Íslenski boltinn

„Svart ský yfir Hlíðarenda“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Patrick Pedersen gengur hér af velli eftir að hafa fengið rauða spjaldið.
Patrick Pedersen gengur hér af velli eftir að hafa fengið rauða spjaldið. Skjámynd/S2 Sport

Valsmenn töpuðu fjórða leiknum í röð og misstu um leið möguleikann á því að vinna titil á þessu sumri þegar Hlíðarendaliðið féll út úr Mjólkurbikarnum á móti Lengjudeildarliði Vestra. Mjólkurbikarmörkin ræddu Valsliðið.

„Þetta var ekki gott. Valsmenn hafa oft verið lélegri en þetta. Lukkan sem var með þeim framan af móti virðist algjörlega hafa yfirgefið þá,“ sagði Þorkell Máni Pétursson.

„Það er bara svart ský yfir Hlíðarenda eins og staðan er núna. Fótboltinn hefur ekki verið skemmtilegur og árangurinn hefur ekki verið góður. Þetta er arfaslakt og það er ekkert hægt að ljúga því,“ sagði Máni.

„Miðað við þessi bikarúrslit í dag þá er smá möguleiki að Valsararnir geti náð sér í Evrópusæti. Ef þeir ná ekki í Evrópu þá er það algjör dauðadómur. Ég man ekki eftir að svona dýrt lið hafi ekki komist í Evrópu,“ sagði Máni.

„Þessi pirringur og þetta rauða spjald sem Patrick Pedersen fær. Súmmerar þetta ekki bara upp sumarið hjá Valsmönnum,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson.

„Ég veit ekki. Patrick má alveg vera smá pirraður þarna. Þetta er ekkert smá peysutog,“ sagði Máni.

Það má horfa á alla umfjöllun þeirra um Val hér fyrir neðan.

Klippa: Mjólkurbikarmörkin: Valsmenn úr leik í bikarnum eftir tap fyrir Vestra



Fleiri fréttir

Sjá meira


×