Messi skilur ekkert í máli kvöldsins Valur Páll Eiríksson skrifar 5. september 2021 23:01 Mikið gekk á. MB Media/Getty Images Argentínska stjarnan Lionel Messi var ekki skemmt þegar leik landsliðs hans við Brasilíu í São Paulo var hætt vegna brota liðsfélaga hans á sóttvarnarlögum landsins. Leikur Brasilíu og Argentínu var stöðvaður eftir rúmlega sex mínútna leik þegar starfsmenn heilbrigðisyfirvalda komu inn á völlinn ásamt lögreglumönnum til að skikka þrjá byrjunarliðsmenn Argentínu í sóttkví, auk eins sem var utan leikmannahóps liðsins. Samkvæmt sóttvarnarreglum í Brasilíu ber þeim sem koma frá Bretlandi að fara í sóttkví við komu til landsins. Giovani Lo Celso og Cristian Romero, úr Tottenham, og Emiliano Martínez og Emiliano Buendía, úr Aston Villa, áttu því að fara í sóttkví við komuna til Brasilíu. Heilbrigðisyfirvöld skipuðu þeim að yfirgefa landið í kvöld. Lionel Messi to Brazilian health officials: "It's an embarrassment. We have been in Brazil for 3 days and nothing happened."— Roy Nemer (@RoyNemer) September 5, 2021 Leiknum var aflýst vegna málsins og frestað um óákveðinn tíma. Erlendir miðlar greina frá því að Messi, sem er fyrirliði Argentínu, hafi ekkert skilið í þessu og spurt af hverju heilbrigðisyfirvöld hafi beðið svo lengi með að aðhafast í málinu. „Þetta er skammarlegt. Við höfum verið í Brasilíu í þrjá daga án þess að nokkuð hafi gerst. Af hverju gerið þið þetta núna?“ er haft eftir Messi. Sú fullyrðing á hins vegar ekki við rök að styðjast, Argentínumenn hafi verið ósamvinnuþýðir brasilískum stjórnvöldum sem hafi leitt til þess að mál fóru á þann veg. Brasilískir miðlar greina frá því að fjórmenningarnir hafi logið því við landamærin að hafa ekki verið í Englandi nýverið. Heilbrigðisyfirvöld í Brasilíu hafi svo verið látin vita af því í morgun og strax hafi verið haft samband við argentínsk knattspyrnuyfirvöld. Knattspyrnuyfirvöld Argentínu og Brasilíu hafi ásamt Concacaf, knattspyrnusambandi Suður-Ameríku, komist að samkomulagi um undanþágu vegna leikmannanna og þeir hafi því mátt spila leikinn. Heilbrigðisyfirvöld tóku það ekki í mál og segja fréttir frá Brasilíu að fulltrúar þeirra hafi einfaldlega komið seint á völlinn vegna mikillar umferðar í borginni í kringum leikinn. Við komuna hafi þeim verið sagt frá samkomulagi knattspyrnusambandanna, þegar leikurinn var við það að hefjast, en tekið var fyrir þá ákvörðun og leikmennirnir skikkaðir í sóttkví. HM 2022 í Katar Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Leikur Brasilíu og Argentínu var stöðvaður eftir rúmlega sex mínútna leik þegar starfsmenn heilbrigðisyfirvalda komu inn á völlinn ásamt lögreglumönnum til að skikka þrjá byrjunarliðsmenn Argentínu í sóttkví, auk eins sem var utan leikmannahóps liðsins. Samkvæmt sóttvarnarreglum í Brasilíu ber þeim sem koma frá Bretlandi að fara í sóttkví við komu til landsins. Giovani Lo Celso og Cristian Romero, úr Tottenham, og Emiliano Martínez og Emiliano Buendía, úr Aston Villa, áttu því að fara í sóttkví við komuna til Brasilíu. Heilbrigðisyfirvöld skipuðu þeim að yfirgefa landið í kvöld. Lionel Messi to Brazilian health officials: "It's an embarrassment. We have been in Brazil for 3 days and nothing happened."— Roy Nemer (@RoyNemer) September 5, 2021 Leiknum var aflýst vegna málsins og frestað um óákveðinn tíma. Erlendir miðlar greina frá því að Messi, sem er fyrirliði Argentínu, hafi ekkert skilið í þessu og spurt af hverju heilbrigðisyfirvöld hafi beðið svo lengi með að aðhafast í málinu. „Þetta er skammarlegt. Við höfum verið í Brasilíu í þrjá daga án þess að nokkuð hafi gerst. Af hverju gerið þið þetta núna?“ er haft eftir Messi. Sú fullyrðing á hins vegar ekki við rök að styðjast, Argentínumenn hafi verið ósamvinnuþýðir brasilískum stjórnvöldum sem hafi leitt til þess að mál fóru á þann veg. Brasilískir miðlar greina frá því að fjórmenningarnir hafi logið því við landamærin að hafa ekki verið í Englandi nýverið. Heilbrigðisyfirvöld í Brasilíu hafi svo verið látin vita af því í morgun og strax hafi verið haft samband við argentínsk knattspyrnuyfirvöld. Knattspyrnuyfirvöld Argentínu og Brasilíu hafi ásamt Concacaf, knattspyrnusambandi Suður-Ameríku, komist að samkomulagi um undanþágu vegna leikmannanna og þeir hafi því mátt spila leikinn. Heilbrigðisyfirvöld tóku það ekki í mál og segja fréttir frá Brasilíu að fulltrúar þeirra hafi einfaldlega komið seint á völlinn vegna mikillar umferðar í borginni í kringum leikinn. Við komuna hafi þeim verið sagt frá samkomulagi knattspyrnusambandanna, þegar leikurinn var við það að hefjast, en tekið var fyrir þá ákvörðun og leikmennirnir skikkaðir í sóttkví.
HM 2022 í Katar Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira