Vilja koma böndum á notkun ormalyfs gegn Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2021 13:30 Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna segir að í ágúst hafi um 88 þúsund lyfseðlar verið veittir fyrir ivermectin á viku. Það sé tuttugu og fjórum sinnum fleiri lyfseðlar en eðlilegt teljist. Getty/Soumyabrata Roy Heilbrigðissérfræðingar og hópar heilbrigðisstarfsmanna í Bandaríkjunum verja þessa dagana miklu púðri í að reyna að koma í veg fyrir notkun gamals ormalyfs gegn Covid-19. Varað er við því að notkun lyfsins geti valdið skaðlegum hliðarverkunum og lítið sé um sönnunargögn um að lyfið hjálpi raunverulega gegn veirunni. Embættismenn í bandaríkjunum hafa orðið varir við mikla aukningu í notkun lyfsins Ivermectin í sumar. Þar er um að ræða ódýrt lyf sem hefur verið til í áratugi og er notað gegn hringormum og öðrum sníkjudýrum í húsdýrum og jafnvel mönnum. Samhliða mikilli notkun hefur tilkynningum um að fólk hafi tekið of stóra skammta af lyfinu fjölgað einnig. Þá hafa borist fregnir af því að fólk hafi verið að kaupa sérstaka útgáfu lyfsins sem ætluð er gæludýrum í massavís í gæludýrabúðum. Sjá einnig: Vara við inntöku húðkrems gegn Covid-19 Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna segir að í ágúst hafi um 88 þúsund lyfseðlar verið veittir fyrir ivermectin á viku. Það sé tuttugu og fjórum sinnum fleiri lyfseðlar en eðlilegt teljist. Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur varað sérstaklega við notkun Ivermectin gegn Covid-19. Áhrifamiklir íhaldsmenn vestanhafs hafa ýtt undir notkun lyfsins. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa meðal annars hvatt fólk til að nota lyfið gegn kórónuveirunni. Bæði til að koma í veg fyrir smit og til að draga úr einkennum þeirra sem hafa smitast. Þessar ráðleggingar hafa verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum og náð til milljóna Bandaríkjamanna sem vilja ekki láta bólusetja sig. Sjá einnig: Innflutningur á ivermectin tífaldast í Ástralíu og fleiri neita að svara um notkun þess Stærstu samtök heilbrigðisstarfsmanna eins og lækna og lyfjafræðinga vöruðu við því að fólk fengi lyfseðla fyrir lyfinu. Alfarið óljóst væri hvort þau gerðu yfir höfuð gagn gegn kórónuveirunni. Hingað til hafa niðurstöður nokkurra rannsókna gefið í skyn að lyfið hjálpi gegn Covid-19. AP fréttaveitan segir þær þó takmarkaðar og útlit fyrir að gífurlega mikið magn af lyfinu þurfi svo það hjálpi. Mun meira en hollt teljist fyrir menn. Nokkrar umfangsmiklar rannsóknir eru yfirstandandi sem eiga að varpa betra ljósi á virkni ormalyfsins gegn Covid-19 á næstunni. Delta-afbrigði kórónuveirunnar herjar hún af miklum krafti á Bandaríkin og þá helst á óbólusetta. Í byrjun júlí voru rúmlega tvö hundruð Bandaríkjamenn að deyja á degi hverjum vegna Covid-19. Sú tala er nú komin í um 1.500. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Embættismenn í bandaríkjunum hafa orðið varir við mikla aukningu í notkun lyfsins Ivermectin í sumar. Þar er um að ræða ódýrt lyf sem hefur verið til í áratugi og er notað gegn hringormum og öðrum sníkjudýrum í húsdýrum og jafnvel mönnum. Samhliða mikilli notkun hefur tilkynningum um að fólk hafi tekið of stóra skammta af lyfinu fjölgað einnig. Þá hafa borist fregnir af því að fólk hafi verið að kaupa sérstaka útgáfu lyfsins sem ætluð er gæludýrum í massavís í gæludýrabúðum. Sjá einnig: Vara við inntöku húðkrems gegn Covid-19 Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna segir að í ágúst hafi um 88 þúsund lyfseðlar verið veittir fyrir ivermectin á viku. Það sé tuttugu og fjórum sinnum fleiri lyfseðlar en eðlilegt teljist. Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur varað sérstaklega við notkun Ivermectin gegn Covid-19. Áhrifamiklir íhaldsmenn vestanhafs hafa ýtt undir notkun lyfsins. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa meðal annars hvatt fólk til að nota lyfið gegn kórónuveirunni. Bæði til að koma í veg fyrir smit og til að draga úr einkennum þeirra sem hafa smitast. Þessar ráðleggingar hafa verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum og náð til milljóna Bandaríkjamanna sem vilja ekki láta bólusetja sig. Sjá einnig: Innflutningur á ivermectin tífaldast í Ástralíu og fleiri neita að svara um notkun þess Stærstu samtök heilbrigðisstarfsmanna eins og lækna og lyfjafræðinga vöruðu við því að fólk fengi lyfseðla fyrir lyfinu. Alfarið óljóst væri hvort þau gerðu yfir höfuð gagn gegn kórónuveirunni. Hingað til hafa niðurstöður nokkurra rannsókna gefið í skyn að lyfið hjálpi gegn Covid-19. AP fréttaveitan segir þær þó takmarkaðar og útlit fyrir að gífurlega mikið magn af lyfinu þurfi svo það hjálpi. Mun meira en hollt teljist fyrir menn. Nokkrar umfangsmiklar rannsóknir eru yfirstandandi sem eiga að varpa betra ljósi á virkni ormalyfsins gegn Covid-19 á næstunni. Delta-afbrigði kórónuveirunnar herjar hún af miklum krafti á Bandaríkin og þá helst á óbólusetta. Í byrjun júlí voru rúmlega tvö hundruð Bandaríkjamenn að deyja á degi hverjum vegna Covid-19. Sú tala er nú komin í um 1.500.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira