Innlent

Á­forma frið­lýsingar til verndar vot­lendis

Þorgils Jónsson skrifar
Umhverfis- og auðlindaráðherra vill setja vernd óraskaðs votlendis í forgang til að koma í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda.
Umhverfis- og auðlindaráðherra vill setja vernd óraskaðs votlendis í forgang til að koma í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda. Mynd/Áskell Þórisson

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir koma sterklega til greina að gripið verði til friðlýsinga til verndar óraskaðs votlendis á næstu árum. Þar sé um forgangsatriði að ræða.

Þetta kemur fram í tilkynningu ráðuneytisins vegna útgáfu aðgerðaáætlunar um verndun votlendis.

Áætlunin er unnin í samræmi við aðgerðaáætlun í loftslagsmálum til ársins 2030 sem gefin var út á síðasta ári, en þar er gert ráð fyrir að komið verði í veg fyrir frekari framræslu votlendis hér á landi, og þá sér í lagi mómýra. Í jarðvegi mómýra sé bundið mikið kolefni sem losnar sem koltvísýringur út í andrúmsloft þegar jarðvegur mýra þornar við framræslu.

Þá hafi votlendi auk þess mikið gildi fyrir líffræðilega fjölbreytni og gegnir hlutverki við temprun vatnsrennslis og miðlun næringarefna.

Endurheimt votlendis dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda og hefur jákvæð áhrif á lífríki, að því er fram kemur í máli umhverfis, og auðlindaráðherra. Aðgerðaráætlun um verndun votlendis var birt á vef ráðuneytisins  í dag.Áskell Þórisson

„Með stóraukinni endurheimt drögum við svo úr losun gróðurhúsalofttegunda og fáum aftur votlendisfugla og fjölbreytt lífríki sem tilheyrir votlendissvæðum,“ segir Guðmundur í tilkynningunni. „Þess vegna er mjög ánægjulegt að þessi aðgerð í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum sé nú komin til framkvæmda.“


Tengdar fréttir

Stöðvuðu losun frá votlendi á við 720 bíla

Endurheimt votlendis á fjórðum jörðum á vegum Votlendissjóðs í fyrra stöðvaði losun gróðurhúsalofttegunda sem jafnaðist á við að fjarlægja 720 bíla úr umferð í heilt ár. Ný stjórn tók við hjá sjóðnum á ársfundi hans í dag.

Minna um framræst votlendi en áður var talið

Ný og nákvæmari gögn um framræst votlendi á Íslandi benda til þess að minna sé af því en áður var talið. Því er framræst votlendi minni hluti af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi en reiknað var með.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.