„Reynið að fá ykkur almennilega vinnu“ Jakob Bjarnar skrifar 6. september 2021 14:45 „Frekar finnst mér það merkileg hyskni af hendi ráðherra fjármála og menntamála að sýna sig ekki og þar með segja að málið sé þeim óviðkomandi,“ segir Steinunn Ólína. Vísir/Vilhelm/Getty Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og rithöfundur, var fundarstjóri á málþingi Bandalags íslenskra listamanna um helgina. Og hún hundskammar nú ráðamenn fyrir að hafa skrópað. „Enginn ráðamanna mætti. Sjálfstætt starfandi listamenn og einyrkjar í menningargeiranum athugið! Ekki einn ráðherra úr ríkisstjórn mætti á málþing Bandalags íslenskra listamanna um helgina sem leið. Ekki einn. Velkomin út á Guð og gaddinn og reynið nú bara að fá ykkur ALMENNILEGA vinnu!“ segir Steinunn Ólína á Facebook-síðu sinni. Henni þykir fjarvera ráðamanna meinleg, svo mjög að átakanleg er orð sem nær ekki yfir hvað henni sýnist um það. „Frekar finnst mér það merkileg hyskni af hendi ráðherra fjármála og menntamála að sýna sig ekki og þar með segja að málið sé þeim óviðkomandi,“ segir Steinunn Ólína í samtali við Vísi og gefur engan afslátt: „Sjálfstætt starfandi einyrkjar í bransanum munu ganga til kosninga eins og aðrir.“ Hrun sé litið til starfsumhverfis listamanna Á þinginu var rædd sú alvarlega staða sem upp er komin en samkomubann vegna sóttvarna hafa haft alvarlegar afleiðingar fyrir listamenn og hefur svipt fjölda þeirra öllum möguleikum á að starfa og afla tekna. „Þetta algera hrun hefur afhjúpað hversu erfiðlega listamönnum gengur að nýta þau úrræði sem eiga að grípa fólk við slík áföll á vinnumarkaði. Ósveigjanlegar útlínur regluverksins ná illa utan um flókið og margbreytilegt starfsumhverfi listamanna og ólík ráðningarform,“ segir í kynningu á þinginu. Erling Jóhannesson, forseti Bandalags íslenskra listamanna, segir það meinlegt að ráðamenn hafi hvorki látið sjá sig né sent fulltrúa sinn á þingið þar sem eitt af stóru málunum voru til umfjöllunar.Vísir Þeir sem höfðu framsögu á þinginu voru Erling Jóhannesson, Forseti Bandalags íslenskra listamanna, Jakob Tryggvason, Formaður félags tæknifólks, Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis og Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður. En hann fór með mál Þóru Einarsdóttur söngkonu gegn Íslensku óperunni, sem tengist stöðu listamanna. Eitt af stóru málunum Erling forseti BÍL segir að ekki hafi verið send formleg fundarboð á ráðamenn en þeim hafi engu að síður mátt vera dagljóst að þingið, sem fram fór í Iðnó, væri á dagskrá. Í hlaðvarpi sem finna má á heimasíðu BÍL hefur verið fjallað mikið um veikleika sem birtist í starfsumhverfi listamanna auk þess sem þetta sé víðtækra vandamál með þeim gagngeru breytingum sem vinnumarkaðurinn hafi tekið. „Þetta hefur verið fyrirferðarmikil umræða við forystumenn allra flokka,“ segir Erling sem telur, líkt og Steinunn Ólína, óforsvaranlegt að fulltrúar stjórnarflokkanna hafi ekki látið sjá sig. „Þetta er eitt af stóru málunum í tiltekt á reglugerðarfargani vinnumarkaðarins á næstu árum. Við erum að tala um löggjöf sem sett var 1938. Sá er grunnur vinnumarkaðarins. Þegar bútasaumi og klastrinu er bætt við reglugerð gerir það þetta allt enn flóknara, og flóknara …“ Alþingiskosningar 2021 Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Leikhús Myndlist Tónlist Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
„Enginn ráðamanna mætti. Sjálfstætt starfandi listamenn og einyrkjar í menningargeiranum athugið! Ekki einn ráðherra úr ríkisstjórn mætti á málþing Bandalags íslenskra listamanna um helgina sem leið. Ekki einn. Velkomin út á Guð og gaddinn og reynið nú bara að fá ykkur ALMENNILEGA vinnu!“ segir Steinunn Ólína á Facebook-síðu sinni. Henni þykir fjarvera ráðamanna meinleg, svo mjög að átakanleg er orð sem nær ekki yfir hvað henni sýnist um það. „Frekar finnst mér það merkileg hyskni af hendi ráðherra fjármála og menntamála að sýna sig ekki og þar með segja að málið sé þeim óviðkomandi,“ segir Steinunn Ólína í samtali við Vísi og gefur engan afslátt: „Sjálfstætt starfandi einyrkjar í bransanum munu ganga til kosninga eins og aðrir.“ Hrun sé litið til starfsumhverfis listamanna Á þinginu var rædd sú alvarlega staða sem upp er komin en samkomubann vegna sóttvarna hafa haft alvarlegar afleiðingar fyrir listamenn og hefur svipt fjölda þeirra öllum möguleikum á að starfa og afla tekna. „Þetta algera hrun hefur afhjúpað hversu erfiðlega listamönnum gengur að nýta þau úrræði sem eiga að grípa fólk við slík áföll á vinnumarkaði. Ósveigjanlegar útlínur regluverksins ná illa utan um flókið og margbreytilegt starfsumhverfi listamanna og ólík ráðningarform,“ segir í kynningu á þinginu. Erling Jóhannesson, forseti Bandalags íslenskra listamanna, segir það meinlegt að ráðamenn hafi hvorki látið sjá sig né sent fulltrúa sinn á þingið þar sem eitt af stóru málunum voru til umfjöllunar.Vísir Þeir sem höfðu framsögu á þinginu voru Erling Jóhannesson, Forseti Bandalags íslenskra listamanna, Jakob Tryggvason, Formaður félags tæknifólks, Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis og Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður. En hann fór með mál Þóru Einarsdóttur söngkonu gegn Íslensku óperunni, sem tengist stöðu listamanna. Eitt af stóru málunum Erling forseti BÍL segir að ekki hafi verið send formleg fundarboð á ráðamenn en þeim hafi engu að síður mátt vera dagljóst að þingið, sem fram fór í Iðnó, væri á dagskrá. Í hlaðvarpi sem finna má á heimasíðu BÍL hefur verið fjallað mikið um veikleika sem birtist í starfsumhverfi listamanna auk þess sem þetta sé víðtækra vandamál með þeim gagngeru breytingum sem vinnumarkaðurinn hafi tekið. „Þetta hefur verið fyrirferðarmikil umræða við forystumenn allra flokka,“ segir Erling sem telur, líkt og Steinunn Ólína, óforsvaranlegt að fulltrúar stjórnarflokkanna hafi ekki látið sjá sig. „Þetta er eitt af stóru málunum í tiltekt á reglugerðarfargani vinnumarkaðarins á næstu árum. Við erum að tala um löggjöf sem sett var 1938. Sá er grunnur vinnumarkaðarins. Þegar bútasaumi og klastrinu er bætt við reglugerð gerir það þetta allt enn flóknara, og flóknara …“
Alþingiskosningar 2021 Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Leikhús Myndlist Tónlist Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent