Íslenski boltinn

Jóhannes Karl Guðjónsson: Við ætlum að fara alla leið í Mjólkurbikarnum

Andri Már Eggertsson skrifar
Jóhannes Karl var sáttur með sigur kvöldsins. 
Jóhannes Karl var sáttur með sigur kvöldsins.  Vísir/Bára Dröfn

ÍA komst í undanúrslit Mjólkurbikarsins með 1-3 sigri á ÍR. Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA var léttur eftir leik. 

„Við unnum leikinn, það skiptir öllu máli. ÍR gerði þetta erfitt fyrir okkur. Þeir hafa gert vel í þessari keppni og létu okkur hafa fyrir hlutunum."

„Við byrjuðum leikinn afar illa. ÍR gerði vel í að spila sig í gegnum okkur. Sérstaklega á vinstri kantinum, sem skilaði þeim marki. Við vorum klaufar að loka ekki á þær stöður sem þeir komust í," sagði Jóhannes Karl um spilamennsku ÍR.

Pétur Hrafn Friðriksson kom ÍR yfir. Eftir mark Péturs kom skjálfti í leikmenn ÍA sem hefði getað kostað þá mark.

„Það var skjálfti í okkur líka fyrir mark Péturs. Við vorum allt of smeykir. Við hefðum átt að byrja leikinn af meiri krafti. Mark ÍR hafði jákvæð áhrif á okkur. Að því leyti að við áttuðum okkur á að þetta var ekki auðvelt verkefni."

„Strákarnir mínir sýndu síðan þolinmæði og gerðum við það sem þurfti til að komast í undanúrslitin. Við vissum að allir bikarleikir eru erfiðir, önnur úrslit í dag sýndu það."

Þórður Þorsteinn Þórðarson jafnaði leikinn rétt áður en flautað var til hálfleiks. Í seinni hálfleik sýndu Skagamenn mátt sinn og unnu leikinn 1-3.

„Við hefðum getað skorað fleiri mörk í leiknum. Ég hefði viljað sjá okkur loka þessum leik fyrr. Svona er bikarinn það er alltaf spenna í þessum leikjum. Mér leið síðan talsvert betur þegar við skoruðum þriðja markið."

„Mjólkurbikarinn skiptir okkur máli og við ætlum að fara alla leið," sagði Jóhannes Karl að lokum. 


Tengdar fréttir

Leik lokið: ÍR - ÍA 1-3| ÍA í undanúrslit

Öskubusku ævintýri ÍR-inga er lokið. ÍR komst yfir á 17. mínútu. ÍR var heilt yfir betri aðilinn í fyrri hálfleik. Þórður Þorsteinn Þórðarson jafnaði leikinn rétt áður en flautað var til hálfleiks. Í seinni hálfleik kom Gísli Laxdal Unnarsson ÍA yfir. Guðmundur Tyrfingsson gulltryggði farseðil ÍA í undanúrslitin. Með marki á 90 mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×