Erlent

Afganskir karlmenn mega ekki lengur láta skerða skegg sitt

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Nú mega afganskir karlmenn ekki lengur láta raka af sér skeggið. Það þarf vart að taka það fram að myndin er gömul.
Nú mega afganskir karlmenn ekki lengur láta raka af sér skeggið. Það þarf vart að taka það fram að myndin er gömul. epa

Talíbanar í Helmand héraði í Afganistan hafa gefið út skipanir þess efnis að rakarar í héraðinu megi héðan í frá ekki skerða skegg karlmanna. Talíbanar segja slíka iðju vera á skjön við íslömsk lög og að þeim sem brjóta þau lög verði refsað.

Rakarar í höfuðborginni Kabúl hafa einnig fengið slík tilmæli. 

Síðast þegar talíbanar komust til valda í landinu var svipuðum reglum komið á en leiðtogar talíbana hafa reynt að sannfæra alþjóðasamfélagið um að stjórn þeirra nú verði mildari en áður var og að aftökur verði til að mynda ekki framkvæmdar fyrir opnum tjöldum eins og tíðkaðist.

Margir leggja þó litla trú á slíkar yfirlýsingar og um helgina voru fjórir menn sem talíbanar sökuðu um mannrán skotnir til bana og lík þeirra hengd upp sem víti til varnaðar í Herat héraði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×