Minna um framræst votlendi en áður var talið Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2019 09:00 Þegar votlendi er ræst fram byrjar mýrarjarðvegur að rotna og losa koltvísýring út í andrúmsloftið. Endurheimt votlendis hefur verið teflt fram til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Jón Guðmundsson Umfang framræsts votlendis Íslandi gæti verið allt að 700 ferkílómetrum minna en talið hefur verið fram að þessu. Eftir sem áður er þurrkað votlendi stærsta uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda á landinu. Lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands segir nákvæmari gögn hafa breytt myndinni. Fram að þessu hefur verið áætlað að tæplega þrír fjórðu af gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum sem losna á Íslandi komi frá votlendi sem hefur verið ræst fram með skurðum. Endurheimt votlendis hefur því verið teflt fram sem einni árangursríkustu loftslagsaðgerðinni á Íslandi þó að ekki væri hægt að telja hana fram upp í skuldbindingar Íslands gagnvart Kýótóbókuninni. Flatarmál framræsta votlendisins hefur fyrst og fremst verið metið með fjarkönnun og gervihnattamyndum. Vísindamenn við Landbúnaðarháskóla Íslands hafa nýlega fengið ný og nákvæmari gögn sem hafa glöggvað mynd þeirra af umfangi svæðanna. Skólinn hefur fengið fjárveitingar til að bæta gögn um framræst votlendi undanfarin ár.Stóraukin nákvæmni í hæðarlíkani Þannig hafa vísindamennirnir fengið nýtt hæðarlíkan til að greina framræst votlendi á radarmyndum gervihnatta. Sérfræðingar telja að votlendi myndist ekki í meiri halla en tíu gráðum og því geti framræst votlendi ekki verið í slíku landslagi heldur. Þeir hafa því útilokað svæði með meiri halla á gervihnattamyndum. Fram að þessu hefur bilið á milli hæðarlína í líkaninu verið tuttugu metrar að jafnaði og sums staðar allt að hundrað metrar. Með nýja líkaninu er munurinn kominn niður í aðeins tvo metra. „Þá fer maður að sjá einstaka hóla í uppgreftri úr skurðum,“ segir Jón Guðmundsson, lektor við Landbúnaðarháskólann, við Vísi.Frá Landbúnaðarháskólanum á HvanneyriVísir/PjeturÞá byggir nýtt mat þeirra á flatarmáli framræsts votlendis á nýju vistkerfakorti Náttúrufræðistofnunar Íslands sem kom út árið 2016. Það gefur nákvæmari mynd af landinu en þau gögn sem matið byggði áður á. Þessar nýju upplýsingar hafa orðið til þess að vísindamenn Landbúnaðarháskólans telja nú að allt að 700 ferkílómetrum, um 70.000 hekturum, minna sé af framræstu votlendi en gert var ráð fyrir í eldra mati. „Vonandi er þetta réttari niðurstaða. Þetta er ekki fullkomið en við erum samt að reyna að meta þetta samviskusamlega eftir því sem fjármunir og mannskapur leyfir,“ segir Jón.Enn stærsta uppspretta losunar Frekari breytingar gætu orðið á matinu í haust þegar betri gögn um skurðakerfi landsins liggja fyrir. Jón segir að kerfið hafi síðast verið hnitað árið 2008 og einhverjar breytingar hafi orðið síðan þá. Einhverjir skurðir hafi horfið og aðrir bæst við. Hann telur að í það minnsta þúsund kílómetrar af nýjum skurðum hafi bæst við á rúmum áratug. Sagt var frá nýja matinu í Bændablaðinu sem kom út í gær. Þar var því haldið fram að aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum virðist í uppnámi vegna þess að umfang framræsta votlendisins sé minna en áður var talið. Jón segir engar forsendur fyrir þeim fullyrðingum blaðsins. Miðað við þau gögn sem nú liggja fyrir áætlar hann að losun frá framræstu votlendi geti numið um það bil tveimur þriðja af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Endurheimt votlendis gagnast takmarkað gagnvart Parísarmarkmiðunum Ísland þyrfti að jafna út losun frá framræstu landi síðasta rúma áratuginn áður en hægt væri að nýta endurheimt votlendis sem loftslagsaðgerð gagnvart Parísarsamkomulaginu. Jafnvel þá væri aðeins hægt að nýta endurheimtina að litlu leyti. 