Erlent

Meðstofnandi Nxivm á leið í fangelsi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Salzman átti öruggt bílastæði fyrir framan húsnæði Nxivm.
Salzman átti öruggt bílastæði fyrir framan húsnæði Nxivm. Amy Luke/Getty Images)

Nancy Salzman, annar stofnandi kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum, hefur verið dæmd í þriggja og hálfs árs fangelsi.

Saksóknarar sökuðu hana um að hafa aðstoðað Keith Raniere, hinn stofnandann, við það að næla sér í fórnarlömb. Verjendur sögðu hana hins vegar mögulega hafa verið fyrsta fórnarlamb Raniere.

Töluvert hefur verið fjallað um Nxivm-sértrúarsöfnuðinn frá því að upp komst um glæpsamlega hegðun Raniere, sem ákærður var fyrir fjölda brota, þar á meðal fjárkúgun, mansal og kynlífsþrælkun, og dæmdur í lífstíðarfangelsi vegna þeirra árið 2019.

Söfnuðurinn var sögn Raniere ætlaður til þess að hjálpa fylgjendum hans en virðist í raun hafa verið kynlífsþrælkunarbúðir, sem sneru einkum að því að svala kynlífsþörfum Raniere.

Salzman, sem eitt sinn var forseti Nxivm, var meðal annars sökuð um að hafa ógnað þeim sem voru gagnrýnin á Raniere innan hópsins. Sögðu fórnarlömb Raniere að Salzman hafi gegnt lykilhlutverki við að stuðla að þeirri ofbeldismenningu sem viðgengst innan hópsins.

Lögfræðingar hennar bentu hins vegar á að hún væri ein fárra leiðtoga hópsins sem sýnt hafi greinileg merki um iðrun fyrir þátt hennar í sértrúarsöfnuðinum. Sagðist hún skammast sín mjög fyrir sinn hlut í málinu. Salzman mun hefja afplánun í upphafi næsta ár.


Tengdar fréttir

Allison Mack dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir kynlífsþrælkun

Allison Mack, fyrrverandi leikkona sem er þekktust fyrir þættina Smallville, hefur verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir aðkomu hennar að kynlífs-sértrúarsöfnuðinum Nxivm (borið fram Nexium). Hún játaði árið 2019 að hafa aðstoðað Keith Raniere, forsvarsmann „sjálfshjálparhópsins“ að finna konur og halda þeim í kynlífsþrælkun.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.