Enski boltinn

Ó­sáttur með slaka byrjun og sagði sína menn hafa átt að fá víta­spyrnu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Solskjær brjálaður á hliðarlínunni á meðan David Moyes horfi rspakur á.
Solskjær brjálaður á hliðarlínunni á meðan David Moyes horfi rspakur á. Alex Livesey/Getty Images

Ole Gunnar Solskjær var ekki sáttur með slaka byrjun sinna manna er Manchester United tapaði 0-1 gegn West Ham United á heimavelli í enska deildarbikarnum í kvöld.

„Okkur vantaði mark. Enn og aftur byrjum við leikinn illa, það þarf að lagfæra það. Þeir skora en eftir það spiluðum við vel á löngum köflum. Við reyndum en tölfræðin skiptir engu máli, þegar þú átti 27 skot þá veistu að strákarnir reyndu,“ sagði Solskjær í viðtali við Sky Sports að leik loknum.

„Við byggðum upp góða pressa, Mason Greenwood kom inn á og átti góðan leik en stundum kemur því miður ekkert út úr því. Greenwood kom vel inn í leikinn, var ferskur og beittur en það var aðeins of lítið of seint. Síðustu sex eða sjö mínúturnar hentum við eldhúsvaskinum í þá og þeir hefðu getað skorað tvö.“

„Ég vill ekki segja of mikið en Jesse Lingard átti að fá víti.“

„Maður vill alltaf fara áfram en þetta er langt tímabil og get ekki sakað strákana um að reyna ekki. Þetta er langt tímabil og við eigum nokkra stóra leiki framundan. Við munum halda áfram að gera það sem við erum að gera og reyna ná úrslitum. Við erum dottnir út úr þessum bikar og það er ekki frábært en við munum nú einbeita okkur að laugardeginum,“ sagði Solskjær að lokum.


Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.