Enski boltinn

Tottenham fær bakvörð frá Barcelona

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Emerson Royal mun leika í treyju númer 12 hjá Tottenham.
Emerson Royal mun leika í treyju númer 12 hjá Tottenham. David Ramirez/DAX Images/NurPhoto via Getty Images

Brasilíski bakvörðurinn Emerson Royal er gengin til liðs við enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur. Emerson skrifar undir fimm ára samning, en Lundúnaliðið greiðir um 30 milljónir evra fyrir þjónustu hans.

Emerson gekk í raðir Barcelona árið 2019 frá Atlético Mineiro í heimalandinu, en var strax lánaður til Real Betis.

Á tíma sínum hjá Real Betis lék hann 73 deildarleiki og skoraði í þeim fjögur mörk. Emerson á einnig að baki fjóra landsleiki fyrir brasilíska landsliðið.

Eftir dvölina hjá Real Betis greiddi Barcelona níu milljónir evra fyrir að fá Emerson í sínar raðir. Það var í júní, en nú er hann á leið til Tottenham eftir einungis þrjá deildarleiki með Barcelona.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.