Hamrarnir hefndu fyrir tapið um helgina og eru komnir á­fram

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ryan Fredericks lagði upp sigmark West Ham en þurfti að fara meiddur út af í kjölfarið.
Ryan Fredericks lagði upp sigmark West Ham en þurfti að fara meiddur út af í kjölfarið. Alex Pantling/Getty Images

West Ham United vann 1-0 útisigur á Manchester United er liðin mættust í enska deildarbikarnum í kvöld. Þar með sannast gamalkunna kvæðið að lið geti ekki unnið sama mótherja er liðin mætast tvisvar í röð í tveimur mismunandi keppnum.

Manuel Lanzini kom gestunum frá Lundúnum yfir á 9. mínútu leiksins eftir frábæran sprett Ryan Fredericks. Varnarleikur Alex Telles og Donny van de Beek var hins vegar ekki til útflutnings.

Ole Gunnar Solskjær gerði 11 breytingar á byrjunarliði sínu frá leik liðanna í deildinni en þegar líða tók á leikinn skipti hann Mason Greenwood, Bruno Fernandes og Anthony Elanga.

Þó svo að að Man Utd hafi komist í fín færi í síðari hálfleik fundu þeir aldrei almennilega glufu á vörn gestanna. 

Alls áttu heimamenn 26 skot í leiknum, aðeins sex af þeim rötuðu á markið. Fór það því þannig að West Ham vann 1-0 og er komið áfram. Var þetta fyrsti sigur liðsins á Old Trafford í Manchester frá árinu 2007.


Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.