Erlent

Borgar­stjóri Parísar blandar sér í for­seta­slaginn

Þorgils Jónsson skrifar
Borgarstjórinn í París, Anne Hidalgo, hefur nú blandað sér í forsetaslaginn í Frakklandi, en kosningarnar fara fram á næsta ári. Emmanuel Macron forseti og Marine Le Pen eru efst í skoðanakönnunum um þessar mundir.
Borgarstjórinn í París, Anne Hidalgo, hefur nú blandað sér í forsetaslaginn í Frakklandi, en kosningarnar fara fram á næsta ári. Emmanuel Macron forseti og Marine Le Pen eru efst í skoðanakönnunum um þessar mundir.

Borgarstjórinn í París, Anne Hidalgo, lýsti yfir framboði til frönsku forsetakosninganna í dag. Hidalgo, sem er fyrsta konan til að gegna embætti borgarstjóra í París, bíður ærið verkefni þar sem flokkur hennar, sósíalistaflokkurinn, hefur staðið höllum fæti á landsvísu síðustu ár.

Verkalýðsstéttin hefur snúið baki við flokknum og í síðustu forsetakosningum fékk frambjóðandi sósíalista aðeins 6%. Fylgi vinstri kjósenda dreifist nú á marga minni flokkar og er líklegt að allt að sjö frambjóðendur muni keppa um hituna.

Hidalgo tilkynnti framboðið á fundi við höfnina í heimasveit sinni, Rúðuborg, í dag og sagðist vonast til þess að hún sem kona af verkalýðs- og innflytjendaættum, gæti sameinað frönsku þjóðina á þessum tímum misskiptingar, klofnings og reiði.

Í frétt Guardian segir að Hidalgo hafi sem borgarstjóri lagt mikla áherslu á að gera höfuðborgina vistvænni, meðal annars með því að draga úr bílaumferð og bæta aðgengi hjólreiðafólks.

Sem forseti vil hún efla franskan iðnað, vinna að loftslagsmálum og hækka laun á vinnumarkaði, en það er alls óvíst að hún geti blandað sér í baráttuna af alvöru.

Núverandi forseti, miðjumaðurinn Emmanuel Macron, sækist eftir endurkjöri og benda skoðanakannanir til þess að aðalbaráttan muni standa á milli hans og Marine Le Pen af hægri jaðrinum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.