Innlent

Stöðvuðu losun frá votlendi á við 720 bíla

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá endurheimt votlendis í Borgarfirði.
Frá endurheimt votlendis í Borgarfirði. Vísir/Jóhann K.

Endurheimt votlendis á fjórðum jörðum á vegum Votlendissjóðs í fyrra stöðvaði losun gróðurhúsalofttegunda sem jafnaðist á við að fjarlægja 720 bíla úr umferð í heilt ár. Ný stjórn tók við hjá sjóðnum á ársfundi hans í dag.

Í skýrslu Votlendissjóðs fyrir 2019 kemur fram að 72 hektarar votlendis hafi verið endurheimtir á fjórum jörðum í fyrra. Við það hafi losun sem nam 1.440 tonnum af koltvísýringsígildum stöðvast. Yfir átta ára tímabil hafi verið komið í veg fyrir losun á um 11.520 tonnum.

Þetta er sagt sambærilegt við að taka 720 bíla úr umferð í ár og 5.760 fólksbíla yfir átta ára tímabil.

Eyþór Eðvarðsson, stofnandi Votlendissjóðs, var á meðal þeirra sem létu af stjórnarsetu í sjóðnum á ársfundinum í dag. Auk hans gengu þau Ísólfur Gylfi Pálmason og Katrín Pétursdóttir úr stjórninni.

Nýja stjórn Votlendissjóðs skipa þau Magnús Jóhannsson, Ingunn Agnes Kro, Sveinn Ingvarsson, Helga Bjarnadóttir, Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, Sveinn Runólfsson, Hjálmar Kristjánsson, Ólafur Eggertsson og Þröstur Ólafsson sem verður jafnframt formaður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×