Urðu undir hundruð kílóa trjátoppi á meðan þær skoðuðu matseðilinn Kjartan Kjartansson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 14. september 2021 15:21 Frá Ameríkuströndinni á Tenerife. Myndin er úr safni. Vísir/Getty Ein íslensku kvennanna sem varð undir hluta af pálmatré á spænsku eyjunni Tenerife segir að toppur trésins hafi hrunið fyrirvaralaust á þær á meðan þær skoðuðu matseðilinn. Tvær þeirra liggja nú á gjörgæslu. Slysið átti sér stað á Ameríkuströndinni í bænum Arona á suðvestanverðri Tenerife-eyju um klukkan 16:00 á sunnudag. Toppur pálmatrés hrundi þá skyndilega á fimm íslenskar konur á fimmtugsaldri sem sátu við veitingastað. Í samtali við Vísi segir ein kvennanna, sem ekki vildi koma fram undir nafni, að þær hefðu verið að skoða matseðilinn þegar toppurinn hrundi á þær fyrirvaralaust. Þær hafi allar lent undir trjátoppnum. Tvær þeirra séu alvarlega slasaðar en hinar með minniháttar áverka. Þær sem slösuðust meira fóru báðar í aðgerð í nótt og eru nú á gjörgæsludeild. Eiginmaður einnar þeirra sem slasaðist minna sagði Vísi í morgun að fjölskyldur þeirra væru væntanlegar til Tenerife. Þær þrjár sem slösuðust minna væru á leið heim til Íslands annað kvöld. Í tístinu frá slökkviliði Tenerife hér fyrir neðan má sjá slökkviliðsbíl á vettvangi slyssins við Francisco Andrade Fumero-götu á sunnudag. Un operativo de #BomberosTF de San Miguel y Voluntarios de Adeje colaboraron con el #SUC en la atención sanitaria de varias personas que recibieron el impacto de un trozo de palmera que cayó en Avda Rafael Puig Lluvina (Las Verónicas). No estaban atrapadas. @112canarias pic.twitter.com/X7UrBYH6Ty— Bomberos de Tenerife (@BomberosTf) September 12, 2021 Á upplýsingasíðu yfirvalda á Kanaríeyjum kemur fram að þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang hafi konurnar ekki verið fastar undir trénu. Eiginmaðurinn sagði Vísi í morgun að þrír Íslendingar hafi komið konunum til bjargar og náð að lyfta trjáhlutanum af þeim. Sú sem slasaðist mest var sögð 47 ára gömul og með alvarlega fjöláverka. Önnur 45 ára gömul var mikið marin en ekki talin alvarlega slösuð og sú þriðja, 47 ára gömul, var marin á andliti og með áverka á mjóhrygg en annars ekki talin mikið slösuð. Konan sem Vísir ræddi við sagði að hvasst hafi verið á sunnudaginn en svo virtist sem að ekkert hafi verið hugsað um trén sem standa við göngugötu. Hún telur að toppurinn sem féll hafi vegið mörg hundruð kíló og að hann hafi hrunið úr fimm til sex metra hæð. Á mynd sem birtist í staðarmiðlinum Diario de Avisos virðist stofn pálmatrésins hafa gefið sig rétt undir laufkrónunni. Spánn Íslendingar erlendis Lentu undir pálmatré á Tenerife Kanaríeyjar Tengdar fréttir Verulega slasaðar eftir að pálmatré féll á þær á Tenerife Tvær íslenskar konur eru verulega slasaðar á gjörgæsludeild eftir að pálmatré féll á þær og þrjár aðrar fyrir utan veitingastað á spænsku eyjunni Tenerife á sunnudag. Símum kvennanna var stolið þar sem þær lágu í sárum sínum, að sögn eiginmanns einnar þeirra. 14. september 2021 09:14 Þrjár íslenskar konur slösuðust þegar pálmatré féll á þær Þrjár íslenskar konur eru slasaðar eftir að hafa orðið fyrir pálmatré í bænum San Miguel de Abona á spænsku eyjunni Tenerife í gær. 13. september 2021 20:09 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sjá meira
