Innlent

Yfirlæknar sitja fyrir svörum um breytt fyrirkomulag leghálsskimana

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Ágúst Ingi var áður yfir Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Sigríður Dóra er framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni.
Ágúst Ingi var áður yfir Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Sigríður Dóra er framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni.

Krabbameinsfélag Íslands býður til opins fundar um nýtt fyrirkomulag leghálsskimana kl. 15 í dag. Á fundinum verður farið yfir verklag leghálsskimana eftir að þær fluttust frá Krabbameinsfélaginu til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Vísi.

Gestir fundarins eru Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir og forstöðumaður Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, og Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga.

Þegar heilsugæslan tók við skimunarverkefninu um áramótin voru á sama tíma gerðar ýmsar breytingar á fyrirkomulaginu, meðal annars sú að leit að HPV-veirunni varð fyrsta rannsókn hjá stærstum hluta kvenna, í stað frumurannsóknar áður.

Forsvarsmenn heilsugæslunnar hafa gengist við því að breytingarnar hafi ekki verið nógu vel kynntar og þá hefur fjöldi kvenna þurft að bíða marga mánuði eftir niðurstöðum rannsókna vegna ýmissa tafa.

Ágúst og Sigríður munu á fundinum kynna breytt fyrirkomulag og svara þeim spurningum sem brenna á konum.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×