn í Lengjudeildinni og væntingarnar voru ekki miklar. En við unnum hana auðveldlega og höfum byggt ofan á það. Þetta er örugglega eitt af yngstu liðunum sem hefur komist í bikarúrslit og ég er mjög stoltur af því,“ sagði Nik. Þjálfarinn hrósaði stuðningsmönnum Þróttar í hástert eftir leikinn en þeir fjölmenntu á leikinn og létu vel í sér heyra. „Þetta var ótrúlegt. Ég vissi að við ættum frábæra stuðningsmenn en þetta var á allt öðrum skala. Fyrir Þrótt sem félag er þetta örugglega besti dagurinn sem þeir hafa átt, jafnvel þótt við höfum tapað. Þeir héldu alltaf áfram að syngja. Þetta er stuðningur sem á engan sinn líkan,“ sagði Nik að lokum. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Þróttur Reykjavík Mjólkurbikar kvenna Tengdar fréttir „Ógeðslega stolt af liðinu“ Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum hin kátasta eftir úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem Blikar unnu Þróttara, 4-0. 1. október 2021 22:02 „Hún er magnaður leikmaður“ Vilhjálmur Kári Haraldsson var stoltur af sínum konum í Breiðabliki eftir 4-0 sigurinn gegn Þrótti í bikarúrslitaleiknum í kvöld. Hann segist ekki vera hættur. 1. október 2021 21:16 Umfjöllun: Breiðablik - Þróttur 4-0 | Bikarinn í Kópavog Breiðablik jafnaði í kvöld met Vals yfir flesta bikarmeistaratitla kvenna í fótbolta með því að vinna sinn þrettánda titil með 4-0 sigri á Þrótti í úrslitaleik á Laugardalsvelli. 1. október 2021 21:38 Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
„Ógeðslega stolt af liðinu“ Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum hin kátasta eftir úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem Blikar unnu Þróttara, 4-0. 1. október 2021 22:02
„Hún er magnaður leikmaður“ Vilhjálmur Kári Haraldsson var stoltur af sínum konum í Breiðabliki eftir 4-0 sigurinn gegn Þrótti í bikarúrslitaleiknum í kvöld. Hann segist ekki vera hættur. 1. október 2021 21:16
Umfjöllun: Breiðablik - Þróttur 4-0 | Bikarinn í Kópavog Breiðablik jafnaði í kvöld met Vals yfir flesta bikarmeistaratitla kvenna í fótbolta með því að vinna sinn þrettánda titil með 4-0 sigri á Þrótti í úrslitaleik á Laugardalsvelli. 1. október 2021 21:38