Slysið átti sér stað á Ameríkuströndinni í bænum Arona á suðvestanverðri Tenerife-eyju um klukkan 16:00 á sunnudag. Toppur pálmatrés hrundi þá skyndilega á fimm íslenskar konur á fimmtugsaldri sem sátu við veitingastað. Í samtali við Vísi segir ein kvennanna, sem ekki vildi koma fram undir nafni, að þær hefðu verið að skoða matseðilinn þegar toppurinn hrundi á þær fyrirvaralaust. Þær hafi allar lent undir trjátoppnum. Tvær þeirra séu alvarlega slasaðar en hinar með minniháttar áverka. Þær sem slösuðust meira fóru báðar í aðgerð í nótt og eru nú á gjörgæsludeild. Eiginmaður einnar þeirra sem slasaðist minna sagði Vísi í morgun að fjölskyldur þeirra væru væntanlegar til Tenerife. Þær þrjár sem slösuðust minna væru á leið heim til Íslands annað kvöld. Í tístinu frá slökkviliði Tenerife hér fyrir neðan má sjá slökkviliðsbíl á vettvangi slyssins við Francisco Andrade Fumero-götu á sunnudag. Un operativo de #BomberosTF de San Miguel y Voluntarios de Adeje colaboraron con el #SUC en la atención sanitaria de varias personas que recibieron el impacto de un trozo de palmera que cayó en Avda Rafael Puig Lluvina (Las Verónicas). No estaban atrapadas. @112canarias pic.twitter.com/X7UrBYH6Ty— Bomberos de Tenerife (@BomberosTf) September 12, 2021 Á upplýsingasíðu yfirvalda á Kanaríeyjum kemur fram að þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang hafi konurnar ekki verið fastar undir trénu. Eiginmaðurinn sagði Vísi í morgun að þrír Íslendingar hafi komið konunum til bjargar og náð að lyfta trjáhlutanum af þeim. Sú sem slasaðist mest var sögð 47 ára gömul og með alvarlega fjöláverka. Önnur 45 ára gömul var mikið marin en ekki talin alvarlega slösuð og sú þriðja, 47 ára gömul, var marin á andliti og með áverka á mjóhrygg en annars ekki talin mikið slösuð. Konan sem Vísir ræddi við sagði að hvasst hafi verið á sunnudaginn en svo virtist sem að ekkert hafi verið hugsað um trén sem standa við göngugötu. Hún telur að toppurinn sem féll hafi vegið mörg hundruð kíló og að hann hafi hrunið úr fimm til sex metra hæð. Á mynd sem birtist í staðarmiðlinum Diario de Avisos virðist stofn pálmatrésins hafa gefið sig rétt undir laufkrónunni.
Spánn Íslendingar erlendis Lentu undir pálmatré á Tenerife Kanaríeyjar Tengdar fréttir Verulega slasaðar eftir að pálmatré féll á þær á Tenerife Tvær íslenskar konur eru verulega slasaðar á gjörgæsludeild eftir að pálmatré féll á þær og þrjár aðrar fyrir utan veitingastað á spænsku eyjunni Tenerife á sunnudag. Símum kvennanna var stolið þar sem þær lágu í sárum sínum, að sögn eiginmanns einnar þeirra. 14. september 2021 09:14 Þrjár íslenskar konur slösuðust þegar pálmatré féll á þær Þrjár íslenskar konur eru slasaðar eftir að hafa orðið fyrir pálmatré í bænum San Miguel de Abona á spænsku eyjunni Tenerife í gær. 13. september 2021 20:09 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sjá meira
Verulega slasaðar eftir að pálmatré féll á þær á Tenerife Tvær íslenskar konur eru verulega slasaðar á gjörgæsludeild eftir að pálmatré féll á þær og þrjár aðrar fyrir utan veitingastað á spænsku eyjunni Tenerife á sunnudag. Símum kvennanna var stolið þar sem þær lágu í sárum sínum, að sögn eiginmanns einnar þeirra. 14. september 2021 09:14
Þrjár íslenskar konur slösuðust þegar pálmatré féll á þær Þrjár íslenskar konur eru slasaðar eftir að hafa orðið fyrir pálmatré í bænum San Miguel de Abona á spænsku eyjunni Tenerife í gær. 13. september 2021 20:09