Enski boltinn

Neitaði nýjum samning á Old Traf­ford

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jesse Lingard skoraði tvívegis í síðasta landsleik Englands.
Jesse Lingard skoraði tvívegis í síðasta landsleik Englands. Shaun Botterill/Getty Images

Fótboltamaðurinn Jesse Lingard hefur hafnað samningstilboði Manchester United. Núverandi samningur leikmannsins rennur út sumarið 2022

Jesse Lingard skoraði tvívegis í 4-0 sigri Englands á Andorra í undankeppni HM 2022 ásamt því að leggja upp eitt mark. Leikmaðurinn spilaði frábærlega á láni hjá West Ham United á síðari hluta síðasta tímabils og var ein af aðalástæðum þess að West Ham endaði í 6. sæti deildarinnar.

Hann fór aftur til Manchester United í sumar og ákvað að berjast fyrir sæti sínu hjá liðinu frekar en að fara til West Ham á nýjan leik eða til annars félags.

Hinn 28 ára gamli Lingard hefur hins vegar ekki spilað mikið fyrir Manchester United í fyrstu þremur leikjum tímabilsins – raunar hefur hann aðeins spilað fjórar mínútur – og ku það vera ástæðan fyrir því að hann vill ekki skrifa undir nýjan samning.

Talið er að Man Utd hafi viljað fá hann til að skrifa undir nýjan samning og mögulega selja hann næsta sumar á betra verði en það hefði getað gert í sumar. Nú er ljóst að Lingard getur farið frítt næsta sumar nema hann verði seldur í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×