Óskar Hrafn og Halldór framlengja í Kópavoginum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. september 2021 23:02 Halldór Árnason og Óskar Hrafn Þorvaldsson verða áfram í Kópavogi. VÍSIR/VILHELM Óskar Hrafn Þorvaldsson og Halldór Árnason hafa framlengt samninga sína við Breiðablik. Eru þeir nú samningsbundnir næstu fjögur árin. Þetta kemur fram á vef Breiðabliks. Óskar Hrafn og Halldór tóku við Breiðabliki fyrir síðasta tímabil. Þegar Íslandsmótið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins var liðið í 4. sæti. Nú þegar aðeins ein umferð er eftir af Íslandsmótinu á Breiðablik enn möguleika á að verða Íslandsmeistari þó svo að liðið þurfi að treysta á að Leiknir Reykjavík steli allavega stigi gegn Víkingum í Fossvogi. Óskar og Halldór framlengja https://t.co/coA2xBEEpJ— Blikar.is (@blikar_is) September 24, 2021 „Óskar Hrafn Þorvaldsson, aðalþjálfarari meistaraflokks karla, hefur í dag skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við félagið. Óskar hefur stýrt liðinu frá árinu 2019 en mikil ánægja hefur ríkt með störf hans á þeim tveimur árum sem hann hefur verið við stjórnvölinn,“ segir á vef Blika. „Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla, hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við félagið. Mikil ánægja hefur ríkt með störf Halldórs hjá félaginu en auk þess að vera aðstoðarþjálfari meistaraflokks hefur hann sinnt þjálfun yngri iðkenda,“ segir einnig í frétt Blika. Breiðablik mætir HK í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 14.00. Heimamenn geta orðið Íslandsmeistari og HK fallið svo það má segja að það sé allt undir í Kópavogi á morgun. Stöð 2 Sport verður með veglega dagskrá á morgun. Upphitun Pepsi Max stúkunnar hefst klukkan 13:00 og hægt verður að fylgjast með öllum leikjunum samtímis í þættinum. Þá verða allir leikirnir í lokaumferðinni sýndir beint og klukkan 20:00 er svo komið að uppgjörsþætti. Nánari upplýsingar um dagskrá morgundagsins má sjá með því að smella hér. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Breiðablik og HK án mikilvægra leikmanna í Kópavogsslagnum Breiðablik og HK verða án mikilvægra leikmanna í Kópavogsslagnum í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla á morgun. 24. september 2021 17:01 Fimmta sinn í sögu tólf liða deildar sem titillinn vinnst í lokaumferðinni Úrslitin ráðast í Pepsi Max deild karla í lokaumferðinni á morgun en það er ekki á hverju ári sem Íslandsmeistaratitilinn vinnst ekki fyrr en í síðasta leik. 24. september 2021 15:31 „Væri ekkert leiðinlegur dagur ef ég yrði Íslandsmeistari og kæmist inn á þing“ Gísli Eyjólfsson verður í þeirri erfiðu stöðu að þurfa að fylgjast með samherjum sínum í Breiðabliki úr stúkunni í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar. Morgundagurinn verður viðburðarríkur fyrir Gísla en hann er einnig í framboði til Alþingis þótt hann sé ekki beint í baráttusæti. 24. september 2021 14:45 Víkingar hafa aldrei unnið Leiknismenn í efstu deild Víkingur verður Íslandsmeistari í knattspyrnu á morgun ef liðið vinnur lokaleik sinn á móti Leikni. Það hafa Víkingar þó aldrei afrekað áður í sögunni í deild þeirra bestu. 24. september 2021 14:16 Bikarinn verður miðja vegu á milli Víkinnar og Smárans Íslandsmeistarabikarinn fer annað hvort á loft á Víkingsvelli eða Kópavogsvelli. Á meðan leikjunum í lokaumferðinni í Pepsi Max-deild karla verður bikarinn í vörslu starfsmanns KSÍ á miðlægum stað. 24. september 2021 14:00 Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Fleiri fréttir Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Sjá meira
