Innlent

Skot­maðurinn úr­skurðaður í tveggja vikna gæslu­varð­hald

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Skotmaðurinn hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald.
Skotmaðurinn hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Guðmundur Hjalti Stefánsson

Maðurinn sem skotinn var af lögreglu, og grunaður er um skotárás, á Egilsstöðum fimmtudaginn 26. ágúst hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Gæsluvarðhaldið rennur út laugardaginn 11. september.

Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari í Reykjavík. Fallist var á kröfu héraðssaksóknara af héraðsdómi Reykjavíkur en gæsluvarðhaldið er á grundvelli rannsóknarhagsmuna og til að verja aðra fyrir árásum sakbornings.

Rannsókn málsins lýtur meðal annars að tilraun til manndráps, valdstjórnarbrotum, líkamsárás, hótunum og almannahættubrotum auk brota gegn vopnalögum og barnaverndarlagabrotum.

Maðurinn var skotinn í kviðinn af lögreglu á fimmtudagskvöld og gekkst undir aðgerð á Landspítala. Maðurinn er nú á batavegi og hefur verið fluttur af gjörgæslu á almenna deild og sætir gæslu á sjúkrahúsi.

Rannsókn málsins miðar vel, samkvæmt upplýsingum frá varahéraðssaksóknara, en embættið hefur jafnframt til rannsóknar þann þátt málsins sem varðar beitingu lögreglu á skotvopni gegn manninum.


Tengdar fréttir

Ekkert sem bendir til að verk­lagi lög­reglu hafi ekki verið fylgt

Ekkert bendir á þessu stigi til þess að verklagi lögreglu í atburðunum sem áttu sér stað í Dalseli á Egilsstöðum aðfararnótt föstudagsins hafi ekki verið fylgt. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi sem hafi rýnt í atburðina innanhúss. Þá segir að lögreglumenn sem að aðgerðinni komu hafi fengið sálræna aðstoð.

Hvetur íbúa til að standa saman eftir skot­á­rásina

Sveitarstjóri Múlaþings hvetur íbúa á Egilsstöðum til þess að standa við bakið hver á öðrum eftir skotárás sem varð í bænum í fyrradag og er þakklátur lögreglu fyrir góð viðbrögð. Nokkrar fjölskyldur hafa leitað sér áfallahjálpar eftir árásina.

Mætti heim til barnsföður kærustu sinnar

Karlmaður á fimmtugsaldri var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík frá Egilsstöðum í gær eftir að lögregla skaut hann við Dalsel í útjaðri bæjarins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlaði hann að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni og mætti þangað vopnaður.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.