Stjórn KSÍ tók Kolbein út úr hópnum vegna miskabótamálsins Sindri Sverrisson skrifar 30. ágúst 2021 10:52 Kolbeinn Sigþórsson í leik gegn Rúmeníu síðasta haust. Hann verður ekki með gegn Rúmenum á fimmtudag. vísir/vilhelm Brotthvarf Kolbeins Sigþórssonar úr íslenska landsliðshópnum í fótbolta var samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ. Kolbeinn er leikmaðurinn sem greiddi Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur miskabætur eftir að hafa brotið á henni haustið 2017, samkvæmt heimildum Vísis. Rúnar Már Sigurjónsson dró sig sjálfur úr hópnum og eru tvær ástæður gefnar fyrir því í yfirlýsingu KSÍ. Samkvæmt yfirlýsingu KSÍ var það ekki ákvörðun Arnars Þórs Viðarssonar landsliðsþjálfara að þeir Kolbeinn og Rúnar færu úr hópnum. Það var ákvörðun stjórnar KSÍ að Kolbeinn viki sæti en Rúnar, sem skoraði í 4-1 sigri Cluj gegn FCSB í Rúmeníu í gær, dró sig úr hópnum „vegna meiðsla og persónulegra ástæðna“ að því er segir í yfirlýsingunni. Ákvörðun stjórnar KSÍ kemur í kjölfar fundahalda um helgina sem enduðu með því að Guðni Bergsson hætti sem formaður, eftir gagnrýni á viðbrögð hans við upplýsingum um ofbeldismál leikmanna landsliðsins. Þórhildur Gyða greindi frá því í viðtali í Ríkissjónvarpinu á föstudaginn að leikmaður karlalandsliðsins hefði brotið á henni á skemmtistað í Reykjavík í september 2017. Hún kærði leikmanninn sem á endanum baðst afsökunar og greiddi Þórhildi og annarri konu sem hann braut á miskabætur. Samkvæmt upplýsingum Vísis er leikmaðurinn sem um ræðir Kolbeinn Sigþórsson. Faðir Þórhildar sendi Guðna, Klöru Bjartmarz framkvæmdastjóra og fleira starfsfólki KSÍ bréf í mars 2018, eftir að Kolbeinn hafði verið valinn í landsliðshópinn að nýju. Þar lýsti hann yfir vonbrigðum sínum með það að maður sem dóttir hans hefði kært fyrir líkamsárás og grófa kynferðislega áreitni væri kominn aftur í landsliðið. Landsliðið var þá samankomið í Bandaríkjunum til að spila vináttulandsleiki í aðdraganda HM í Rússlandi. Kolbeinn var sendur heim eftir bréf föður Þórhildar en á þeim tíma var ástæðan sögð vera meiðsli hans. Þórhildur Gyða sagði í viðtali við Ríkisútvarpið að ástæða þess að hún stigi fram væri ekki sú að hún ætti enn eitthvað sökótt við leikmanninn. Hann hefði gengist við broti sínu. Þórhildur var ósátt við orð formanns KSÍ sem sagði ekkert kynferðisofbeldismál hafa komið inn á borð KSÍ með formlegum hætti. Hún hafi fundið til ábyrgðar og því stigið fram. Kolbeinn hefur frá árinu 2018 leikið 20 leiki fyrir íslenska landsliðið. Hann á alls að baki 64 A-landsleiki og deilir markameti landsliðsins með Eiði Smára Guðjohnsen en þeir hafa skorað 26 mörk hvor. Breytingarnar tvær á landsliðshópnum eru gerðar fyrir leiki við Rúmeníu á fimmtudag og svo Norður-Makedóníu og Þýskalandi, í undankeppni HM. Í stað Kolbeins og Rúnars koma Viðar Örn Kjartansson og Gísli Eyjólfsson inn í hópinn. Íslenski hópurinn kemur saman í Reykjavík í dag og mætir svo Rúmeníu á Laugardalsvelli á fimmtudag. Liðið mætir Norður-Makedóníu á sunnudag og loks Þýskalandi 8. september. HM 2022 í Katar KSÍ Kynferðisofbeldi Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Engin formleg tillaga um aukaþing borin upp á fundi stjórnar Stjórn KSÍ ætlar að sitja fram að næsta ársþingi sem fram fer í febrúar. Þó var rætt á fundi stjórnarinnar um helgina að boða til aukaþings þar sem kosin yrði ný stjórn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 30. ágúst 2021 08:59 „Þetta kom aldrei inn á borð til stjórnar“ Borghildur Sigurðardóttir, annar varaformaður Knattspyrnusambands Íslands, segir þau mál sem snúa að meintum kynferðisbrotum landsliðsmanna aldrei hafa komið inn á borð stjórnarinnar. 29. ágúst 2021 21:17 Stjórn KSÍ lofar bót og betrun en situr áfram Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í framhaldi af því að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ákvað að stíga til hliðar. 