„Væri ekkert leiðinlegur dagur ef ég yrði Íslandsmeistari og kæmist inn á þing“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. september 2021 14:45 Gísli Eyjólfsson hefur leikið sinn síðasta leik á þessu tímabili. vísir/Hafliði Breiðfjörð Gísli Eyjólfsson verður í þeirri erfiðu stöðu að þurfa að fylgjast með samherjum sínum í Breiðabliki úr stúkunni í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar. Morgundagurinn verður viðburðarríkur fyrir Gísla en hann er einnig í framboði til Alþingis þótt hann sé ekki beint í baráttusæti. Gísli fékk sitt fjórða gula spjald á tímabilinu þegar Breiðablik laut í lægra haldi fyrir FH, 1-0, í 21. umferð Pepsi Max-deildarinnar á sunnudaginn. Hann verður því í banni gegn HK í lokaumferðinni á morgun. „Það er alltaf leiðinlegt þegar maður getur ekki tekið þátt. Það er erfiðara að horfa á heldur og manni líður alltaf betur inni á vellinum,“ sagði Gísli í samtali við Vísi. Eftir úrslit síðustu umferðar eru Blikar ekki lengur með örlögin í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í sínum höndum. Breiðablik er með 44 stig í 2. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir toppliði Víkings sem mætir Leikni á morgun. Blikar þurfa því á aðstoð Breiðhyltinga að halda. Gísli vonast til að Leiknismenn rétti Blikum hjálparhönd en segir að það stoði lítt að hugsa um hluti sem þeir stjórna ekki. „Við pælum ekki alltof mikið í þeim leik heldur aðallega að okkar leik. Það er það eina sem við getum stjórnað. Þetta fer bara eins og það fer. Það væri samt gaman ef Leiknismenn gætu strítt Víkingum aðeins,“ sagði Gísli. Auk þess að fá gult spjald gegn FH tognaði Gísli á ökkla í leiknum í Kaplakrika. Hann var tekinn af velli á 59. mínútu vegna meiðslanna. „Ég fann að ökklinn virkaði ekki en vildi ekki fara út af. En svo átti ég ekki möguleika því ökklinn var ónýtur. Og þá vissi ég að tímabilið var búið hjá mér.“ Gísli skoraði fimm mörk í tuttugu deildarleikjum í sumar.vísir/Hulda Margrét Auk þess að spila fótbolta er Gísli á lista Sjálfsstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar á morgun. „Það er gaman að prófa eitthvað nýtt og taka þátt í einhverju nýju,“ sagði Gísli sem er í 12. sæti á listanum í Kraganum. Þingsæti er því ansi fjarlægur möguleiki. En Gísli vonast eftir að morgundagurinn verði góður. „Það væri ekkert leiðinlegur dagur ef ég yrði Íslandsmeistari og kæmist inn á þing,“ sagði Gísli hlæjandi að lokum. Stöð 2 Sport verður með veglega dagskrá á morgun. Upphitun Pepsi Max stúkunnar hefst klukkan 13:00 og hægt verður að fylgjast með öllum leikjunum samtímis í þættinum. Þá verða allir leikirnir í lokaumferðinni sýndir beint og klukkan 20:00 er svo komið að uppgjörsþætti. Nánari upplýsingar um dagskrá morgundagsins má sjá með því að smella hér. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira
Gísli fékk sitt fjórða gula spjald á tímabilinu þegar Breiðablik laut í lægra haldi fyrir FH, 1-0, í 21. umferð Pepsi Max-deildarinnar á sunnudaginn. Hann verður því í banni gegn HK í lokaumferðinni á morgun. „Það er alltaf leiðinlegt þegar maður getur ekki tekið þátt. Það er erfiðara að horfa á heldur og manni líður alltaf betur inni á vellinum,“ sagði Gísli í samtali við Vísi. Eftir úrslit síðustu umferðar eru Blikar ekki lengur með örlögin í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í sínum höndum. Breiðablik er með 44 stig í 2. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir toppliði Víkings sem mætir Leikni á morgun. Blikar þurfa því á aðstoð Breiðhyltinga að halda. Gísli vonast til að Leiknismenn rétti Blikum hjálparhönd en segir að það stoði lítt að hugsa um hluti sem þeir stjórna ekki. „Við pælum ekki alltof mikið í þeim leik heldur aðallega að okkar leik. Það er það eina sem við getum stjórnað. Þetta fer bara eins og það fer. Það væri samt gaman ef Leiknismenn gætu strítt Víkingum aðeins,“ sagði Gísli. Auk þess að fá gult spjald gegn FH tognaði Gísli á ökkla í leiknum í Kaplakrika. Hann var tekinn af velli á 59. mínútu vegna meiðslanna. „Ég fann að ökklinn virkaði ekki en vildi ekki fara út af. En svo átti ég ekki möguleika því ökklinn var ónýtur. Og þá vissi ég að tímabilið var búið hjá mér.“ Gísli skoraði fimm mörk í tuttugu deildarleikjum í sumar.vísir/Hulda Margrét Auk þess að spila fótbolta er Gísli á lista Sjálfsstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar á morgun. „Það er gaman að prófa eitthvað nýtt og taka þátt í einhverju nýju,“ sagði Gísli sem er í 12. sæti á listanum í Kraganum. Þingsæti er því ansi fjarlægur möguleiki. En Gísli vonast eftir að morgundagurinn verði góður. „Það væri ekkert leiðinlegur dagur ef ég yrði Íslandsmeistari og kæmist inn á þing,“ sagði Gísli hlæjandi að lokum. Stöð 2 Sport verður með veglega dagskrá á morgun. Upphitun Pepsi Max stúkunnar hefst klukkan 13:00 og hægt verður að fylgjast með öllum leikjunum samtímis í þættinum. Þá verða allir leikirnir í lokaumferðinni sýndir beint og klukkan 20:00 er svo komið að uppgjörsþætti. Nánari upplýsingar um dagskrá morgundagsins má sjá með því að smella hér. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira