Innlent

Loka­­­tölur úr Suð­vestur­­­kjör­­­dæmi: Fram­­sókn bætir við sig manni

Atli Ísleifsson skrifar
Willum Þór Þórsson er oddviti Framsóknar í suðvesturkjördæmi.
Willum Þór Þórsson er oddviti Framsóknar í suðvesturkjördæmi. Vísir/Vilhelm

Sjálfstæðisflokkurinn nær inn fjórum kjördæmakjörnum mönnum í Suðvesturkjördæmi, en lokatölur úr kjördæminu bárust um klukkan 8:50 í morgun. Framsókn bætir við sig öðrum kjördæmakjörnum manni og Vinstri græn missa einn kjördæmakjörinn þingmann.

Bjarni áfram fyrstur

Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 30,2 prósent atkvæða og Framsókn nærri tvöfaldar fylgi sitt í kjördæminu, fékk 14,5 prósent atkvæða og tvo kjördæmakjörna þingmenn. 

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er sem fyrr fyrsti þingmaður kjördæmisins. Aðrir kjördæmakjörnir þingmenn flokksins eru Jón Gunnarsson, Bryndís Haraldsdóttir og Óli Björn Kárason.

Viðreisn nær tveimur

Vinstri græn er þriðji stærsti flokkurinn í kjördæminu, fær 12,1 prósent atkvæða. Viðreisn fær 11,4 prósent atkvæða. Guðmundur Ingi Guðbrandsson og er eini þingmaður VG í kjördæminu en Viðreisn nær inn tveimur; Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Sigmar Guðmundsson sem nær inn sem jöfnunarþingmaður.

Píratar ná sömuleiðis inn tveimur þingmönnum - þeim Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur sem er kjördæmakjörin og Gísla Rafn Ólafsson sem fær annað jöfnunarþingsætið. 

Þórunn Sveinbjarnardóttir er eini þingmaður Samfylkingarinnar sem missir töluvert fylgi á milli kosninga í kjördæminu.

Eftir að lokatölur höfðu verið kynntar í öllum kjördæmum um klukkan níu í morgun var Karl Gauti Hjaltason, Miðflokki, annar jöfnunarþingmanna kjördæmisins ásamt Sigmari Guðmundssyni, Viðreisn. Eftir að niðurstaða endurtalningar í Norðvesturkjördæmi var kynnt síðdegis í dag varð hins vegar ljóst að Gísli Rafn Ólafsson fengi annað jöfnunarþingsætið í stað Karls Gauta.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Lokatölur úr Reykjavík norður: Ásmundur Einar þingmaður í Reykjavík

Ásmundur Einar Daðason er nýr þingmaður Reykvíkinga eftir eftir stórbætingu flokksins frá því í kosningunum fyrir fjórum árum. Framsókn fékk 5,3 prósenta fylgi í kjördæminu fyrir fjórum árum en 12,3 prósent í ár. Um er að ræða langþráðan þingmann flokksins í kjördæminu. Píratar náðu tveimur mönnum inn á þing í kjördæminu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.