Þorvaldur um vítið: Höndin eða vindhviða og það var logn í Vesturbæ Sindri Sverrisson skrifar 21. september 2021 07:30 KR-ingar voru afar nálægt því að jafna metin þegar Kári Árnason virtist handleika knöttinn og vítaspyrna var dæmd. Stöð 2 Sport Þorvaldur Árnason, dómarinn í miklum hitaleik KR og Víkings á sunnudaginn, mætti í heimsókn til Rikka G og fór yfir stærstu atvikin í leiknum. Vítið sem hann dæmdi á Víkinga í lokin var vegna þess að Kári Árnason handlék boltann. Þorvaldur dæmdi víti á Kára í uppbótartíma leiksins, í stöðunni 2-1 fyrir Víkingi sem vann leikinn og komst á topp Pepsi Max-deildarinnar í fótbolta. Fyrst þurfti þó að leysa upp miklar ryskingar á milli leikmanna liðanna sem enduðu með því að Kjartan Henry Finnbogason var rekinn af velli og Þórður Ingason, varamarkvörður Víkings, fékk einnig rautt spjald. Þorvaldur dæmdi vítið eftir að hafa ráðfært sig við Gylfa Má Sigurðsson aðstoðardómara: „Já, það er rétt. Ég horfi á atvikið og sé að það er eitthvað rangt við þetta. Mér finnst boltinn taka stefnubreytingu með grunsamlegum hætti. Stuttu seinna fæ ég í eyrað frá Gylfa Má, aðstoðardómara mínum, að hann þurfi að ræða við mig. Þegar ég ætlaði til hans verður allt vitlaust og við þurftum að taka á því, áður en við tókum ákvörðun um vítið,“ sagði Þorvaldur. Innslagið má sjá hér að neðan: Klippa: Þorvaldur um vítaspyrnudóminn Aðeins höndin sem kemur til greina Kári slapp reyndar við gult spjald fyrir höndina, og þar með við að vera rekinn af velli með sitt annað gula spjald í síðasta deildarleik sínum á ferlinum. Hann verður þó í banni í lokaumferðinni á laugardag, þar sem Víkingur getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn, því hann fékk sína fjórðu áminningu í Pepsi Max-deildinni í sumar. Eftir að hafa skoðað atvikið vel kvaðst Þorvaldur viss um að rétt hefði verið að dæma vítið, sem hefði getað reynst svo örlagaríkt: „Já, við erum búnir að liggja yfir þessu í dag félagarnir og það er klár stefnubreyting á boltanum. Það getur ekki orðið nema við snertingu og það er höndin sem kemur til greina þar. Eða vindhviða, og ég get vottað það að það var logn í Vesturbænum í gær.“ Pálmi Rafn Pálmason tók vítaspyrnuna en Ingvar Jónsson markvörður Víkings varði hana og tryggði þar með Víkingi sigur og sæti á toppi deildarinnar. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Pepsi Max-deild karla KR Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Þorvaldur íhugar að leggja flautuna á hilluna: Ekki eins og maður poppi eftir svona leik og hafi gaman „Ég skal bara viðurkenna það að manni líður bölvanlega,“ sagði Þorvaldur Árnason, dómari leiks KR og Víkings í Pepsi Max deild karla er hann ræddi tilfinningar sínar að leik loknum. Allt sauð upp úr í leik liðanna þar sem Víkingur van dramatískan 2-1 sigur og tyllti sér á topp deildarinnar. 20. september 2021 20:16 „Ef ég ætlaði að kýla einhvern hefði þetta endað öðruvísi“ „Ég var ekki að sveifla hnefanum eða kýla neinn í andlitið. Stundum sér maður rautt en ég ætlaði mér bara að hrinda honum í burtu og gerði það óvarlega, ásamt fleirum í þessu atviki,“ segir Kjartan Henry Finnbogason um sinn þátt í ryskingunum í lok leik KR og Víkings í gærkvöld. 20. september 2021 12:37 Kjartan Henry gæti fengið langt bann eftir hnefahögg í gær KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason fékk rauða spjaldið undir lokin í leik KR og Víkings í gær en eftirmálarnir gætu verið meira en eins leiks bann. 20. september 2021 09:27 Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Sjá meira
