Þrír valdir í argentínska landsliðið þrátt fyrir að landið sé enn á rauðum lista Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. september 2021 07:01 Þrír leikmenn í ensku úrvalsdeildinni hafa verið valdir í 30 manna hóp argentínska landsliðsins sem leikur þrjá leiki í undankeppni HM 2022 í byrjun október. Alexandre Schneider/Getty Images Emiliano Martinez, markvörður Aston Villa, og Giovani Lo Celso og Cristian Romero, leikmenn Tottenham Hotspur, hafa verið valdir í 30 manna hóp argentínska landsliðsins fyrir leiki liðsins í undankeppni HM 2022 í byrjun október. Argentína er enn á rauðum lista bresku ríkisstjórnarinnar, en það þýðir að leikmennirnir þurfa að fara í tíu daga sóttkví við komuna aftur til Englands. Nýjar sóttvarnarreglur í Argentínu gera þeim þó kleift að ferðast til heimalandsins án þess að fara í sóttkví við komuna þangað, ef þeir eru bólusettir og sýna fram á neikvætt kórónuveirupróf. Martinez, Lo Celso og Romero þurftu að fara í sóttkví í síðasta mánuði eftir að hafa tekið þátt í landsliðsverkefni með argentínska landsliðinu, ásamt Emiliano Buendia, samherja Martinez hjá Aston Villa. Lo Celso og Romero fóru þó gegn tilmælum Tottenham, en liðið hafði ekki gefið þeim leyfi til að fara. Argentínska landsliðið leikur gegn Paragvæ, Úrúgvæ og Perú, en leikirnir fara fram dagana 8. til 15. október. Bæði Tottenham og Aston Villa eiga leiki í ensku úrvalsdeildinni helgarnar 16. og 17. október og 23. og 24. október og myndu þessir leikmenn missa af þeim leikjum þar sem að þeir væru í sóttkví. Þá á Tottenham einnig leik í Sambandsdeild Evrópu þann 21. október og því gætu Lo Celso og Romero misst af þremur leikjum fyrir Lundúnaliðið. Fótbolti HM 2022 í Katar Enski boltinn Tengdar fréttir FIFA harmar að leik Brasilíu og Argentínu hafi verið frestað Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, segist sjá eftir þeim atburðum sem áttu sér stað sem leiddu til þess að leikur Brasilíu og Argentínu í undankeppni HM 2022 var flautaður af. 6. september 2021 19:45 Messi skilur ekkert í máli kvöldsins Argentínska stjarnan Lionel Messi var ekki skemmt þegar leik landsliðs hans við Brasilíu í São Paulo var hætt vegna brota liðsfélaga hans á sóttvarnarlögum landsins. 5. september 2021 23:01 Farsakennd atburðarrás í Brasilíu | Þremur byrjunarliðsmönnum skipað í sóttkví Leikur Brasilíu og Argentínu í undankeppni HM sem fram fer í São Paulo í Brasilíu var stöðvaður snemma leiks vegna brasilískra heilbrigðisstarfsmanna. Þeir segja fjóra leikmenn Argentínu vera að brjóta sóttvarnarlög. Leiknum hefur verið frestað um óákveðinn tíma. 5. september 2021 19:46 Rifist um argentínsku landsliðsmennina | Gætu misst af tveimur leikjum í deildinni Tottenham Hotspur og Aston Villa eiga í deilum við argentínska knattspyrnusambandið vegna leikmanna liðanna sem eru í landsliðshópi Argentínu. Leikmennirnir eiga á hættu að missa af næstu tveimur deildarleikjum með liðum sínum. 3. september 2021 22:02 Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Sjá meira
Argentína er enn á rauðum lista bresku ríkisstjórnarinnar, en það þýðir að leikmennirnir þurfa að fara í tíu daga sóttkví við komuna aftur til Englands. Nýjar sóttvarnarreglur í Argentínu gera þeim þó kleift að ferðast til heimalandsins án þess að fara í sóttkví við komuna þangað, ef þeir eru bólusettir og sýna fram á neikvætt kórónuveirupróf. Martinez, Lo Celso og Romero þurftu að fara í sóttkví í síðasta mánuði eftir að hafa tekið þátt í landsliðsverkefni með argentínska landsliðinu, ásamt Emiliano Buendia, samherja Martinez hjá Aston Villa. Lo Celso og Romero fóru þó gegn tilmælum Tottenham, en liðið hafði ekki gefið þeim leyfi til að fara. Argentínska landsliðið leikur gegn Paragvæ, Úrúgvæ og Perú, en leikirnir fara fram dagana 8. til 15. október. Bæði Tottenham og Aston Villa eiga leiki í ensku úrvalsdeildinni helgarnar 16. og 17. október og 23. og 24. október og myndu þessir leikmenn missa af þeim leikjum þar sem að þeir væru í sóttkví. Þá á Tottenham einnig leik í Sambandsdeild Evrópu þann 21. október og því gætu Lo Celso og Romero misst af þremur leikjum fyrir Lundúnaliðið.
