Mikill vatnselgur myndaðist á Siglufirði Kjartan Kjartansson skrifar 29. september 2021 09:06 Vatn safnaðist saman á tveimur stöðum á eyrinni á Siglufirði þegar hlánaði og rigndi eftir hádegið. Slökkviliðið á Siglufirði Slökkviliðs- og björgunarsveitarmenn aðstoðuðu íbúa í nokkrum húsum þar sem vatn flæddi inn á Siglufirði í lægðinni sem gekk yfir landið í gær. Annar var tíðindalaust hjá björgunarsveitum á landinu eftir klukkan 22:00 í gærkvöldi. Töluvert var um útköll vegna ökumanna sem sátu fastir á heiðum á norðan- og austanverðu landinu í fyrstu stóru haustlægðinni sem gekk yfir landið í gær og nótt. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að útköllum hafi fækkað hratt um níu leytið og allar björgunarsveitir hafi verið komnar í hvíld klukkan tíu í gærkvöldi. Engin útköll vegna veðurs bárust í nótt. Töluvert annríki var þó hjá slökkviliði og björgunarsveitinni Strákum á Siglufirði þegar mikill vatnselgur myndaðist þar í gær. Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri á Siglufirði, segir að aðeins hafi gert vind þar í eina til tvær klukkustundir fyrst þegar lægðin gerði vart við sig. „Strax eftir hádegi fór að hlána og rigna ofan í þetta þannig að það myndaðist mikill vatnselgur í bænum við bráðnun. Svo var sömuleiðis há sjávarstaða þannig að fráfall hafði ekki alveg við,“ segir Jóhann við Vísi. Töluvert snjóaði í fyrrinótt og fyrst þegar veðrið byrjaði. Snjórinn torveldaði vatninu að komast sína leið. Slökkviliðið og björgunarsveitin Strákar brugðust saman við útköllum vegna vatnselgsins í gær.Slökkviliðið á Siglufirði Því myndaðist verulegur vatnselgur á tveimur stöðum í bænum og bárust nokkrar beiðnir frá íbúum um aðstoð við að dæla vatni úr kjöllurum eða um vatnsryksugur þar sem vatn flæddi inn um aðalinngang. Jóhann segir að slökkviliðið og björgunarsveitin hafi skipt verkefnunum á milli sín og vel hafi gengið að leysa þau. Ekki var sjáanlegt tjón þar sem vatn flæddi inn, að sögn slökkviliðsstjórans. Hann útilokar þó ekki að einhverjar skemmdir hafi orðið á húsum. Björgunarsveitir Fjallabyggð Slökkvilið Tengdar fréttir Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra: Vegfarendur hefðu mátt hlýta viðvörunum Talsverður erill hefur verið hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra í veðurofsanum í dag. Birgir Jónasson lögreglustjóri sagði í samtali við fréttastofu að nokkuð hafi mætt á hans fólki og björgunarsveitarfólki við að aðstoða vegfarendur vegna veðurs og ófærðar. Margir hefðu mátt taka til sín viðvaranir sem gefnar voru út í gær. 28. september 2021 18:04 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Töluvert var um útköll vegna ökumanna sem sátu fastir á heiðum á norðan- og austanverðu landinu í fyrstu stóru haustlægðinni sem gekk yfir landið í gær og nótt. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að útköllum hafi fækkað hratt um níu leytið og allar björgunarsveitir hafi verið komnar í hvíld klukkan tíu í gærkvöldi. Engin útköll vegna veðurs bárust í nótt. Töluvert annríki var þó hjá slökkviliði og björgunarsveitinni Strákum á Siglufirði þegar mikill vatnselgur myndaðist þar í gær. Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri á Siglufirði, segir að aðeins hafi gert vind þar í eina til tvær klukkustundir fyrst þegar lægðin gerði vart við sig. „Strax eftir hádegi fór að hlána og rigna ofan í þetta þannig að það myndaðist mikill vatnselgur í bænum við bráðnun. Svo var sömuleiðis há sjávarstaða þannig að fráfall hafði ekki alveg við,“ segir Jóhann við Vísi. Töluvert snjóaði í fyrrinótt og fyrst þegar veðrið byrjaði. Snjórinn torveldaði vatninu að komast sína leið. Slökkviliðið og björgunarsveitin Strákar brugðust saman við útköllum vegna vatnselgsins í gær.Slökkviliðið á Siglufirði Því myndaðist verulegur vatnselgur á tveimur stöðum í bænum og bárust nokkrar beiðnir frá íbúum um aðstoð við að dæla vatni úr kjöllurum eða um vatnsryksugur þar sem vatn flæddi inn um aðalinngang. Jóhann segir að slökkviliðið og björgunarsveitin hafi skipt verkefnunum á milli sín og vel hafi gengið að leysa þau. Ekki var sjáanlegt tjón þar sem vatn flæddi inn, að sögn slökkviliðsstjórans. Hann útilokar þó ekki að einhverjar skemmdir hafi orðið á húsum.
Björgunarsveitir Fjallabyggð Slökkvilið Tengdar fréttir Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra: Vegfarendur hefðu mátt hlýta viðvörunum Talsverður erill hefur verið hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra í veðurofsanum í dag. Birgir Jónasson lögreglustjóri sagði í samtali við fréttastofu að nokkuð hafi mætt á hans fólki og björgunarsveitarfólki við að aðstoða vegfarendur vegna veðurs og ófærðar. Margir hefðu mátt taka til sín viðvaranir sem gefnar voru út í gær. 28. september 2021 18:04 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra: Vegfarendur hefðu mátt hlýta viðvörunum Talsverður erill hefur verið hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra í veðurofsanum í dag. Birgir Jónasson lögreglustjóri sagði í samtali við fréttastofu að nokkuð hafi mætt á hans fólki og björgunarsveitarfólki við að aðstoða vegfarendur vegna veðurs og ófærðar. Margir hefðu mátt taka til sín viðvaranir sem gefnar voru út í gær. 28. september 2021 18:04