Óskar Hrafn og Halldór tóku við Breiðabliki fyrir síðasta tímabil. Þegar Íslandsmótið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins var liðið í 4. sæti. Nú þegar aðeins ein umferð er eftir af Íslandsmótinu á Breiðablik enn möguleika á að verða Íslandsmeistari þó svo að liðið þurfi að treysta á að Leiknir Reykjavík steli allavega stigi gegn Víkingum í Fossvogi. Óskar og Halldór framlengja https://t.co/coA2xBEEpJ— Blikar.is (@blikar_is) September 24, 2021 „Óskar Hrafn Þorvaldsson, aðalþjálfarari meistaraflokks karla, hefur í dag skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við félagið. Óskar hefur stýrt liðinu frá árinu 2019 en mikil ánægja hefur ríkt með störf hans á þeim tveimur árum sem hann hefur verið við stjórnvölinn,“ segir á vef Blika. „Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla, hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við félagið. Mikil ánægja hefur ríkt með störf Halldórs hjá félaginu en auk þess að vera aðstoðarþjálfari meistaraflokks hefur hann sinnt þjálfun yngri iðkenda,“ segir einnig í frétt Blika. Breiðablik mætir HK í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 14.00. Heimamenn geta orðið Íslandsmeistari og HK fallið svo það má segja að það sé allt undir í Kópavogi á morgun. Stöð 2 Sport verður með veglega dagskrá á morgun. Upphitun Pepsi Max stúkunnar hefst klukkan 13:00 og hægt verður að fylgjast með öllum leikjunum samtímis í þættinum. Þá verða allir leikirnir í lokaumferðinni sýndir beint og klukkan 20:00 er svo komið að uppgjörsþætti. Nánari upplýsingar um dagskrá morgundagsins má sjá með því að smella hér. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Breiðablik og HK án mikilvægra leikmanna í Kópavogsslagnum Breiðablik og HK verða án mikilvægra leikmanna í Kópavogsslagnum í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla á morgun. 24. september 2021 17:01 Fimmta sinn í sögu tólf liða deildar sem titillinn vinnst í lokaumferðinni Úrslitin ráðast í Pepsi Max deild karla í lokaumferðinni á morgun en það er ekki á hverju ári sem Íslandsmeistaratitilinn vinnst ekki fyrr en í síðasta leik. 24. september 2021 15:31 „Væri ekkert leiðinlegur dagur ef ég yrði Íslandsmeistari og kæmist inn á þing“ Gísli Eyjólfsson verður í þeirri erfiðu stöðu að þurfa að fylgjast með samherjum sínum í Breiðabliki úr stúkunni í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar. Morgundagurinn verður viðburðarríkur fyrir Gísla en hann er einnig í framboði til Alþingis þótt hann sé ekki beint í baráttusæti. 24. september 2021 14:45 Víkingar hafa aldrei unnið Leiknismenn í efstu deild Víkingur verður Íslandsmeistari í knattspyrnu á morgun ef liðið vinnur lokaleik sinn á móti Leikni. Það hafa Víkingar þó aldrei afrekað áður í sögunni í deild þeirra bestu. 24. september 2021 14:16 Bikarinn verður miðja vegu á milli Víkinnar og Smárans Íslandsmeistarabikarinn fer annað hvort á loft á Víkingsvelli eða Kópavogsvelli. Á meðan leikjunum í lokaumferðinni í Pepsi Max-deild karla verður bikarinn í vörslu starfsmanns KSÍ á miðlægum stað. 24. september 2021 14:00 Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Fleiri fréttir Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Sjá meira
Breiðablik og HK án mikilvægra leikmanna í Kópavogsslagnum Breiðablik og HK verða án mikilvægra leikmanna í Kópavogsslagnum í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla á morgun. 24. september 2021 17:01
Fimmta sinn í sögu tólf liða deildar sem titillinn vinnst í lokaumferðinni Úrslitin ráðast í Pepsi Max deild karla í lokaumferðinni á morgun en það er ekki á hverju ári sem Íslandsmeistaratitilinn vinnst ekki fyrr en í síðasta leik. 24. september 2021 15:31
„Væri ekkert leiðinlegur dagur ef ég yrði Íslandsmeistari og kæmist inn á þing“ Gísli Eyjólfsson verður í þeirri erfiðu stöðu að þurfa að fylgjast með samherjum sínum í Breiðabliki úr stúkunni í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar. Morgundagurinn verður viðburðarríkur fyrir Gísla en hann er einnig í framboði til Alþingis þótt hann sé ekki beint í baráttusæti. 24. september 2021 14:45
Víkingar hafa aldrei unnið Leiknismenn í efstu deild Víkingur verður Íslandsmeistari í knattspyrnu á morgun ef liðið vinnur lokaleik sinn á móti Leikni. Það hafa Víkingar þó aldrei afrekað áður í sögunni í deild þeirra bestu. 24. september 2021 14:16
Bikarinn verður miðja vegu á milli Víkinnar og Smárans Íslandsmeistarabikarinn fer annað hvort á loft á Víkingsvelli eða Kópavogsvelli. Á meðan leikjunum í lokaumferðinni í Pepsi Max-deild karla verður bikarinn í vörslu starfsmanns KSÍ á miðlægum stað. 24. september 2021 14:00