Treysti þessu liði fullkomlega til að klára þetta án mín Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2021 18:35 Kári Árnason í leiknum í dag. Vísir/Hulda Margrét Kári Árnason, leikmaður toppliðs Víkings, átti erfitt með að finna orð til að lýsa ótrúlegum leik Víkings og KR í Pepsi Max deild karla í fótbolta. Leiknum lauk með 2-1 sigri Víkinga sem eru nú einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum. Kári gæti verið í leikbanni í leiknum sem ræður úrslitum. Víkingar lentu undir gegn KR en létu það ekki á sig fá. Atli Barkarson jafnaði metin og varamaðurinn Helgi Guðjónsson kom Víkingum 2-1 yfir undir lok leiks. Í uppbótartíma var vítaspyrna dæmd eftir að Kári virtist handleika knöttinn er hann stökk fyrir boltann upp við eigið mark. Vítaspyrna dæmd en Ingvar Jónsson vari spyrnu Pálma Rafns Pálmasonar og Víkingar því komnir á toppinn þar sem Breiðablik tapaði 1-0 fyrir FH í Hafnafirði. Kári var því einkar glaður en að sama skapi enn að ná sér niður er hann ræddi við Stöð 2 Sport og Vísi að leik loknum. „Það er bara eins og þetta sé skrifað í skýin. Ég sagði fyrir leik að þetta minnti mig að mörgu leyti á stemmninguna með íslenska landsliðinu þegar Króatía átti Finnland eftir fyrir HM, þetta er svo bara sama uppskrift. Við eigum samt einn leik eftir og við ætlum bara að klára það, held samt að ég sé í banni í þeim leik,“ sagði Kári sem var greinilega ekki viss hvort hann megi spila í lokaleik Víkinga á tímabilinu. Um vítaspyrnudóminn „Ég renn og þarf bara að taka Sölva (Geir Ottesen) á þetta, reyni því að henda hausnum í þetta. Fæ eitthvað aftan í hnakkann og held ég reki hausinn í boltann. Setti allavega aldrei hendina í hann.“ „KR-ingar gera þetta rosalega oft. Henda sér niður út um allt og öskra á víti endalaust. Það er þreytt að menn séu enn að falla í þessa gryfju en þetta er annað vítið sem Ingvar (Jónsson) tekur í röð og það er bara geggjað.“ „Já ég held það sé dæmd hendi, ég átta mig ekki á því,“ svaraði hann aðspurður hvað hefði verið dæmt á. „Þetta er handrit sem við Sölvi erum búnir að vera vinna að í nokkur ár. Hvað getur maður sagt, ég treysti þessu liði fullkomlega til að klára þetta án mín,“ sagði Kári að endingu áður en hann hrósaði öllum Fossvoginum – „allavega á þessum aldri“ – fyrir að mæta á Meistaravelli í dag. Víkingar fjölmenntu á leikinn.Vísir/Hulda Margrét Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira
Víkingar lentu undir gegn KR en létu það ekki á sig fá. Atli Barkarson jafnaði metin og varamaðurinn Helgi Guðjónsson kom Víkingum 2-1 yfir undir lok leiks. Í uppbótartíma var vítaspyrna dæmd eftir að Kári virtist handleika knöttinn er hann stökk fyrir boltann upp við eigið mark. Vítaspyrna dæmd en Ingvar Jónsson vari spyrnu Pálma Rafns Pálmasonar og Víkingar því komnir á toppinn þar sem Breiðablik tapaði 1-0 fyrir FH í Hafnafirði. Kári var því einkar glaður en að sama skapi enn að ná sér niður er hann ræddi við Stöð 2 Sport og Vísi að leik loknum. „Það er bara eins og þetta sé skrifað í skýin. Ég sagði fyrir leik að þetta minnti mig að mörgu leyti á stemmninguna með íslenska landsliðinu þegar Króatía átti Finnland eftir fyrir HM, þetta er svo bara sama uppskrift. Við eigum samt einn leik eftir og við ætlum bara að klára það, held samt að ég sé í banni í þeim leik,“ sagði Kári sem var greinilega ekki viss hvort hann megi spila í lokaleik Víkinga á tímabilinu. Um vítaspyrnudóminn „Ég renn og þarf bara að taka Sölva (Geir Ottesen) á þetta, reyni því að henda hausnum í þetta. Fæ eitthvað aftan í hnakkann og held ég reki hausinn í boltann. Setti allavega aldrei hendina í hann.“ „KR-ingar gera þetta rosalega oft. Henda sér niður út um allt og öskra á víti endalaust. Það er þreytt að menn séu enn að falla í þessa gryfju en þetta er annað vítið sem Ingvar (Jónsson) tekur í röð og það er bara geggjað.“ „Já ég held það sé dæmd hendi, ég átta mig ekki á því,“ svaraði hann aðspurður hvað hefði verið dæmt á. „Þetta er handrit sem við Sölvi erum búnir að vera vinna að í nokkur ár. Hvað getur maður sagt, ég treysti þessu liði fullkomlega til að klára þetta án mín,“ sagði Kári að endingu áður en hann hrósaði öllum Fossvoginum – „allavega á þessum aldri“ – fyrir að mæta á Meistaravelli í dag. Víkingar fjölmenntu á leikinn.Vísir/Hulda Margrét Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira