Innlent

Hvidovre-sjúkrahúsið hefur sagt upp samningnum um greiningu leghálssýna

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Samningurinn við Hvidovre var með þriggja mánaða uppsagnarákvæði.
Samningurinn við Hvidovre var með þriggja mánaða uppsagnarákvæði. Hvidovre Hospital

Hvidovre-sjúkrahúsið í Danmörku hefur sagt upp samningnum um greiningu leghálssýna frá 1. janúar 2022. Undirbúningur að því að taka við rannsóknunum stendur yfir á Landspítalanum. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þar segir að forsvarsmenn Hvidovre-sjúkrahússins séu reiðubúnir til að framlengja samninginn og það sé til skoðunar hjá heilsugæslunni. Framhaldið muni ráðast af því hvenær Landspítalinn verði tilbúinn til að taka við verkefninu.

Mikil áhersla sé lögð á að engar truflanir verði á skimunum fyrir leghálskrabbameini en að gæði og öryggi séu tryggð á sama tíma.

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu tók við leghálsskimununum um áramótin en þær voru áður á höndum Krabbameinsfélags Íslands. Ekki var gengið frá samningum við Hvidovre fyrr en í febrúar og þá voru fleiri en 2.000 sýni órannsökuð. Þetta varð þess valdandi að margar konur sem sóttu skimun á fyrstu mánuðum ársins biðu í allt að fimm mánuði eftir niðurstöðum.

Eftir mikla gagnrýni frá konum og sérfræðingum var ákveðið að flytja rannsóknirnar aftur heim og stefnt að því að hefja þær á Landspítalanum um áramótin. 


Tengdar fréttir

Yfirlæknar sitja fyrir svörum um breytt fyrirkomulag leghálsskimana

Krabbameinsfélag Íslands býður til opins fundar um nýtt fyrirkomulag leghálsskimana kl. 15 í dag. Á fundinum verður farið yfir verklag leghálsskimana eftir að þær fluttust frá Krabbameinsfélaginu til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Konur sem fóru í skimun í mars bíða enn svara

Þær konur sem beðið hafa lengst eftir svörum vegna leghálsskimunar hafa beðið meira en fjóra mánuði. Konur sem fóru í skimun í lok mars eiga enn eftir að fá niðurstöðu. Þetta kemur fram í svörum Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn Vísis.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.