Tengdadóttir hótelstjóra eyddi myndum af óinnsigluðum atkvæðum Snorri Másson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 28. september 2021 13:25 Þessar myndir birtust á sunnudag og þeim var eytt í dag. Ljóst er af tímasetningu myndarinnar að þær voru teknar eftir fyrstu talningu en fyrir seinni talningu. Instagram Tengdadóttir hótelstjóra Hótel Borgarness, þar sem atkvæði í Norðvesturkjördæmi voru talin um helgina, birti mynd af kjörgögnum á Instagram þegar talningu var lokið og áður en endurtalning hófst. Á myndinni sjást kjörkassar með innsigli en einnig plastkassar sem virðast vera fullir af kjörseðlum án þess að vera innsiglaðir eða yfirleitt lokaðir. Tengdadóttirin heitir Sonja Blomsterberg og maki hennar er Jón Pétursson, sonur Péturs Geirssonar hótelstjóra. Sonja hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum fréttastofu en Jón Pétursson segir í samtali við Vísi að hann telji ekki að Sonja hafi verið ein í salnum þegar myndirnar voru teknar. „Það held ég ekki. Hún er fyrir utan salinn sýnist mér, en ég bara veit það ekki. Þetta er í höndum annarra núna og það er best að það klárist bara,“ segir Jón. Fulltrúar yfirkjörstjórnar hafa sagt í samtali við fréttastofu að þeir telji ólíklegt að Sonja hafi verið ein þegar myndin var tekin og að henni hafi verið smellt af úr forstofu fyrir utan salinn sjálfan. instagram Jón kveðst ekki þekkja nákvæma ástæðu þess að Sonja fjarlægði myndina af Instagram nú eftir hádegi. „Ætli hún hafi ekki bara orðið fyrir ónæði útaf þessu,“ segir hann. Ekki hluti af talningarteyminu Jón veit ekki hvort myndin hafi verið tekin aðfaranótt sunnudags eða í eftirmiðdaginn á sunnudeginum. Sonja er ekki starfsmaður yfirkjörstjórnar og hafði ekki aðkomu að talningunni. Hótelið útvegaði hins vegar veitingar til talningarmanna. Nokkrir starfsmenn hótelsins voru á vakt og voru með lykla að rýminu þar sem atkvæði voru geymd í talningunni. Jón segir að Sonja hafi ekki verið með lykla að rýminu. „Þetta er nú bara í rannsókn, við skulum leyfa þeim að klára það og þá kemur þetta allt í ljós,“ segir Jón. Þannig sé efni úr eftirlitsmyndavélum komið í réttar hendur. Myndin tekin eftir að talningarfólk yfirgaf svæðið Fréttastofa ræddi við umboðsmann eins framboðsins sem fylgdist með á talningastað allt kvöldið. Hann segir að Sonja sé starfsmaður á hótelinu sem hafi séð um að færa starfsfólki við talningu og í kjörstjórn matvæli út nóttina. Hann fullyrðir að myndin sem Sonja tók hafi verið tekin eftir að allir yfirgáfu svæðið. „Vegna þess að ég var síðastur út og síðan horfði ég á Inga Tryggvason, formann kjörstjórnar, gera sig reiðubúinn til að fara líka,“ segir hann. Myndin geti ekki hafa verið tekin fyrir það. Hann segir að það sé sér starfsmannainngangur að salnum „sem ég held að sé ekki hægt að læsa, þetta er held ég meira að segja bara svona sveifluhurð,“ segir umboðsmaðurinn. Þetta tiltekna mál hefur samkvæmt upplýsingum fréttastofu hingað til ekki verið hluti af kæru sem Magnús Davíð Norðdahl undirbýr nú á hendur yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi. Í því máli hefur hann gert alvarlegar athugasemdir hvort tveggja við að atkvæði hafi ekki verið innsigluð samkvæmt lögum og að ráðist hafi verið í endurtalningu án þess að umboðsmenn allra flokka hafi verið viðstaddir þá endurtalningu. Gæti hafa verið tekin að formanni yfirkjörstjórnar viðstöddum Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar, gerir lítið úr málinu í samtali við Vísi. Hann kveðst ekki hafa séð myndina en segir að ef að Sonja standi fyrir framan borð sem er fyrir salnum hafi myndin að öllum líkindum verið tekin í anddyrinu að salnum rétt eftir að talningunni lauk. Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi.Vísir/Tryggvi „Ég var þarna dáldið fram eftir þegar starfsfólk kjörstjórnarinnar var farið heim að ganga frá og svona og það er opið á milli forstofu og gangs á hótelinu og salarins. Starfsfólk hótelsins var einnig eitthvað í þeirri forstofu á meðan ég var að klára og hún gæti vel hafa tekið myndina þá,“ segir hann. Þannig telji hann mynd Sonju ekki alvarlega og segir að hún geri talninguna ekki tortryggilega jafnvel þó það sjáist skýrt á myndum hennar að stutt sé í opna og óinnsiglaða kjörkassa. Fréttin var uppfærð klukkan 14:20 eftir að náðist í Inga. Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Borgarbyggð Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira
