Bryndís segist elska hunda Jakob Bjarnar skrifar 28. september 2021 16:22 Bryndís segir skrif Vilhjálms þar sem hann segir hana hafa flaðrað upp um sig eins og hundstík, ekki svaraverð en hún svarar nú samt, með sínum hætti, á Facebook-síðu sinni þar sem hún birtir fjölda mynda af hundum og tilkynnir að hún elski hunda. Vilhjálmur Bjarnason fyrrverandi alþingismaður skrifaði pistil sem birtist í gær þar sem hann gagnrýndi það harkalega að Bryndís Haraldsdóttir hafi á sínum tíma verið færð upp fyrir hann á lista Sjálfstæðismanna í Kraganum. Vilhjálmur sparar sig hvergi í skrifum sínum, segir að Bryndís hafi ekki einu sinni sagt takk fyrir að hafa haldið friðinn og það sem meira er, hún hafi hringt í sig niðurlægðan eftir að hafa verið fallinn af Alþingi í þá snemmbúnum kosningum, bullað og látið eins og fífl. „Síðar flaðraði hún upp um mig þegar ég varð á vegi hennar, eins og hundstík, og sagði innihaldslaust bull: „Gott að sjá þig.““ Skrif Vilhjálms, svo afgerandi sem þau eru, hafa eins og við mátti búast, vakið mikla athygli. Bryndís segist í samtali við Vísi ekki ætla að tjá sig um þessi skrif. „Ég tel þau ekki svara verð,“ segir hún í samtali við Vísi. En hún bendir á að hún hafi verið að setja inn færslu á Facebook og þar megi finna, með óbeinum hætti, svör við pistlinum. En margir hafa fært skrif Vilhjálms í tal við sig. Þar segist Bryndís þakklát öllum þeim sem treysta sér til góðra verka. „Að starfa á vettvangi stjórnmála í bráðum 20 ár hefur gefið mér einstakt tækifæri til að starfa með fjölda fólks, bæði flokkssystkinum en líka fólki úr öðrum flokkum. Ég er þakklát fyrir það samstarf og þá staðreynd að það hefur almennt gengið mjög vel. Ég mun hér eftir sem hingað til leggja mig fram í störfum mínum, trúa á sjálfan mig og vanda mig í samskiptum við annað fólk,“ skrifar Bryndís sem birtir með myndir af sér þar sem hún er að kjassa hunda. Skilaboðin ættu ekki að fara fram hjá neinum sem þekkja forsöguna. „Og já ég elska hunda,“ bætir Bryndís við orð sín, og lætur broskall fylgja. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Dýr Suðvesturkjördæmi Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira
Vilhjálmur sparar sig hvergi í skrifum sínum, segir að Bryndís hafi ekki einu sinni sagt takk fyrir að hafa haldið friðinn og það sem meira er, hún hafi hringt í sig niðurlægðan eftir að hafa verið fallinn af Alþingi í þá snemmbúnum kosningum, bullað og látið eins og fífl. „Síðar flaðraði hún upp um mig þegar ég varð á vegi hennar, eins og hundstík, og sagði innihaldslaust bull: „Gott að sjá þig.““ Skrif Vilhjálms, svo afgerandi sem þau eru, hafa eins og við mátti búast, vakið mikla athygli. Bryndís segist í samtali við Vísi ekki ætla að tjá sig um þessi skrif. „Ég tel þau ekki svara verð,“ segir hún í samtali við Vísi. En hún bendir á að hún hafi verið að setja inn færslu á Facebook og þar megi finna, með óbeinum hætti, svör við pistlinum. En margir hafa fært skrif Vilhjálms í tal við sig. Þar segist Bryndís þakklát öllum þeim sem treysta sér til góðra verka. „Að starfa á vettvangi stjórnmála í bráðum 20 ár hefur gefið mér einstakt tækifæri til að starfa með fjölda fólks, bæði flokkssystkinum en líka fólki úr öðrum flokkum. Ég er þakklát fyrir það samstarf og þá staðreynd að það hefur almennt gengið mjög vel. Ég mun hér eftir sem hingað til leggja mig fram í störfum mínum, trúa á sjálfan mig og vanda mig í samskiptum við annað fólk,“ skrifar Bryndís sem birtir með myndir af sér þar sem hún er að kjassa hunda. Skilaboðin ættu ekki að fara fram hjá neinum sem þekkja forsöguna. „Og já ég elska hunda,“ bætir Bryndís við orð sín, og lætur broskall fylgja.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Dýr Suðvesturkjördæmi Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira