Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá því á föstudag að leikmaður íslenska karlalandsliðsins hefði brotið á henni á skemmtistað í Reykjavík 2017. Hún kærði leikmanninn sem baðst afsökunar á málinu og greiddi bæði Þórhildi og annarri konu sem hann braut á miskabætur.
Samkvæmt upplýsingum Vísis er leikmaðurinn sem um ræðir Kolbeinn Sigþórsson en hann átti að vera í landsliðshópi Íslands fyrir komandi leiki í undankeppni HM. Hann var hins vegar tekinn úr hópnum samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ í gær.
Kolbeinn er leikmaður Gautaborgar í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta en félagið sendi frá sér tilkynningu í dag. Kolbeinn er þar ekki nafngreindur en greint er frá því að leikmaður félagsins hafi framið kynferðisbrot árið 2017. Framkoma hans er gagnrýnd og málið sagt til skoðunar innan félagsins.
„Það komu fram fréttir á mánudaginn þess efnis að einn af okkar leikmönnum hafi framið kynferðisbrot árið 2017. IFK Gautaborg fordæmir þessa hegðun. Í tengslum við það sem átti sér stað fyrir fjórum árum var leikmaðurinn tilkynntur til lögreglu. Lögreglurannsókn leiddi ekki til kæru en hann greiddi miskabætur.“ segir í tilkynningu Gautaborgar.
„IFK Gautaborg tekur þessu mjög alvarlega þrátt fyrir að þessu máli sé lagalega lokið. Við erum í sambandi við leikmanninn um þetta og hvernig við meðhöndlum málið í framhaldinu. Við viljum ítreka að við fordæmum það sem hann gerði og alla samskonar hegðun.“ er haft eftir Håkan Mild, formanni félagsins, í tilkynningunni.
Under måndagen publicerade medier nyheten att en av våra spelare begick sexuellt ofredande 2017. IFK Göteborg tar avstånd från hans agerande.
— IFK Göteborg (@IFKGoteborg) August 30, 2021
Läs mer på vår hemsida.https://t.co/1973W3SCkb