Þorvaldur dæmdi víti á Kára í uppbótartíma leiksins, í stöðunni 2-1 fyrir Víkingi sem vann leikinn og komst á topp Pepsi Max-deildarinnar í fótbolta. Fyrst þurfti þó að leysa upp miklar ryskingar á milli leikmanna liðanna sem enduðu með því að Kjartan Henry Finnbogason var rekinn af velli og Þórður Ingason, varamarkvörður Víkings, fékk einnig rautt spjald. Þorvaldur dæmdi vítið eftir að hafa ráðfært sig við Gylfa Má Sigurðsson aðstoðardómara: „Já, það er rétt. Ég horfi á atvikið og sé að það er eitthvað rangt við þetta. Mér finnst boltinn taka stefnubreytingu með grunsamlegum hætti. Stuttu seinna fæ ég í eyrað frá Gylfa Má, aðstoðardómara mínum, að hann þurfi að ræða við mig. Þegar ég ætlaði til hans verður allt vitlaust og við þurftum að taka á því, áður en við tókum ákvörðun um vítið,“ sagði Þorvaldur. Innslagið má sjá hér að neðan: Klippa: Þorvaldur um vítaspyrnudóminn Aðeins höndin sem kemur til greina Kári slapp reyndar við gult spjald fyrir höndina, og þar með við að vera rekinn af velli með sitt annað gula spjald í síðasta deildarleik sínum á ferlinum. Hann verður þó í banni í lokaumferðinni á laugardag, þar sem Víkingur getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn, því hann fékk sína fjórðu áminningu í Pepsi Max-deildinni í sumar. Eftir að hafa skoðað atvikið vel kvaðst Þorvaldur viss um að rétt hefði verið að dæma vítið, sem hefði getað reynst svo örlagaríkt: „Já, við erum búnir að liggja yfir þessu í dag félagarnir og það er klár stefnubreyting á boltanum. Það getur ekki orðið nema við snertingu og það er höndin sem kemur til greina þar. Eða vindhviða, og ég get vottað það að það var logn í Vesturbænum í gær.“ Pálmi Rafn Pálmason tók vítaspyrnuna en Ingvar Jónsson markvörður Víkings varði hana og tryggði þar með Víkingi sigur og sæti á toppi deildarinnar. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max-deild karla KR Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Þorvaldur íhugar að leggja flautuna á hilluna: Ekki eins og maður poppi eftir svona leik og hafi gaman „Ég skal bara viðurkenna það að manni líður bölvanlega,“ sagði Þorvaldur Árnason, dómari leiks KR og Víkings í Pepsi Max deild karla er hann ræddi tilfinningar sínar að leik loknum. Allt sauð upp úr í leik liðanna þar sem Víkingur van dramatískan 2-1 sigur og tyllti sér á topp deildarinnar. 20. september 2021 20:16 „Ef ég ætlaði að kýla einhvern hefði þetta endað öðruvísi“ „Ég var ekki að sveifla hnefanum eða kýla neinn í andlitið. Stundum sér maður rautt en ég ætlaði mér bara að hrinda honum í burtu og gerði það óvarlega, ásamt fleirum í þessu atviki,“ segir Kjartan Henry Finnbogason um sinn þátt í ryskingunum í lok leik KR og Víkings í gærkvöld. 20. september 2021 12:37 Kjartan Henry gæti fengið langt bann eftir hnefahögg í gær KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason fékk rauða spjaldið undir lokin í leik KR og Víkings í gær en eftirmálarnir gætu verið meira en eins leiks bann. 20. september 2021 09:27 Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Sjá meira
Þorvaldur íhugar að leggja flautuna á hilluna: Ekki eins og maður poppi eftir svona leik og hafi gaman „Ég skal bara viðurkenna það að manni líður bölvanlega,“ sagði Þorvaldur Árnason, dómari leiks KR og Víkings í Pepsi Max deild karla er hann ræddi tilfinningar sínar að leik loknum. Allt sauð upp úr í leik liðanna þar sem Víkingur van dramatískan 2-1 sigur og tyllti sér á topp deildarinnar. 20. september 2021 20:16
„Ef ég ætlaði að kýla einhvern hefði þetta endað öðruvísi“ „Ég var ekki að sveifla hnefanum eða kýla neinn í andlitið. Stundum sér maður rautt en ég ætlaði mér bara að hrinda honum í burtu og gerði það óvarlega, ásamt fleirum í þessu atviki,“ segir Kjartan Henry Finnbogason um sinn þátt í ryskingunum í lok leik KR og Víkings í gærkvöld. 20. september 2021 12:37
Kjartan Henry gæti fengið langt bann eftir hnefahögg í gær KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason fékk rauða spjaldið undir lokin í leik KR og Víkings í gær en eftirmálarnir gætu verið meira en eins leiks bann. 20. september 2021 09:27