Íslenski boltinn

Verðum að nýta landsleikjafríið vel

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var svekktur í leikslok.
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var svekktur í leikslok. Vísir/Hulda Margrét

Heimir Guðjónsson þjálfari ríkjandi Íslandsmeistara Vals var að vonum ekki sáttur eftir 1-2 tap á heimavelli fyrir Stjörnunni.

„Mér fannst við byrja þennan leik mjög vel, fyrstu svona tuttugu mínúturnar. Vorum að opna þá og náðum að skapa okkur nokkur færi. Svo af einhverjum ástæðum þá slökum við á klónni og hleypum þeim aftur inn í leikinn og fengum á okkur mark úr aukaspyrnu rétt fyrir leikhlé. Fengum svo góð færi í síðari hálfleik en missum einbeitinguna í lokin þar sem stærsti maðurinn á vellinum fær frían skalla“.

Valsmenn fengu nokkur úrvalsfæri í stöðunni 1-1 til þess að taka forystuna í leiknum en inn vildi boltinn ekki.

„Stjarnan mætti auðvitað bara með gott leikplan og lágu til baka. Þeir sköpuðu ekki mikið af færum og þess vegna er það ennþá meira svekkjandi að þeir hafi skorað eftir fast leikatriði.“

Það vakti athygli að Haukur Páll, Kristinn Freyr og Patrick Pedersen byrjuðu allir á bekknum. Heimir var ánægður með þeirra innkomu og segir liðið ekki ætla að leggja árar í bát.

„Mér fannst þeir allir þrír koma sterkir inn í dag og lyftu leik liðsins. Við fáum einn möguleika í viðbót til þess að ná Breiðablik en það þýðir ekkert fyrir okkur að hugsa um önnur lið. Við verðum bara að nýta landsleikjahléið vel og koma klárir til leiks þá.“


Tengdar fréttir

Leik lokið: Valur – Stjarnan 1-2 | Valsarar misstigu sig í toppbaráttunni

Íslandsmeistarar Vals töðuðu 2-1 á móti Stjörnunni í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. Gestirnir frá Garðabæ eru nú ansi nálægt því að tryggja sæti sitt í efstu deild, en tapið gæti orðið dýrkeypt fyrir Valsara í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×