Á myndinni sjást kjörkassar með innsigli en einnig plastkassar sem virðast vera fullir af kjörseðlum án þess að vera innsiglaðir eða yfirleitt lokaðir. Tengdadóttirin heitir Sonja Blomsterberg og maki hennar er Jón Pétursson, sonur Péturs Geirssonar hótelstjóra. Sonja hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum fréttastofu en Jón Pétursson segir í samtali við Vísi að hann telji ekki að Sonja hafi verið ein í salnum þegar myndirnar voru teknar. „Það held ég ekki. Hún er fyrir utan salinn sýnist mér, en ég bara veit það ekki. Þetta er í höndum annarra núna og það er best að það klárist bara,“ segir Jón. Fulltrúar yfirkjörstjórnar hafa sagt í samtali við fréttastofu að þeir telji ólíklegt að Sonja hafi verið ein þegar myndin var tekin og að henni hafi verið smellt af úr forstofu fyrir utan salinn sjálfan. instagram Jón kveðst ekki þekkja nákvæma ástæðu þess að Sonja fjarlægði myndina af Instagram nú eftir hádegi. „Ætli hún hafi ekki bara orðið fyrir ónæði útaf þessu,“ segir hann. Ekki hluti af talningarteyminu Jón veit ekki hvort myndin hafi verið tekin aðfaranótt sunnudags eða í eftirmiðdaginn á sunnudeginum. Sonja er ekki starfsmaður yfirkjörstjórnar og hafði ekki aðkomu að talningunni. Hótelið útvegaði hins vegar veitingar til talningarmanna. Nokkrir starfsmenn hótelsins voru á vakt og voru með lykla að rýminu þar sem atkvæði voru geymd í talningunni. Jón segir að Sonja hafi ekki verið með lykla að rýminu. „Þetta er nú bara í rannsókn, við skulum leyfa þeim að klára það og þá kemur þetta allt í ljós,“ segir Jón. Þannig sé efni úr eftirlitsmyndavélum komið í réttar hendur. Myndin tekin eftir að talningarfólk yfirgaf svæðið Fréttastofa ræddi við umboðsmann eins framboðsins sem fylgdist með á talningastað allt kvöldið. Hann segir að Sonja sé starfsmaður á hótelinu sem hafi séð um að færa starfsfólki við talningu og í kjörstjórn matvæli út nóttina. Hann fullyrðir að myndin sem Sonja tók hafi verið tekin eftir að allir yfirgáfu svæðið. „Vegna þess að ég var síðastur út og síðan horfði ég á Inga Tryggvason, formann kjörstjórnar, gera sig reiðubúinn til að fara líka,“ segir hann. Myndin geti ekki hafa verið tekin fyrir það. Hann segir að það sé sér starfsmannainngangur að salnum „sem ég held að sé ekki hægt að læsa, þetta er held ég meira að segja bara svona sveifluhurð,“ segir umboðsmaðurinn. Þetta tiltekna mál hefur samkvæmt upplýsingum fréttastofu hingað til ekki verið hluti af kæru sem Magnús Davíð Norðdahl undirbýr nú á hendur yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi. Í því máli hefur hann gert alvarlegar athugasemdir hvort tveggja við að atkvæði hafi ekki verið innsigluð samkvæmt lögum og að ráðist hafi verið í endurtalningu án þess að umboðsmenn allra flokka hafi verið viðstaddir þá endurtalningu. Gæti hafa verið tekin að formanni yfirkjörstjórnar viðstöddum Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar, gerir lítið úr málinu í samtali við Vísi. Hann kveðst ekki hafa séð myndina en segir að ef að Sonja standi fyrir framan borð sem er fyrir salnum hafi myndin að öllum líkindum verið tekin í anddyrinu að salnum rétt eftir að talningunni lauk. Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi.Vísir/Tryggvi „Ég var þarna dáldið fram eftir þegar starfsfólk kjörstjórnarinnar var farið heim að ganga frá og svona og það er opið á milli forstofu og gangs á hótelinu og salarins. Starfsfólk hótelsins var einnig eitthvað í þeirri forstofu á meðan ég var að klára og hún gæti vel hafa tekið myndina þá,“ segir hann. Þannig telji hann mynd Sonju ekki alvarlega og segir að hún geri talninguna ekki tortryggilega jafnvel þó það sjáist skýrt á myndum hennar að stutt sé í opna og óinnsiglaða kjörkassa. Fréttin var uppfærð klukkan 14:20 eftir að náðist í Inga.
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Borgarbyggð Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira