„Reynið að fá ykkur almennilega vinnu“ Jakob Bjarnar skrifar 6. september 2021 14:45 „Frekar finnst mér það merkileg hyskni af hendi ráðherra fjármála og menntamála að sýna sig ekki og þar með segja að málið sé þeim óviðkomandi,“ segir Steinunn Ólína. Vísir/Vilhelm/Getty Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og rithöfundur, var fundarstjóri á málþingi Bandalags íslenskra listamanna um helgina. Og hún hundskammar nú ráðamenn fyrir að hafa skrópað. „Enginn ráðamanna mætti. Sjálfstætt starfandi listamenn og einyrkjar í menningargeiranum athugið! Ekki einn ráðherra úr ríkisstjórn mætti á málþing Bandalags íslenskra listamanna um helgina sem leið. Ekki einn. Velkomin út á Guð og gaddinn og reynið nú bara að fá ykkur ALMENNILEGA vinnu!“ segir Steinunn Ólína á Facebook-síðu sinni. Henni þykir fjarvera ráðamanna meinleg, svo mjög að átakanleg er orð sem nær ekki yfir hvað henni sýnist um það. „Frekar finnst mér það merkileg hyskni af hendi ráðherra fjármála og menntamála að sýna sig ekki og þar með segja að málið sé þeim óviðkomandi,“ segir Steinunn Ólína í samtali við Vísi og gefur engan afslátt: „Sjálfstætt starfandi einyrkjar í bransanum munu ganga til kosninga eins og aðrir.“ Hrun sé litið til starfsumhverfis listamanna Á þinginu var rædd sú alvarlega staða sem upp er komin en samkomubann vegna sóttvarna hafa haft alvarlegar afleiðingar fyrir listamenn og hefur svipt fjölda þeirra öllum möguleikum á að starfa og afla tekna. „Þetta algera hrun hefur afhjúpað hversu erfiðlega listamönnum gengur að nýta þau úrræði sem eiga að grípa fólk við slík áföll á vinnumarkaði. Ósveigjanlegar útlínur regluverksins ná illa utan um flókið og margbreytilegt starfsumhverfi listamanna og ólík ráðningarform,“ segir í kynningu á þinginu. Erling Jóhannesson, forseti Bandalags íslenskra listamanna, segir það meinlegt að ráðamenn hafi hvorki látið sjá sig né sent fulltrúa sinn á þingið þar sem eitt af stóru málunum voru til umfjöllunar.Vísir Þeir sem höfðu framsögu á þinginu voru Erling Jóhannesson, Forseti Bandalags íslenskra listamanna, Jakob Tryggvason, Formaður félags tæknifólks, Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis og Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður. En hann fór með mál Þóru Einarsdóttur söngkonu gegn Íslensku óperunni, sem tengist stöðu listamanna. Eitt af stóru málunum Erling forseti BÍL segir að ekki hafi verið send formleg fundarboð á ráðamenn en þeim hafi engu að síður mátt vera dagljóst að þingið, sem fram fór í Iðnó, væri á dagskrá. Í hlaðvarpi sem finna má á heimasíðu BÍL hefur verið fjallað mikið um veikleika sem birtist í starfsumhverfi listamanna auk þess sem þetta sé víðtækra vandamál með þeim gagngeru breytingum sem vinnumarkaðurinn hafi tekið. „Þetta hefur verið fyrirferðarmikil umræða við forystumenn allra flokka,“ segir Erling sem telur, líkt og Steinunn Ólína, óforsvaranlegt að fulltrúar stjórnarflokkanna hafi ekki látið sjá sig. „Þetta er eitt af stóru málunum í tiltekt á reglugerðarfargani vinnumarkaðarins á næstu árum. Við erum að tala um löggjöf sem sett var 1938. Sá er grunnur vinnumarkaðarins. Þegar bútasaumi og klastrinu er bætt við reglugerð gerir það þetta allt enn flóknara, og flóknara …“ Alþingiskosningar 2021 Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Leikhús Myndlist Tónlist Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
„Enginn ráðamanna mætti. Sjálfstætt starfandi listamenn og einyrkjar í menningargeiranum athugið! Ekki einn ráðherra úr ríkisstjórn mætti á málþing Bandalags íslenskra listamanna um helgina sem leið. Ekki einn. Velkomin út á Guð og gaddinn og reynið nú bara að fá ykkur ALMENNILEGA vinnu!“ segir Steinunn Ólína á Facebook-síðu sinni. Henni þykir fjarvera ráðamanna meinleg, svo mjög að átakanleg er orð sem nær ekki yfir hvað henni sýnist um það. „Frekar finnst mér það merkileg hyskni af hendi ráðherra fjármála og menntamála að sýna sig ekki og þar með segja að málið sé þeim óviðkomandi,“ segir Steinunn Ólína í samtali við Vísi og gefur engan afslátt: „Sjálfstætt starfandi einyrkjar í bransanum munu ganga til kosninga eins og aðrir.“ Hrun sé litið til starfsumhverfis listamanna Á þinginu var rædd sú alvarlega staða sem upp er komin en samkomubann vegna sóttvarna hafa haft alvarlegar afleiðingar fyrir listamenn og hefur svipt fjölda þeirra öllum möguleikum á að starfa og afla tekna. „Þetta algera hrun hefur afhjúpað hversu erfiðlega listamönnum gengur að nýta þau úrræði sem eiga að grípa fólk við slík áföll á vinnumarkaði. Ósveigjanlegar útlínur regluverksins ná illa utan um flókið og margbreytilegt starfsumhverfi listamanna og ólík ráðningarform,“ segir í kynningu á þinginu. Erling Jóhannesson, forseti Bandalags íslenskra listamanna, segir það meinlegt að ráðamenn hafi hvorki látið sjá sig né sent fulltrúa sinn á þingið þar sem eitt af stóru málunum voru til umfjöllunar.Vísir Þeir sem höfðu framsögu á þinginu voru Erling Jóhannesson, Forseti Bandalags íslenskra listamanna, Jakob Tryggvason, Formaður félags tæknifólks, Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis og Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður. En hann fór með mál Þóru Einarsdóttur söngkonu gegn Íslensku óperunni, sem tengist stöðu listamanna. Eitt af stóru málunum Erling forseti BÍL segir að ekki hafi verið send formleg fundarboð á ráðamenn en þeim hafi engu að síður mátt vera dagljóst að þingið, sem fram fór í Iðnó, væri á dagskrá. Í hlaðvarpi sem finna má á heimasíðu BÍL hefur verið fjallað mikið um veikleika sem birtist í starfsumhverfi listamanna auk þess sem þetta sé víðtækra vandamál með þeim gagngeru breytingum sem vinnumarkaðurinn hafi tekið. „Þetta hefur verið fyrirferðarmikil umræða við forystumenn allra flokka,“ segir Erling sem telur, líkt og Steinunn Ólína, óforsvaranlegt að fulltrúar stjórnarflokkanna hafi ekki látið sjá sig. „Þetta er eitt af stóru málunum í tiltekt á reglugerðarfargani vinnumarkaðarins á næstu árum. Við erum að tala um löggjöf sem sett var 1938. Sá er grunnur vinnumarkaðarins. Þegar bútasaumi og klastrinu er bætt við reglugerð gerir það þetta allt enn flóknara, og flóknara …“
Alþingiskosningar 2021 Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Leikhús Myndlist Tónlist Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira