Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin, fagnaðarlætin og þegar Víkingar hófu bikarinn á loft

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Leikmenn Víkings fögnuðu vel og innilega þegar að Íslandsmeistaratitillinn var í höfn.
Leikmenn Víkings fögnuðu vel og innilega þegar að Íslandsmeistaratitillinn var í höfn. Vísir/Hulda Margrét

Víkingur Reykjavík varð í gær Íslandsmeistari í knattspyrnu í fyrsta skipti í 30 ár eftir 2-0 sigur gegn Leikni í lokaumferð Pepsi Max deildar karla.

Markahæsti maður deildarinnar, Nikolaj Hansen, kom Víkingum á bragðið eftir tæplega hálftíma leik þegar hann stangaði fyrirgjöf Kristals Mána Ingasonar í netið.

Hansen var svo aftur á ferðinni þegar hann lagði upp seinna mark leiksins fyrir Erling Agnarsson sjö mínútum seinna eftir að Leiknismenn höfði tapað boltanum klaufalega á eigin vallarhelmingi.

Ekki urðu mörkin fleiri, en í leikslok brutust út mikil fagnaðarlæti meðal stuðningsmanna Víkings sem streymdu inn á völlinn til að fagna fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins í knattspyrnu í 30 ár.

Sjón er sögu ríkari, en í spilaranum hér fyrir neðan má sjá mörkin, fagnaðarlætin og þegar að Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkings, hóf bikarinn á loft.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×