Erlent

Býflugur drápu 63 mörgæsir

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Mörgæs spókar sig í Höfðaborg.
Mörgæs spókar sig í Höfðaborg. epa/Nic Bothma

Krufning á 63 mörgæsum sem fundust dauðar í Simon's Town, nærri Höfðaborg í Suður-Afríku, hefur leitt í ljós að þær létust af völdum býflugnastunga. Sérfræðingar segja um ólíkindaviðburð að ræða.

Mörgæsirnar reyndust allar hafa verið stungnar mörgum sinnum í kringum augun. Fórnarlömb árásarinnar voru fleiri en auk mörgæsanna fannst fjöldi dauðra býflugna á svæðinu.

„Þetta er afar fátíður atburður. Við gerum ekki ráð fyrir að þetta gerist oft, þetta er algjör tilviljun,“ sagði dýralæknirinn David Roberts í samtali við AFP. 

Umrætt svæði er verndað og býflugurnar partur af vistkerfinu. Roberts segir afríska mörgæsastofninn hins vegar ekki mega við atburðum á borð við þennan en tegundinn er í bráðri útrýmingarhættu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.