Íslenski boltinn

Garðar með ákall til fótboltastráka: „Þýðir ekki bara að snyrta toppinn af trénu“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Garðar Gunnlaugsson í leik með Vals.
Garðar Gunnlaugsson í leik með Vals. vísir/vilhelm

Markaskorarinn Garðar Gunnlaugsson segir að meira þurfi til en nýja stjórn hjá KSÍ til að uppræta eitraða menningu fótboltans. Hann biðlar til fótboltastráka að beita sér í baráttunni fyrir heilbrigðara umhverfi innan fótboltans þar sem kvenfyrirlitning og mismunum gagnvart minnihlutahópum heyri sögunni til.

Skagamaðurinn stakk niður penna á Twitter eftir fréttir gærkvöldsins um að stjórn KSÍ hefði sagt af sér og boðað til aukaþings eftir umræðu um kynferðisbrot leikmanna karlalandsliðsins í fótbolta og getuleysi KSÍ til að taka á þeim.

„Jæja strák­ar, núna er búið að segja upp minnsta hlut­an­um af vanda­mál­inu, stjórn KSÍ. Vanda­málið ligg­ur þó ekki þar, vanda­málið á stór­an upp­runa í þess­ari „tox­ic“ menn­ingu sem við höf­um all­ir al­ist upp í sem íþrótta­menn, hvort sem áhuga- eða at­vinnu­menn,“ skrifaði Garðar.

„Við höf­um tæki­færi núna til þess að breyta þess­ari menn­ingu og sjá til þess að ung­ir iðkend­ur al­ist upp í heil­brigðara um­hverfi þar sem kven­fyr­ir­litn­ing og mis­mun­un gagn­vart minni­hluta­hóp­um heyri sög­unni til. Þetta er ekki „overnig­ht“ breyt­ing, þetta mun taka tíma en lát­um þetta byrja hjá okk­ur! Ver­um fyr­ir­mynd­ir!“

Naflaskoðun nauðsynleg

Garðar segir að íþróttahreyfingin á Íslandi þurfi að líta inn á við og ráðast að rót vandans. Ekkert sé í höfn þótt ný stjórn komi inn hjá KSÍ, miklu meira þurfi til.

„Íþrótta­hreyf­ing­in þarf að fara í nafla­skoðun og ráðast á rót vand­ans, það þýðir ekki bara að snyrta topp­inn af trénu, meiri fræðsla til iðkenda og meiri þjálf­un leiðbein­enda er lág­marks­krafa,“ skrifaði Garðar.

Garðar lét einnig í sér heyra í #metoo byltingunni í vor, lýsti yfir stuðningi við þolendur og sagði óafsakanlegt hversu blindir, viljandi og óviljandi, karlmenn hefðu verið gagnvart vandamálinu. Þá, líkt og nú, hvatti hann stráka til að leggjast á árarnar og taka þátt í að uppræta þá eitruðu klefastemmningu sem viðgengst í fótboltanum.

Garðar er hann á ferðinni en hann hefur leikið með Kára í 2. deildinni í sumar. Hann lék 162 leiki í efstu deild hér á landi og skoraði í þeim 58 mörk. Hann var markakóngur Pepsi Max-deildarinnar 2016 þegar hann skoraði fjórtán mörk fyrir ÍA.

Garðar lék sem atvinnumaður í Skotlandi, Svíþjóð, Búlgaríu, Austurríki og Þýskalandi á ferlinum. Hann lék einn A-landsleik.


Tengdar fréttir

Stjórn KSÍ mun ekki víkja Klöru frá störfum

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, mun að öllu óbreyttu sinna störfum sínum fyrir sambandið áfram næstu mánuði. Hún ætlar ekki að stíga frá borði og sitjandi stjórn ætlar ekki að víkja henni frá störfum.

Rúmenar fjalla um „risahneyksli“ á Íslandi

Rúmenskir fjölmiðlar velta sér í dag upp úr fréttum af næstu andstæðingum Rúmeníu í undankeppni HM karla í fótbolta; íslenska landsliðinu. Í fyrirsögnum er talað um „risahneyksli á Íslandi“.

Stjórn KSÍ tók Kol­bein út úr hópnum vegna miska­bóta­málsins

Brotthvarf Kolbeins Sigþórssonar úr íslenska landsliðshópnum í fótbolta var samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ. Kolbeinn er leikmaðurinn sem greiddi Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur miskabætur eftir að hafa brotið á henni haustið 2017, samkvæmt heimildum Vísis. Rúnar Már Sigurjónsson dró sig sjálfur úr hópnum og eru tvær ástæður gefnar fyrir því í yfirlýsingu KSÍ.

Her­mann og Martin gagn­rýna aumingjana sem fela sig

Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, tekur undir orð föður síns, Hermanns Haukssonar, að hetjur í málefnum líðandi stundar séu bæði þolendur og Hanna Björg Vilhjálmsdóttir sem hefur farið mikinn í umræðu um kynferðisofbeldi undanfarna daga.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.