„Reynið að fá ykkur almennilega vinnu“ Jakob Bjarnar skrifar 6. september 2021 14:45 „Frekar finnst mér það merkileg hyskni af hendi ráðherra fjármála og menntamála að sýna sig ekki og þar með segja að málið sé þeim óviðkomandi,“ segir Steinunn Ólína. Vísir/Vilhelm/Getty Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og rithöfundur, var fundarstjóri á málþingi Bandalags íslenskra listamanna um helgina. Og hún hundskammar nú ráðamenn fyrir að hafa skrópað. „Enginn ráðamanna mætti. Sjálfstætt starfandi listamenn og einyrkjar í menningargeiranum athugið! Ekki einn ráðherra úr ríkisstjórn mætti á málþing Bandalags íslenskra listamanna um helgina sem leið. Ekki einn. Velkomin út á Guð og gaddinn og reynið nú bara að fá ykkur ALMENNILEGA vinnu!“ segir Steinunn Ólína á Facebook-síðu sinni. Henni þykir fjarvera ráðamanna meinleg, svo mjög að átakanleg er orð sem nær ekki yfir hvað henni sýnist um það. „Frekar finnst mér það merkileg hyskni af hendi ráðherra fjármála og menntamála að sýna sig ekki og þar með segja að málið sé þeim óviðkomandi,“ segir Steinunn Ólína í samtali við Vísi og gefur engan afslátt: „Sjálfstætt starfandi einyrkjar í bransanum munu ganga til kosninga eins og aðrir.“ Hrun sé litið til starfsumhverfis listamanna Á þinginu var rædd sú alvarlega staða sem upp er komin en samkomubann vegna sóttvarna hafa haft alvarlegar afleiðingar fyrir listamenn og hefur svipt fjölda þeirra öllum möguleikum á að starfa og afla tekna. „Þetta algera hrun hefur afhjúpað hversu erfiðlega listamönnum gengur að nýta þau úrræði sem eiga að grípa fólk við slík áföll á vinnumarkaði. Ósveigjanlegar útlínur regluverksins ná illa utan um flókið og margbreytilegt starfsumhverfi listamanna og ólík ráðningarform,“ segir í kynningu á þinginu. Erling Jóhannesson, forseti Bandalags íslenskra listamanna, segir það meinlegt að ráðamenn hafi hvorki látið sjá sig né sent fulltrúa sinn á þingið þar sem eitt af stóru málunum voru til umfjöllunar.Vísir Þeir sem höfðu framsögu á þinginu voru Erling Jóhannesson, Forseti Bandalags íslenskra listamanna, Jakob Tryggvason, Formaður félags tæknifólks, Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis og Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður. En hann fór með mál Þóru Einarsdóttur söngkonu gegn Íslensku óperunni, sem tengist stöðu listamanna. Eitt af stóru málunum Erling forseti BÍL segir að ekki hafi verið send formleg fundarboð á ráðamenn en þeim hafi engu að síður mátt vera dagljóst að þingið, sem fram fór í Iðnó, væri á dagskrá. Í hlaðvarpi sem finna má á heimasíðu BÍL hefur verið fjallað mikið um veikleika sem birtist í starfsumhverfi listamanna auk þess sem þetta sé víðtækra vandamál með þeim gagngeru breytingum sem vinnumarkaðurinn hafi tekið. „Þetta hefur verið fyrirferðarmikil umræða við forystumenn allra flokka,“ segir Erling sem telur, líkt og Steinunn Ólína, óforsvaranlegt að fulltrúar stjórnarflokkanna hafi ekki látið sjá sig. „Þetta er eitt af stóru málunum í tiltekt á reglugerðarfargani vinnumarkaðarins á næstu árum. Við erum að tala um löggjöf sem sett var 1938. Sá er grunnur vinnumarkaðarins. Þegar bútasaumi og klastrinu er bætt við reglugerð gerir það þetta allt enn flóknara, og flóknara …“ Alþingiskosningar 2021 Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Leikhús Myndlist Tónlist Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
„Enginn ráðamanna mætti. Sjálfstætt starfandi listamenn og einyrkjar í menningargeiranum athugið! Ekki einn ráðherra úr ríkisstjórn mætti á málþing Bandalags íslenskra listamanna um helgina sem leið. Ekki einn. Velkomin út á Guð og gaddinn og reynið nú bara að fá ykkur ALMENNILEGA vinnu!“ segir Steinunn Ólína á Facebook-síðu sinni. Henni þykir fjarvera ráðamanna meinleg, svo mjög að átakanleg er orð sem nær ekki yfir hvað henni sýnist um það. „Frekar finnst mér það merkileg hyskni af hendi ráðherra fjármála og menntamála að sýna sig ekki og þar með segja að málið sé þeim óviðkomandi,“ segir Steinunn Ólína í samtali við Vísi og gefur engan afslátt: „Sjálfstætt starfandi einyrkjar í bransanum munu ganga til kosninga eins og aðrir.“ Hrun sé litið til starfsumhverfis listamanna Á þinginu var rædd sú alvarlega staða sem upp er komin en samkomubann vegna sóttvarna hafa haft alvarlegar afleiðingar fyrir listamenn og hefur svipt fjölda þeirra öllum möguleikum á að starfa og afla tekna. „Þetta algera hrun hefur afhjúpað hversu erfiðlega listamönnum gengur að nýta þau úrræði sem eiga að grípa fólk við slík áföll á vinnumarkaði. Ósveigjanlegar útlínur regluverksins ná illa utan um flókið og margbreytilegt starfsumhverfi listamanna og ólík ráðningarform,“ segir í kynningu á þinginu. Erling Jóhannesson, forseti Bandalags íslenskra listamanna, segir það meinlegt að ráðamenn hafi hvorki látið sjá sig né sent fulltrúa sinn á þingið þar sem eitt af stóru málunum voru til umfjöllunar.Vísir Þeir sem höfðu framsögu á þinginu voru Erling Jóhannesson, Forseti Bandalags íslenskra listamanna, Jakob Tryggvason, Formaður félags tæknifólks, Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis og Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður. En hann fór með mál Þóru Einarsdóttur söngkonu gegn Íslensku óperunni, sem tengist stöðu listamanna. Eitt af stóru málunum Erling forseti BÍL segir að ekki hafi verið send formleg fundarboð á ráðamenn en þeim hafi engu að síður mátt vera dagljóst að þingið, sem fram fór í Iðnó, væri á dagskrá. Í hlaðvarpi sem finna má á heimasíðu BÍL hefur verið fjallað mikið um veikleika sem birtist í starfsumhverfi listamanna auk þess sem þetta sé víðtækra vandamál með þeim gagngeru breytingum sem vinnumarkaðurinn hafi tekið. „Þetta hefur verið fyrirferðarmikil umræða við forystumenn allra flokka,“ segir Erling sem telur, líkt og Steinunn Ólína, óforsvaranlegt að fulltrúar stjórnarflokkanna hafi ekki látið sjá sig. „Þetta er eitt af stóru málunum í tiltekt á reglugerðarfargani vinnumarkaðarins á næstu árum. Við erum að tala um löggjöf sem sett var 1938. Sá er grunnur vinnumarkaðarins. Þegar bútasaumi og klastrinu er bætt við reglugerð gerir það þetta allt enn flóknara, og flóknara …“
Alþingiskosningar 2021 Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Leikhús Myndlist Tónlist Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira