Sagði að ungir varnarmenn City hefðu lært mikið af því að mæta goðsögninni hjá Wycombe Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2021 16:31 Ungir varnarmenn Manchester City þurftu að hafa mikið fyrir því að stöðva Adebayo Akinfenwa, framherja Wycombe Wanderers. getty/Matt McNulty Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hrósaði framherja Wycombe Wanderers í hástert eftir leik liðanna í 3. umferð enska deildabikarsins í gær. City lenti undir á 22. mínútu en svaraði með sex mörkum og vann öruggan sigur, 6-1. Riyad Mahrez skoraði tvö mörk fyrir Englandsmeistaranna og þeir Kevin de Bruyne, Phil Foden, Ferran Torres og Cole Palmer sitt markið hver. Eftir leikinn jós Guardiola Adebayo Akinfenwa, framherja Wycombe, lofi og sagði að ungir varnarmenn City hefðu lært mikið á að mæta honum. „Þeir mættu einni af goðsögnunum í enska boltanum. Það besta fyrir þá og þeirra þróun væri að spila við hann í hverri viku. Það var mér mikil ánægja að hitta hann,“ sagði Guardiola. Akinfenwa, sem er 39 ára, hefur komið víða við á löngum ferli en leikið með Wycombe síðan 2016. Hann er tröll að burðum og þekktur fyrir að vera gríðarsterkur. Sagan segir að hann geti lyft 180 kg í bekkpressu. Guardiola tefldi fram fjórum unglingum í vörninni í leiknum í gær; CJ Egan-Riley, Finley Burns, Luke Mbete og Josh Wilson-Esbrand. Þeir þrír fyrstnefndu eru fæddir 2003 en sá síðastnefndi 2002. Enginn þeirra var fæddur þegar Akinfenwa lék sinn fyrsta leik sem atvinnumaður. Guardiola hrósaði fjórmenningunum fyrir frammistöðuna í leiknum í gær. „Þetta er ekki auðvelt en þeir gerðu þetta vel. Við förum yfir leikinn með þeim og sýnum þeim hvernig þeir geta leyst vandamálin. En þeir stóðu sig vel, allir sem einn,“ sagði Guardiola sem hefur stýrt City til sigurs í deildabikarnum undanfarin þrjú ár. Akinfenwa og félagar hans í Wycombe eru í 5. sæti ensku C-deildarinnar með fjórtán stig eftir átta leiki. Wycombe endaði í neðsta sæti B-deildarinnar á síðasta tímabili. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira
City lenti undir á 22. mínútu en svaraði með sex mörkum og vann öruggan sigur, 6-1. Riyad Mahrez skoraði tvö mörk fyrir Englandsmeistaranna og þeir Kevin de Bruyne, Phil Foden, Ferran Torres og Cole Palmer sitt markið hver. Eftir leikinn jós Guardiola Adebayo Akinfenwa, framherja Wycombe, lofi og sagði að ungir varnarmenn City hefðu lært mikið á að mæta honum. „Þeir mættu einni af goðsögnunum í enska boltanum. Það besta fyrir þá og þeirra þróun væri að spila við hann í hverri viku. Það var mér mikil ánægja að hitta hann,“ sagði Guardiola. Akinfenwa, sem er 39 ára, hefur komið víða við á löngum ferli en leikið með Wycombe síðan 2016. Hann er tröll að burðum og þekktur fyrir að vera gríðarsterkur. Sagan segir að hann geti lyft 180 kg í bekkpressu. Guardiola tefldi fram fjórum unglingum í vörninni í leiknum í gær; CJ Egan-Riley, Finley Burns, Luke Mbete og Josh Wilson-Esbrand. Þeir þrír fyrstnefndu eru fæddir 2003 en sá síðastnefndi 2002. Enginn þeirra var fæddur þegar Akinfenwa lék sinn fyrsta leik sem atvinnumaður. Guardiola hrósaði fjórmenningunum fyrir frammistöðuna í leiknum í gær. „Þetta er ekki auðvelt en þeir gerðu þetta vel. Við förum yfir leikinn með þeim og sýnum þeim hvernig þeir geta leyst vandamálin. En þeir stóðu sig vel, allir sem einn,“ sagði Guardiola sem hefur stýrt City til sigurs í deildabikarnum undanfarin þrjú ár. Akinfenwa og félagar hans í Wycombe eru í 5. sæti ensku C-deildarinnar með fjórtán stig eftir átta leiki. Wycombe endaði í neðsta sæti B-deildarinnar á síðasta tímabili. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira