Danski þjóðarflokkurinn: Pia Kjærsgaard útilokar ekki endurkomu í formannsstólinn Þorgils Jónsson skrifar 19. september 2021 11:31 Pia Kjærsgaard steig úr stóli formanns Danska þjóðarflokksins fyrir níu árum, en útilokar nú ekki endurkomu. Flokkurinn hefur hrunið í fylgi og innri átök lituðu landsfund flokksins um helgina. Pia Kjærsgaard, fyrrverandi formaður Danska þjóðarflokksins, útilokar ekki að hún muni aftur gera tilkall til forystu flokksins, batni pólitískt gengi hans ekki á næstunni. Þessi orð lét hún falla eftir að landsfundi flokksins lauk í Herning í gær. Kjærsgaard er 74 ára gömul og leiddi flokkinn frá stofnun 1995 allt til ársins 2012. Hún hefur bæði verið einn umdeildasti og áhrifamesti stjórnmálamaður landsins um árabil og var m.a. forseti danska þingsins frá 2015 til 2019. Hún steig úr stóli flokksformanns árið 2012 og útnefndi Kristian Thulesen Dahl sem eftirmann sinn. Síðustu ár hafa verið mögur fyrir flokkinn sem tapaði miklu fylgi í þingkosningunum árið 2019. Tilkoma vinstri stjórnar Mette Fredriksen í framhaldinu þýddi að Þjóðarflokkurinn fékk ekki eins miklu ráðið og þegar hann varði hægri stjórn Venstre falli. Þá hafa hneykslismál skekið flokkinn og fylgi hans farið sífellt minnkandi í skoðanakönnunum. Aðdragandi landsfundarins um helgina einkenndist öðru fremur af innri illdeilum. Í frétt DR segir að flokkadrættir séu milli harðlínufólks annars vegar, sem er á því að flokkurinn eigi að herða stöðu sína og framgöngu í málum sem varða Evrópusambandið og Íslam, og hins vegar þess hóps sem vill ekki ganga eins langt í þeim efnum. Í ljósi þessarra deilna, komu fjölmargir fulltrúar og forystufólk úr röðum flokksins að máli við Kjærsgaard um að hún skyldi snúa aftur sem formaður til að lægja öldurnar. Hún ákvað að skora Thulesen Dahl ekki á hólm í formannskjöri um helgina en tók sérstaklega fram að ef flokkurinn næði ekki ásættanlegum árangri í sveitarstjórnarkosningunum sem fyrirhugaðar eru í nóvember gæti hún ekki útilokað endurkomu. „Ég vil gjarna leggja mitt af mörkum" „Ég þarf að spjalla við Kristian Thulesen Dahl um það hvort ég fái forystuhlutverk. Ég held að það sé þörf á því og minn hugur stendur líka til þess. Ég vil gjarnan leggja mitt af mörkum til að við fáum eins góða kosningu og mögulegt er.“ Aðspurð um hvaða skilning hún leggi í hugtakið „forystuhlutverk“ svaraði Kjærsgaard því til að hún vildi láta meira til sín taka, sérstaklega í sveitarstjórnarkosningabaráttunni. Þegar talið barst að formannsembættinu steig hún varlega til jarðar og sagðist hafa verið formaður flokksins í 17 ár og formaður Framfaraflokksins sáluga í tíu ár þar á undan. „Þannig að mér finnst ég eiginlega hafa gert mitt. En ég get ekki horft upp á flokkinn minn skaðast. Þá gerir maður hvað sem til þarf.“ Hún sagðist ekki vilja ræða þessi mál beint. Hún hafi afþakkað að fara í formannskosningar á nýafstöðnum fundi, til að tryggja frið í flokknum. Framtíðin verði að leiða annað í ljós. Thulesen Dahl bar sig vel þegar þessi yfirlýsing formannsins fyrrverandi var borin undir hann: „Það er bara frábært að við í flokknum séum þarna með einstakling sem hefur verið með frá upphafi og er tilbúin að stíga fram, ef flokknum fyndist þörf á.“ Danmörk Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Þessi orð lét hún falla eftir að landsfundi flokksins lauk í Herning í gær. Kjærsgaard er 74 ára gömul og leiddi flokkinn frá stofnun 1995 allt til ársins 2012. Hún hefur bæði verið einn umdeildasti og áhrifamesti stjórnmálamaður landsins um árabil og var m.a. forseti danska þingsins frá 2015 til 2019. Hún steig úr stóli flokksformanns árið 2012 og útnefndi Kristian Thulesen Dahl sem eftirmann sinn. Síðustu ár hafa verið mögur fyrir flokkinn sem tapaði miklu fylgi í þingkosningunum árið 2019. Tilkoma vinstri stjórnar Mette Fredriksen í framhaldinu þýddi að Þjóðarflokkurinn fékk ekki eins miklu ráðið og þegar hann varði hægri stjórn Venstre falli. Þá hafa hneykslismál skekið flokkinn og fylgi hans farið sífellt minnkandi í skoðanakönnunum. Aðdragandi landsfundarins um helgina einkenndist öðru fremur af innri illdeilum. Í frétt DR segir að flokkadrættir séu milli harðlínufólks annars vegar, sem er á því að flokkurinn eigi að herða stöðu sína og framgöngu í málum sem varða Evrópusambandið og Íslam, og hins vegar þess hóps sem vill ekki ganga eins langt í þeim efnum. Í ljósi þessarra deilna, komu fjölmargir fulltrúar og forystufólk úr röðum flokksins að máli við Kjærsgaard um að hún skyldi snúa aftur sem formaður til að lægja öldurnar. Hún ákvað að skora Thulesen Dahl ekki á hólm í formannskjöri um helgina en tók sérstaklega fram að ef flokkurinn næði ekki ásættanlegum árangri í sveitarstjórnarkosningunum sem fyrirhugaðar eru í nóvember gæti hún ekki útilokað endurkomu. „Ég vil gjarna leggja mitt af mörkum" „Ég þarf að spjalla við Kristian Thulesen Dahl um það hvort ég fái forystuhlutverk. Ég held að það sé þörf á því og minn hugur stendur líka til þess. Ég vil gjarnan leggja mitt af mörkum til að við fáum eins góða kosningu og mögulegt er.“ Aðspurð um hvaða skilning hún leggi í hugtakið „forystuhlutverk“ svaraði Kjærsgaard því til að hún vildi láta meira til sín taka, sérstaklega í sveitarstjórnarkosningabaráttunni. Þegar talið barst að formannsembættinu steig hún varlega til jarðar og sagðist hafa verið formaður flokksins í 17 ár og formaður Framfaraflokksins sáluga í tíu ár þar á undan. „Þannig að mér finnst ég eiginlega hafa gert mitt. En ég get ekki horft upp á flokkinn minn skaðast. Þá gerir maður hvað sem til þarf.“ Hún sagðist ekki vilja ræða þessi mál beint. Hún hafi afþakkað að fara í formannskosningar á nýafstöðnum fundi, til að tryggja frið í flokknum. Framtíðin verði að leiða annað í ljós. Thulesen Dahl bar sig vel þegar þessi yfirlýsing formannsins fyrrverandi var borin undir hann: „Það er bara frábært að við í flokknum séum þarna með einstakling sem hefur verið með frá upphafi og er tilbúin að stíga fram, ef flokknum fyndist þörf á.“
Danmörk Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira