Reyndu lengi að vísa árásarmanninum úr landi Samúel Karl Ólason skrifar 5. september 2021 10:44 Ahmed Aathill Mohamed Samsudeen í dómsal árið 2018. AP/Greg Bowker Yfirvöld á Nýja-Sjálandi reyndu um árabil að vísa manninum sem stakk sjö í verslunarmiðstöð í Auckland í vikunni úr landi. Það var eftir að Ahamed Aathil Mohamed Samsudeen, sem er nú á fertugsaldri, kom frá Sri Lanka sem flóttamaður. Samsudeen kom fyrst til Nýja-Sjálands fyrir tíu árum sem námsmaður en sótti um stöðu flóttamanns sem hann fékk árið 2013. Reuters vitnar í skjöl sem voru opinberuð í morgun en þar kemur fram að undanfarin ár hafi verið reynt að vísa honum úr landi en það hafi ekki gengið eftir. Samsudeen tók hníf úr hillu í verslunarmiðstöð á föstudaginn og stakk og skar sjö manns. Enginn dó í árásinni en hann var fljótt skotinn til bana af lögregluþjóni. Þrír eru enn í alvarlegu ástandi og einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Árásarmaðurinn var undir stöðugu eftirliti nýsjálenskra yfirvalda þar sem hann var talinn aðhyllast hugmyndafræði ISIS. Leynilögregluþjónn sem var að fylgjast með Samsudeen skaut hann til bana í árásinni. Nokkrum sinnum dæmdur í fangelsi Samsudeen hafði nokkrum sinnum verið handtekinn á undanförnum árum og hafði setið í fangelsi í samanlagt þrjú ár. Í fyrra var hann handtekinn fyrir að skipuleggja hryðjuverkaárás en sýknaður því samkvæmt lögum væri ekki nóg að skipuleggja árás til að vera dæmdur. Hann var því dæmdur fyrir að eiga áróðursefni frá hryðjuverkasamtökum og gert að vera undir eftirliti í ár. Eftir að Samsudeen vakti áhyggjur yfirvalda árið 2016 kom í ljós að hann hefði sótt um og fengið stöðu flóttamanns á fölskum forsendum. Síðan þá hefur verið reynt að fella niður vegabréfsáritun hans og vísa honum úr landi. Eftir að brottvísun var samþykkt áfrýjaði hann þeirri ákvörðun en ekki var hægt að taka þá áfrýjun fyrir þar sem Samsudeen sat í fangelsi og seinna ekki fyrr en önnur málaferli gegn honum enduðu, sem var í maí. Reuters hefur eftir Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, að þessar misheppnuðu tilraunir til að vísa Samsudeen úr landi væru svekkjandi. Þá hefur ríkisstjórn hennar heitið því að herða lög í landinu og þá sérstaklega lögin sem snúa að skipulagningu árása og löggjöf varðandi innflytjendur. Hér má sjá sjónvarpsfrétt ABC News í Ástralíu um árásina og sakaferil Samsudeen. Hélt aftur af árásarmanninum með röri Fyrrverandi sjúkraflutningamaður hefur hlotið lof fyrir að standa í hárinu á Samsudeen meðan árásin stóð yfir og hlúa að særðum í kjölfar hennar. NZ Herald segir Ross Tomlinson hafa gripið málmrör og notað það til að ógna Samsudeen og draga athygli hans frá öðru fólki í verslunarmiðstöðinni. Tomlinson stóð svo andspænis Samsudeen þegar hann var skotinn til bana. Því næst stökk hann til og hjálpaði við að búa um sár þeirra sem særðust. Þar á meðal voru tvær konur sem Tomlinson telur meðal þeirra sem séu í alvarlegu ástandi. Önnur þeirra var meðal annars með sár á hálsi og öxlum og blæddi mikið. Nýja-Sjáland Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira
Samsudeen kom fyrst til Nýja-Sjálands fyrir tíu árum sem námsmaður en sótti um stöðu flóttamanns sem hann fékk árið 2013. Reuters vitnar í skjöl sem voru opinberuð í morgun en þar kemur fram að undanfarin ár hafi verið reynt að vísa honum úr landi en það hafi ekki gengið eftir. Samsudeen tók hníf úr hillu í verslunarmiðstöð á föstudaginn og stakk og skar sjö manns. Enginn dó í árásinni en hann var fljótt skotinn til bana af lögregluþjóni. Þrír eru enn í alvarlegu ástandi og einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Árásarmaðurinn var undir stöðugu eftirliti nýsjálenskra yfirvalda þar sem hann var talinn aðhyllast hugmyndafræði ISIS. Leynilögregluþjónn sem var að fylgjast með Samsudeen skaut hann til bana í árásinni. Nokkrum sinnum dæmdur í fangelsi Samsudeen hafði nokkrum sinnum verið handtekinn á undanförnum árum og hafði setið í fangelsi í samanlagt þrjú ár. Í fyrra var hann handtekinn fyrir að skipuleggja hryðjuverkaárás en sýknaður því samkvæmt lögum væri ekki nóg að skipuleggja árás til að vera dæmdur. Hann var því dæmdur fyrir að eiga áróðursefni frá hryðjuverkasamtökum og gert að vera undir eftirliti í ár. Eftir að Samsudeen vakti áhyggjur yfirvalda árið 2016 kom í ljós að hann hefði sótt um og fengið stöðu flóttamanns á fölskum forsendum. Síðan þá hefur verið reynt að fella niður vegabréfsáritun hans og vísa honum úr landi. Eftir að brottvísun var samþykkt áfrýjaði hann þeirri ákvörðun en ekki var hægt að taka þá áfrýjun fyrir þar sem Samsudeen sat í fangelsi og seinna ekki fyrr en önnur málaferli gegn honum enduðu, sem var í maí. Reuters hefur eftir Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, að þessar misheppnuðu tilraunir til að vísa Samsudeen úr landi væru svekkjandi. Þá hefur ríkisstjórn hennar heitið því að herða lög í landinu og þá sérstaklega lögin sem snúa að skipulagningu árása og löggjöf varðandi innflytjendur. Hér má sjá sjónvarpsfrétt ABC News í Ástralíu um árásina og sakaferil Samsudeen. Hélt aftur af árásarmanninum með röri Fyrrverandi sjúkraflutningamaður hefur hlotið lof fyrir að standa í hárinu á Samsudeen meðan árásin stóð yfir og hlúa að særðum í kjölfar hennar. NZ Herald segir Ross Tomlinson hafa gripið málmrör og notað það til að ógna Samsudeen og draga athygli hans frá öðru fólki í verslunarmiðstöðinni. Tomlinson stóð svo andspænis Samsudeen þegar hann var skotinn til bana. Því næst stökk hann til og hjálpaði við að búa um sár þeirra sem særðust. Þar á meðal voru tvær konur sem Tomlinson telur meðal þeirra sem séu í alvarlegu ástandi. Önnur þeirra var meðal annars með sár á hálsi og öxlum og blæddi mikið.
Nýja-Sjáland Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira