Íslenski boltinn

Þór/KA lætur þjálfarateymið fara

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Andri Hjörvar Albertsson stýrði Þór/KA í tvö tímabil.
Andri Hjörvar Albertsson stýrði Þór/KA í tvö tímabil.

Stjórn Þórs/KA hefur ákveðið að skipta um þjálfara hjá liðinu og venslaliðinu Hömrunum.

Stjórnin nýtti sér uppsagnarákvæði í samningum þjálfara liðanna, þeirra Andra Hjörvars Albertssonar, Bojönu Besic og Perrys McLachlan. Andri þjálfaði Þór/KA, Bojana var aðstoðarþjálfari Þórs/KA og þjálfari Hamranna og Perry var aðstoðar- og markvarðaþjálfari liðanna.

Andri tók við Þór/KA af Halldóri Jóni Sigurðssyni fyrir tímabilið 2020 en áður hafði hann verið aðstoðarþjálfari hans í þrjú ár. Undir stjórn Andra enduðu Akureyringar í 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar 2020 og 6. sæti á nýafstöðnu tímabili.

Þór/KA hefur leikið samfleytt í efstu deild frá 2006. Liðið varð Íslandsmeistari 2012 og 2017.


Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×