14. febrúar 2018 14:45 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Umfang framræsts votlendis Íslandi gæti verið allt að 700 ferkílómetrum minna en talið hefur verið fram að þessu. Eftir sem áður er þurrkað votlendi stærsta uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda á landinu. Lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands segir nákvæmari gögn hafa breytt myndinni. Fram að þessu hefur verið áætlað að tæplega þrír fjórðu af gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum sem losna á Íslandi komi frá votlendi sem hefur verið ræst fram með skurðum. Endurheimt votlendis hefur því verið teflt fram sem einni árangursríkustu loftslagsaðgerðinni á Íslandi þó að ekki væri hægt að telja hana fram upp í skuldbindingar Íslands gagnvart Kýótóbókuninni. Flatarmál framræsta votlendisins hefur fyrst og fremst verið metið með fjarkönnun og gervihnattamyndum. Vísindamenn við Landbúnaðarháskóla Íslands hafa nýlega fengið ný og nákvæmari gögn sem hafa glöggvað mynd þeirra af umfangi svæðanna. Skólinn hefur fengið fjárveitingar til að bæta gögn um framræst votlendi undanfarin ár.Stóraukin nákvæmni í hæðarlíkani Þannig hafa vísindamennirnir fengið nýtt hæðarlíkan til að greina framræst votlendi á radarmyndum gervihnatta. Sérfræðingar telja að votlendi myndist ekki í meiri halla en tíu gráðum og því geti framræst votlendi ekki verið í slíku landslagi heldur. Þeir hafa því útilokað svæði með meiri halla á gervihnattamyndum. Fram að þessu hefur bilið á milli hæðarlína í líkaninu verið tuttugu metrar að jafnaði og sums staðar allt að hundrað metrar. Með nýja líkaninu er munurinn kominn niður í aðeins tvo metra. „Þá fer maður að sjá einstaka hóla í uppgreftri úr skurðum,“ segir Jón Guðmundsson, lektor við Landbúnaðarháskólann, við Vísi.Frá Landbúnaðarháskólanum á HvanneyriVísir/PjeturÞá byggir nýtt mat þeirra á flatarmáli framræsts votlendis á nýju vistkerfakorti Náttúrufræðistofnunar Íslands sem kom út árið 2016. Það gefur nákvæmari mynd af landinu en þau gögn sem matið byggði áður á. Þessar nýju upplýsingar hafa orðið til þess að vísindamenn Landbúnaðarháskólans telja nú að allt að 700 ferkílómetrum, um 70.000 hekturum, minna sé af framræstu votlendi en gert var ráð fyrir í eldra mati. „Vonandi er þetta réttari niðurstaða. Þetta er ekki fullkomið en við erum samt að reyna að meta þetta samviskusamlega eftir því sem fjármunir og mannskapur leyfir,“ segir Jón.Enn stærsta uppspretta losunar Frekari breytingar gætu orðið á matinu í haust þegar betri gögn um skurðakerfi landsins liggja fyrir. Jón segir að kerfið hafi síðast verið hnitað árið 2008 og einhverjar breytingar hafi orðið síðan þá. Einhverjir skurðir hafi horfið og aðrir bæst við. Hann telur að í það minnsta þúsund kílómetrar af nýjum skurðum hafi bæst við á rúmum áratug. Sagt var frá nýja matinu í Bændablaðinu sem kom út í gær. Þar var því haldið fram að aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum virðist í uppnámi vegna þess að umfang framræsta votlendisins sé minna en áður var talið. Jón segir engar forsendur fyrir þeim fullyrðingum blaðsins. Miðað við þau gögn sem nú liggja fyrir áætlar hann að losun frá framræstu votlendi geti numið um það bil tveimur þriðja af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Endurheimt votlendis gagnast takmarkað gagnvart Parísarmarkmiðunum Ísland þyrfti að jafna út losun frá framræstu landi síðasta rúma áratuginn áður en hægt væri að nýta endurheimt votlendis sem loftslagsaðgerð gagnvart Parísarsamkomulaginu. Jafnvel þá væri aðeins hægt að nýta endurheimtina að litlu leyti. 14. febrúar 2018 14:45 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Endurheimt votlendis gagnast takmarkað gagnvart Parísarmarkmiðunum Ísland þyrfti að jafna út losun frá framræstu landi síðasta rúma áratuginn áður en hægt væri að nýta endurheimt votlendis sem loftslagsaðgerð gagnvart Parísarsamkomulaginu. Jafnvel þá væri aðeins hægt að nýta endurheimtina að litlu leyti. 14. febrúar 2018 14:45