Fótbolti HM 2022 í Katar Enski boltinn Tengdar fréttir FIFA harmar að leik Brasilíu og Argentínu hafi verið frestað Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, segist sjá eftir þeim atburðum sem áttu sér stað sem leiddu til þess að leikur Brasilíu og Argentínu í undankeppni HM 2022 var flautaður af. 6. september 2021 19:45 Messi skilur ekkert í máli kvöldsins Argentínska stjarnan Lionel Messi var ekki skemmt þegar leik landsliðs hans við Brasilíu í São Paulo var hætt vegna brota liðsfélaga hans á sóttvarnarlögum landsins. 5. september 2021 23:01 Farsakennd atburðarrás í Brasilíu | Þremur byrjunarliðsmönnum skipað í sóttkví Leikur Brasilíu og Argentínu í undankeppni HM sem fram fer í São Paulo í Brasilíu var stöðvaður snemma leiks vegna brasilískra heilbrigðisstarfsmanna. Þeir segja fjóra leikmenn Argentínu vera að brjóta sóttvarnarlög. Leiknum hefur verið frestað um óákveðinn tíma. 5. september 2021 19:46 Rifist um argentínsku landsliðsmennina | Gætu misst af tveimur leikjum í deildinni Tottenham Hotspur og Aston Villa eiga í deilum við argentínska knattspyrnusambandið vegna leikmanna liðanna sem eru í landsliðshópi Argentínu. Leikmennirnir eiga á hættu að missa af næstu tveimur deildarleikjum með liðum sínum. 3. september 2021 22:02 Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Sjá meira
FIFA harmar að leik Brasilíu og Argentínu hafi verið frestað Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, segist sjá eftir þeim atburðum sem áttu sér stað sem leiddu til þess að leikur Brasilíu og Argentínu í undankeppni HM 2022 var flautaður af. 6. september 2021 19:45
Messi skilur ekkert í máli kvöldsins Argentínska stjarnan Lionel Messi var ekki skemmt þegar leik landsliðs hans við Brasilíu í São Paulo var hætt vegna brota liðsfélaga hans á sóttvarnarlögum landsins. 5. september 2021 23:01
Farsakennd atburðarrás í Brasilíu | Þremur byrjunarliðsmönnum skipað í sóttkví Leikur Brasilíu og Argentínu í undankeppni HM sem fram fer í São Paulo í Brasilíu var stöðvaður snemma leiks vegna brasilískra heilbrigðisstarfsmanna. Þeir segja fjóra leikmenn Argentínu vera að brjóta sóttvarnarlög. Leiknum hefur verið frestað um óákveðinn tíma. 5. september 2021 19:46
Rifist um argentínsku landsliðsmennina | Gætu misst af tveimur leikjum í deildinni Tottenham Hotspur og Aston Villa eiga í deilum við argentínska knattspyrnusambandið vegna leikmanna liðanna sem eru í landsliðshópi Argentínu. Leikmennirnir eiga á hættu að missa af næstu tveimur deildarleikjum með liðum sínum. 3. september 2021 22:02