Vopnað rán og eltingaleikur um hábjartan dag Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. september 2021 08:30 Ránið átti sér stað um hábjartan dag. epa/Yoan Valat Tveir menn eru í haldi lögreglu og fimm annarra er leitað eftir að vopnaðir þjófar réðust inn í verslun Bulgari í miðborg Parísar og höfðu á brott með sér skartgripi sem metnir eru á 1,5 milljarð króna. Þrír þjófar gengu inn í verslunina klæddir jakkafötum og ógnuðu viðstöddum með skotvopnum. Þeir flúðu á gráum BMW en fjórir vitorðsmenn létu sig hverfa á rafskútum. Lögregla skaut á bifreiðina skammt frá Les Halles verslunarmiðstöðinni, sem leiddi til þess að þjófarnir komu sér út og freistuðu þess að komast undan á tveimur jafnfljótum. Tveir þeirra náðust. Umrædd verslun stendur við Place Vendome, skammt frá Ritz-hótelinu, og hafði nýlega verið opnuð eftir endurbætur. Fjöldi annarra lúxusverslana standa við torgið, svo sem Chanel, Boucheron og Van Cleef & Arpels. Nokkuð hefur verið um skartgripaþjófnaði í París á undanförnum mánuðum og líklegt að glæpir og öryggismál verði meðal þeirra mála sem rædd verða í aðdraganda forsetakosninganna sem fara fram á næsta ári. Hinn 27. júlí síðastliðinn réðist maður inn í Chaumet-verslun og hafði á brott með sér skart fyrir um 2 milljónir evra. Hann var handtekinn daginn eftir og flestir gripana endurheimtir. Þremur dögum seinna réðust tveir menn vopnaðir rafbyssu og táragasi inn í Dinh Van-verslun og tóku með sér skartgripi metna á um 400 þúsund evrur. Það kemur ekki fram í frétt Guardian hvort lögregla hefur endurheimt gripina sem stolið var í Bulgari-versluninni í gær. Frakkland Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Sjá meira
Þrír þjófar gengu inn í verslunina klæddir jakkafötum og ógnuðu viðstöddum með skotvopnum. Þeir flúðu á gráum BMW en fjórir vitorðsmenn létu sig hverfa á rafskútum. Lögregla skaut á bifreiðina skammt frá Les Halles verslunarmiðstöðinni, sem leiddi til þess að þjófarnir komu sér út og freistuðu þess að komast undan á tveimur jafnfljótum. Tveir þeirra náðust. Umrædd verslun stendur við Place Vendome, skammt frá Ritz-hótelinu, og hafði nýlega verið opnuð eftir endurbætur. Fjöldi annarra lúxusverslana standa við torgið, svo sem Chanel, Boucheron og Van Cleef & Arpels. Nokkuð hefur verið um skartgripaþjófnaði í París á undanförnum mánuðum og líklegt að glæpir og öryggismál verði meðal þeirra mála sem rædd verða í aðdraganda forsetakosninganna sem fara fram á næsta ári. Hinn 27. júlí síðastliðinn réðist maður inn í Chaumet-verslun og hafði á brott með sér skart fyrir um 2 milljónir evra. Hann var handtekinn daginn eftir og flestir gripana endurheimtir. Þremur dögum seinna réðust tveir menn vopnaðir rafbyssu og táragasi inn í Dinh Van-verslun og tóku með sér skartgripi metna á um 400 þúsund evrur. Það kemur ekki fram í frétt Guardian hvort lögregla hefur endurheimt gripina sem stolið var í Bulgari-versluninni í gær.
Frakkland Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Sjá meira