Erlent

Þrjár ís­lenskar konur slösuðust þegar pálma­tré féll á þær

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Konurnar voru fluttar með sjúkrabílum til aðhlynningar á spítala. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti.
Konurnar voru fluttar með sjúkrabílum til aðhlynningar á spítala. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Europa Press via Getty Images

Þrjár íslenskar konur eru slasaðar eftir að hafa orðið fyrir pálmatré í bænum San Miguel de Abona á spænsku eyjunni Tenerife í gær.

Spænski fjölmiðillinn Diario de Avisos greinir frá því að konurnar þrjár sem eru allar á fimmtugsaldri hafi verið fluttar á sjúkrahús eftir að tréð féll á þær. Þær séu mismikið slasaðar, ein alvarlega en hinar tvær minna.

Í frétt spænska fjölmiðilsins er hvergi minnst á þjóðerni kvennanna en í svari við fyrirspurn fréttastofu staðfestir Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, að borgaraþjónustu ráðuneytisins sé kunnugt um að þrjár íslenskar konur hafi slasast á Tenerife, en að ekki hafi verið óskað eftir aðstoð þjónustunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×