29. ágúst 2021 18:06 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Samkvæmt yfirlýsingu KSÍ var það ekki ákvörðun Arnars Þórs Viðarssonar landsliðsþjálfara að þeir Kolbeinn og Rúnar færu úr hópnum. Það var ákvörðun stjórnar KSÍ að Kolbeinn viki sæti en Rúnar, sem skoraði í 4-1 sigri Cluj gegn FCSB í Rúmeníu í gær, dró sig úr hópnum „vegna meiðsla og persónulegra ástæðna“ að því er segir í yfirlýsingunni. Ákvörðun stjórnar KSÍ kemur í kjölfar fundahalda um helgina sem enduðu með því að Guðni Bergsson hætti sem formaður, eftir gagnrýni á viðbrögð hans við upplýsingum um ofbeldismál leikmanna landsliðsins. Þórhildur Gyða greindi frá því í viðtali í Ríkissjónvarpinu á föstudaginn að leikmaður karlalandsliðsins hefði brotið á henni á skemmtistað í Reykjavík í september 2017. Hún kærði leikmanninn sem á endanum baðst afsökunar og greiddi Þórhildi og annarri konu sem hann braut á miskabætur. Samkvæmt upplýsingum Vísis er leikmaðurinn sem um ræðir Kolbeinn Sigþórsson. Faðir Þórhildar sendi Guðna, Klöru Bjartmarz framkvæmdastjóra og fleira starfsfólki KSÍ bréf í mars 2018, eftir að Kolbeinn hafði verið valinn í landsliðshópinn að nýju. Þar lýsti hann yfir vonbrigðum sínum með það að maður sem dóttir hans hefði kært fyrir líkamsárás og grófa kynferðislega áreitni væri kominn aftur í landsliðið. Landsliðið var þá samankomið í Bandaríkjunum til að spila vináttulandsleiki í aðdraganda HM í Rússlandi. Kolbeinn var sendur heim eftir bréf föður Þórhildar en á þeim tíma var ástæðan sögð vera meiðsli hans. Þórhildur Gyða sagði í viðtali við Ríkisútvarpið að ástæða þess að hún stigi fram væri ekki sú að hún ætti enn eitthvað sökótt við leikmanninn. Hann hefði gengist við broti sínu. Þórhildur var ósátt við orð formanns KSÍ sem sagði ekkert kynferðisofbeldismál hafa komið inn á borð KSÍ með formlegum hætti. Hún hafi fundið til ábyrgðar og því stigið fram. Kolbeinn hefur frá árinu 2018 leikið 20 leiki fyrir íslenska landsliðið. Hann á alls að baki 64 A-landsleiki og deilir markameti landsliðsins með Eiði Smára Guðjohnsen en þeir hafa skorað 26 mörk hvor. Breytingarnar tvær á landsliðshópnum eru gerðar fyrir leiki við Rúmeníu á fimmtudag og svo Norður-Makedóníu og Þýskalandi, í undankeppni HM. Í stað Kolbeins og Rúnars koma Viðar Örn Kjartansson og Gísli Eyjólfsson inn í hópinn. Íslenski hópurinn kemur saman í Reykjavík í dag og mætir svo Rúmeníu á Laugardalsvelli á fimmtudag. Liðið mætir Norður-Makedóníu á sunnudag og loks Þýskalandi 8. september.
HM 2022 í Katar KSÍ Kynferðisofbeldi Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Engin formleg tillaga um aukaþing borin upp á fundi stjórnar Stjórn KSÍ ætlar að sitja fram að næsta ársþingi sem fram fer í febrúar. Þó var rætt á fundi stjórnarinnar um helgina að boða til aukaþings þar sem kosin yrði ný stjórn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 30. ágúst 2021 08:59 „Þetta kom aldrei inn á borð til stjórnar“ Borghildur Sigurðardóttir, annar varaformaður Knattspyrnusambands Íslands, segir þau mál sem snúa að meintum kynferðisbrotum landsliðsmanna aldrei hafa komið inn á borð stjórnarinnar. 29. ágúst 2021 21:17 Stjórn KSÍ lofar bót og betrun en situr áfram Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í framhaldi af því að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ákvað að stíga til hliðar. 29. ágúst 2021 18:06 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Engin formleg tillaga um aukaþing borin upp á fundi stjórnar Stjórn KSÍ ætlar að sitja fram að næsta ársþingi sem fram fer í febrúar. Þó var rætt á fundi stjórnarinnar um helgina að boða til aukaþings þar sem kosin yrði ný stjórn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 30. ágúst 2021 08:59
„Þetta kom aldrei inn á borð til stjórnar“ Borghildur Sigurðardóttir, annar varaformaður Knattspyrnusambands Íslands, segir þau mál sem snúa að meintum kynferðisbrotum landsliðsmanna aldrei hafa komið inn á borð stjórnarinnar. 29. ágúst 2021 21:17
Stjórn KSÍ lofar bót og betrun en situr áfram Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í framhaldi af því að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ákvað að stíga til hliðar. 29. ágúst 2021 18:06
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti